23.11.14

vikan eftir mót

VÁ þessi vika er búin að vera einstaklega skemmtileg og jafnvel lærdómsrík!
Það kemur alltaf smá skrítin tilfinning eftir mót.. einskonar spennufall, maður er svo lengi búin að stefna að þessu og svo klárast þetta bara allt á einum degi.

En ég set mér alltaf ný markmið með bætingar til að missa ekki taktinn og svo er þetta einungis hluti af því sem ég geri og eitt af mörgum áhugamálum og því nóg fyrir stafni.

Ég var einmitt farin að sakna þess að geta deilt með ykkur hollum og skemmtilegum uppskriftum og fleiri snilld, bæði hér og á facebook.
Ég fer alltaf hægt og rólega til baka í mataræðinu, en er með nokkrar góðar uppskriftir sem ég er að safna saman til að smella inn.. þessa dagana er ég með einhverja þvílíka morgunkorns og hafragrautar kreivings og væri helst til í að borða í öll mál haha..

Lofaði GÚRMEI uppskrift á bloggið mitt um helgina af hafraklöttum sem ég setti inn á Instagram sem ég setti svo bara beint í albúmið á likesíðunni.
Whitetoblecrunchklattar ala Ale sem finna má HÉR.


Að öðru þá steig ég vægast sagt út fyrir þægindaramman með viðtali sem birtist í Lífinu sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.
Yfirleitt hef ég skrifað um keppnisundirbúningin hér á blogginu með þakkarræðunni og var því talsvert stærra skref að deila því í blaði sem fer inn á öll heimili í landinu.
Ég var samt ótrúlega ánægð með viðtalið og tala nú ekki um myndirnar.
Viðbrögðin hafa líka verið svo ótrúlega jákvæð, góð og hvetjandi sem mér þykir virkilega vænt um og ótrúlega dýrmætt að heyra
<3

TAKK SVO innilega mikið !


Viðtalið er hægt að lesa HÉR

Ég opnaði einnig snyrtibudduna fyrir lesendum bleikt.is og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum tengdum því, enda snyrtivörugúru með meiru.
Viðalið er hægt að lesa á bleikt.is HÉR.


Sem minnir mig svo sannarlega á að setja stefnuna á fleiri blogg og pósta því tengdu :)

Svo er desember á næsta leyti og svo mikið skemmtilegt og gaman.
Tilheyrandi bakstur, jólafarðanir og fleira spennandi !

Ætlaði ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni.
Þangað til næst

LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli