12.8.14

A girl can dream

Ó það er svo slæmt þegar manneskja eins og ég fæ þá flugu í hausinn að mig langi í eitthvað, sérstaklega dýra hluti, því ef mig langar í eitthvað er no turning back !
Ég hætti ég ekki fyrr en ég hef eignast hlutinn hehe :)
Endrum og eins röfla ég t.d. um að mig langi í bleika Kitchen Aid, það hefur kannski ekki farið framhjá neinum í kringum mig.

Allavega....
Þá þráiiii ég nokkra gersema inn í líf mitt þessa dagana, hvar ég myndi koma þeim fyrir í herberginu mínu veit ég ekki, þar sem að það er eiginlega sprungið af fötum, snyrtivörum, skóm og annari snilld.. þannig það yrði bara seinnitíma vandamál :D

Hér er smá daydreaming listi
<3


Á svona rósgyllt Michael Kors úr en langar í svona ofurblingað alveg gyllt Guess úr líka, því að mér finnst hitt svo fínt að mér finnst það alveg spari spari.


Finnst þetta svo classy og fínt og alveg fín fjárfesting þar sem maður þarf alltaf að eiga pening og visakort ekki satt!?


Ef maður á veskið þá verður maður eiginlega að eiga tösku líka.. djók (samt ekki)
En reyndar á önnur hver stelpa á Íslandi svona núna í dag en ég er bara búin að vera svolítið skotin í svona Michael Kors töskum lengi..


Reyndar er allt lúkkið hérna kúl EN Ray Ban sólgeraugun eru það sem ég kreiva.
Skil ekki af hverju ég er ekki bara löngu búin að kaupa mér alvöru sólgeraugu í staðin fyrir að vera endalaust að kaupa ný ódýr sem eiga hálft ár í líftíma.

Svo yfir í aðeins ódýrari deildina.

Ég ELSKA svart og hvítt með einhverjum smá lit eða gylltu þegar kemur að fatasamsetningum, eins og sjá má á pinterest fataalbúminu mínu HÉR.


Hætti ekki að hugsa um þessa eftir að hafa séð svona í myndbandinu með Kiesza 


Svarta og fleiri litaða Nike Free á mig takk 



Converse og Nike hi sneakers í hvítu.
Er með fettish fyrir hvítum háum skóm !

En þetta er bara brot af allri þessari þrá við að fletta í gegnum netið og að sjálgsögðu algjör lúxusvanámal, en í lagi að láta sig dreyma og deila með öðrum.

Á maður svo ekki alltaf að gefa sjálfum sér afmælisgjöf eða hvernig er það!?
Er að spá í að safna mér fyrir eitthverju einu og gefa mér í afmælisgöf í september víjj

Þangað til næst
LOVE ALE <3






4 ummæli:

  1. The secret segir að maður eigi alltaf að skrifa niður það sem manni langar í, og þá eignast maður frekar hlutina! :))

    SvaraEyða
    Svör
    1. Jáwwww því er ég sammála, enda samt alltaf á að kaupa mér sjálf hehe :)

      Eyða
  2. Les alltaf bloggið þitt, ótrúlega skemmtilegt :) en má ég spyrja hvert þú flaugst þegar þú fórst til santorini? hvað flugvöllurinn heitir? :)
    Kv. Guðrún

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæhæ Guðrún takk fyrir það :)
      Já ég var bara á Chania eyjunni og fór með ferju yfir til Santorini.

      OHH mig langar aftur !!

      kv.Ale

      Eyða