30.11.14

Jólógleðin í hæðstu hæðum

Gleðilegan fyrsta í aðventu kæru lesendur <3

Undirrituð vaknaði í þessum líka svaðalega jólafíling..!
Fór út í búð að versla í matinn ásamt síams og við mættum heim í fullskreytta íbúð..
Elska hvað jólin eru svona tíminn sem þjappar fjölskylduna meira saman.. það er eitthvað svo ljúft og gott fyrir sálina.

Ég fékk þá flugu í hausinn að henda saman í aðventueitthvað í tilefni dagsins, af því ég hef aldrei verið með aðventukrans í gegnum tíðina.. Pabbi var ekkert voða sáttur með útkomuna, en ég er svo stolt af þessu meistaraverki sem er vægast sagt með smá Barbieívafi og tók mig einungis 5 mínútur að græja.



Hráefnið verlsaði ég í Rumfó og kostaði einungis 3000 kr :)
Diskur - bleikt tré - 4x stjörnukerti - 3 pk af kúlum og VOILA!

Við síamst getum svo verið lúmskt krúttaðar í okkur.
Erum búnar að kreiva að fara kaupa okkur heitt kakó saman eftir að við sáum auglýsingu frá
Kaffitár og í framhaldinu taka röltið niðrí bæ eða Kringlunni.
Ég er samt svo dugleg að vinna þegar ég á að vera í fríi, þannig það hefur smá setið á hakanum.. þess vegna tókum við málin í okkar eigin hendur.


Umrædd gúrm auglýsing.. þetta súkkulaði lengsti niðrí til hægri NAMM!


En við splæstum í Jólóbolla fyrir meðlimi K69 ásamt alvöru chocolate og sykurpúðum (ég er þessi týpa sem vill hafa mikið af þeim, týndi alltaf upp úr Swiss miss dollunni til að fá meira hehe ).. eiginlega sykurpúðar með smá kakói.. gott að hafa þetta í grillstærðinni þá.

Þegar maður dettur í svona shoppingspreegír er erfitt að komast hjá því að setja meira ofan í blessuðu körfuna.. náði að hemja mig og endaði einungis með eina bleika seríu til viðbótar.


Þessi var eiginlega bara merkt mér.


Reyndar ekki margir staðir í boði til þess að koma henni fyrir, en hún fékk svona svaðalega fínt pláss hjá skartgripunum mínum.

Svo til að toppa allt þá er pabbi búinn að gefa grænt ljós á að elsku fallega jólatréið mitt megi vera uppi þessi jólin.. WHAT A MAN !
Þar sem það er bleikt, hvítt og fjólublátt hafði ég enga trú á að fá JÁ.
Daddy Yankee og Ísa fengu það verkefni að sjá um tréið í fyrra og skitu verulega upp á bak þar sem við enduðum með 200 kr blikkandi plastjólatré úr Rumfó sem upprunalega átti að vera borðskraut.


FLOTTUST og vel sáttust við tréið.

Hlakka líka mikið til að fara til mammsí Gúrm eins og ég kalla hana og taka roundið í jólabakstrinum.. held þetta verði ekkert flókið þetta árið, heldur set stefnuna á SÖRUR ala Ale, döðlugott og svo uppáhalds kókostoppa <3


Við gúrmararnir á góðri stundu.

Svo náttúrlega kannski mæti ég einn daginn heim og það er bara bleik Kitchen Aid við dyrnar.... #dagdraumar hehe :)

Þangað til að ég dett í alvöru SÆLKERA bakstur, þá læt ég elsku hafraklattana mína duga og ég ákvað að setja þá í Hátíðarbúning í tilefni desembermánuðar.
Smellti sem sagt í tv- hátíðarkombó.. ekkert mikil breyting frá upprunalegu uppskriftinni sem finna má HÉR nema að ég sleppi núna sykurlausa sýrópinu og eggjaskammtinum breytti ég í 1 heilt egg og eina hvítu.



Fyrra kombóið fyrir ofan er sem sagt bara sömu hollustuklattarnir nema ég dreifi smá möndluflögum ofan á til að gera meira djúsí og gúrm.. í blönduna fyrir neðan setti ég hálft rautt epli með í uppskriftina..
Það er eitthvað við epli, kanil og möndlur sem er svo JÓLÓ :)
OG það besta er að þetta má borða með hreinni samvisku fram að jólum.. en um jólin eru eiginlega þjálfararáð að smella smá súkkulaði með líka ;)

Ég held ég hafi jólað yfir mig í þessu bloggi og gott betur en það.. þannig ég læt þetta gott heita..

Þangað til næst
LOVE ALE jólabarn
<3

1 ummæli:

  1. Mmm verð að pórfa þessa klatta:-) Eru þeir stökkir/crispy?

    SvaraEyða