18.8.14

Lífið þessa dagana


Ég finn á mér að þessi vika verði frábær, þannig ég þarf að smella í eina gucci færslu ! :)

Það er mikið að sumarið kom, svona korteri áður en því fer að ljúka hehe..
Fyndið hvað allir verða muuuun léttari í lundu þegar sú gula lætur á sér kræla.
Er búin að reyna að njóta hennar eins og mögulegt er og var ekkert gefið eftir, systir mín hlær af mér úti á svölunum í bikini, með babyoil og allt til alls.. segir að ég sé PRO tanmeister, sem eru jú orð að sönnu.

Haustið er annars snilldar tími líka.. því þá á ég afmæli og það er einn uppáhalds dagur ársins hjá undirritaðri :D
Þá er líka nóg að gera í vinnunni ogogog einhverra hluta vegna stendur maður sig talsvert betur í ræktinni og mataræðinu þá heldur en á sumrin.

Ég þarf einmitt að fara ákveða hvað ég ætla gera varðandi mínar keppnishugleiðingar í haust, er ekki alveg komin með niðurstöðu á þessi mál.
Ekki það að ég æfi annars alltaf eins og sannur ræktardurgur en það er þessi fínpússun í mataræðinu.. það er bara svo gott að borða góðan og hollan mat.
Svo er ég svo mikil keppnismanneskja að ég get alltaf fundið eitthvað sem betur mætti fara..nú er bara að leggja höfuðið í bleyti..spennó !


Fór einmitt og fyllti á birgðirnar hjá Perform.is seinustu helgi.
Koma mér í enn betri gír eftir Eyjadólgun og smá veikindi.
Algjört must að eiga tvo sett, bæði fyrir heimili #1 sem sagt vinnuna og heimili #2 þar sem ég bý og sef hehe :)

Það er orðið vandræðalegt hvað ég elska að gera og græja mat.
Bauð nokkrum uppáhalds í mat um helgina og var bara í essinu mínu ein í eldhúsinu og afþakkaði alla hjálp, því ég var eins og lítill krakki á jólunum ég skemmti mér svo vel.
Var bara nokkuð stolt af því hversu myndarlegt þetta endaði svo hjá mér :D
Ég held ég þurfi að fara gera eitthverja kokkabók eða eitthvað, þetta er of gaman !


Svona stundir eru svo mikið bestar <3

Græjaði gúrmei bringur með mexíkó,jalapeno og piparosti.
Naan brauð

Steikt grænmeti
Salat og grjón 
Ég reyndar missti mig eitthvað í hrísgrjónaelduninni og endaði með 5 kg af þeim nánast, veit ekki alveg hvað hugsunin á bakvið það var.. nema sú að ég elska hrísgrjón og vildi eiga nóg til haha



Huges pottur fullur af grjónum, þetta varð að brandara kvöldsins.
Og ég sit uppi með grjónagraut í matinn út vikuna hahahaha..


Þannig það má ekki reikna með neinum frábærum hugmyndum af mat á likesíðuna þessa vikuna, ég verð of upptekin við að klára þessi grjón takk fyrir !

Eins og alltaf þá finnst mér svo gaman að vaða úr einu í annað.
Ætla láta þetta gott heita en VERÐ að deila með ykkur tveimur feeelgood lögum, get ekki hætt að spila þau eru svo nett.
Ég tek það samt fram að ég er með smá sérstakan tónlistarsmekk en það er svo geggjað að hlusta á þessi tvö í botni.



Essáy - All Nite


Flume - Sleepless (L D R U remix)

En játtssss þangað til næst elskurnar
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli