10.8.14

Nammiklattar vol #1

Ég veit ekki hvað er með mig en ég er farin að elska að dúlla mér á föstudagskvöldum við að baka eftir langar vinnudag og lögn.. hef gert það núna hvern einasta föstudag nema seinasta.. enda ekki aðstaða til baksturs í Dalnum hehe :)

Mig er lengi búið að langa til að smella í smá óhollari útgáfu af hafraklöttunum mínum og ákvað að nýta það sem til er í skúffunum hér heima, þannig að hún vatt svolítið upp á sig og úr varð svona mix and match kombó sem kom líka svona helvíti vel út!
Ég ákvað líka að gera uppskriftina aðeins meira djúsí og tvöfalda, þannig að klattarnir væru þykkari og meira gúrm.

Ég ákvað að skýra uppskriftina nammidklatta VOL #1, þar sem ég veit að ég mun smella saman í annað kombó þegar ég er í gírnum.
Uppskriftinni deili ég að sjálfsögðu með lesendum mínum.




ÞÚ ÞARFT:
Tröllahafra, egg, hvítt súkkulaði, dökkt súkkulaði, banana, Vanillu Torani sýróp, í staðin fyrir kanilinn sem ég nota í hollustu klattana notaði ég PB2 með súkkulaðibragði sem er hnetusmjörsdurft (keypt Í USA) þannig að ef þú kemst ekki það þá bara kanilinn góða, döðlur og gróft kókosmjöl.


400 gr banani
2 heil egg
2 hvítur
240 gr hafra
1 bolli gróft kókosmjöl
2 plötur hvítt súkkulaði / 1 plata dökkt (eftir smekk)
Dass af Vanillu torani
Ef PB 2 þá 3 msk annars bara kanil eftir smekk

AÐFERÐ:

1. Bananan stappa ég niður með gaffli
2. Bæti svo eggjunum við og hræri saman við bananan með skeið
3. Bæti svo höfrunum út í og kókosmjölinu og hræri við
4. Döðlurnar og súkkulaðið skorið niður og bætt við
5. Að lokum er sýrópinu og kanilnum eða PB2 bætt við eftir smekk til að bragðbæta.

Þetta set ég svo í bökunarform sem ég hef sett bökunarpappír í til að þetta festist ekki við.
Inn í ofnin í sirka ca. 25-30 mín á blástri  og 180° fyrir miðju.
Mér finnst gott þegar þegar þetta er aðeins byrjað að brúnast á köntunum.
Til þess að þetta jafni sig sem fyrst af því að þetta er í þykkara lagi þá smellti ég þessu inn í frysti í smá stund.
Tók svo út og skar niður í bita ofan í nestisbox til að geyma inn í ísskáp og af því þetta var svo mikið smellti ég nokkrum bitum inn í frysti til að eiga fyrir næstu helgi.

ENJOY
Þið megið endilega kommenta á mig ef þið prufuðkeyrið þessa dýrð ! :)

Þangað til næst
LOV ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli