27.6.14

Föstudags make up hugleiðingar og new in


Það er með ólíkindum hvað þessi vika var eitthvað últramega fljót að líða.
Er ekki alveg að kaupa að það sé föstudagur, þurfti alveg að double tékka á dagatalið í morgun þegar ég vaknaði.
Finnst eiginlega bara hafa verið mánudagur í gær, ekki það að mér líki það neitt illa, býð helgina svo sannarlega velkomna :)

Ég er bara svo mikill lúði að ég er ekki búin að eiga eina fríhelgi síðan bara ég kom heim frá Florida, þar sem ég er alltaf að farða um helgar og stundum að skottast á skrifstofuna að undirbúa komandi viku í þjálfuninni..
Það þarf að senda mig í eitthvað prógram til að læra að hætta að gera svona mikið haha.

Ég var búin að fá leyfi frá henni Aldísi til þess að birta myndina af henni á blogginu mínu, er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um hvaða litli ég notaði og ætla deila því með ykkur hér.



Aldís var að fara útskrifast og vildi svolítið dökka förðun og var þetta útkoman.
Hér koma litlirnir sem ég notaði á hana:

Húðin:
-Make Up Forever High Defeniton Foundation
-Bare minerals matt foundation
-Cover All mix
-Reflex Cover
-Bare minerals mineral veil

Kinnar og skygging:-Skyggði andlitið með Shimmer bronzing powder frá Make Up Store
-Uppáhalds kinnaliturinn minn, Pink Reef frá Make Up Store
-Sem highlight á kinnbeinin nota ég svo Soft and Gentle frá MAC

Augun:
-Notaði uppáhalds brúna blýantinn minn Teddy frá MAC
-Yfir augnlokið notaði ég litinn Mulch frá MAC í bland við Patina frá Bare Minerals
-Í skygginguna og til að skerpa notaði ég Cupol og Chocodo'r frá Make Up Store
-Á augnbeinið notaði ég svo Pink Frontier frá MAC, en ég nota hann yfrleitt á það svæði
-Í augnkrókinn og til að highlighta undir augabrúnina notaði ég dustið Morgnin Breeze frá Make Up Store.
-Inn í vatnslínuna er svo settur svartur blýantur, alveg í augnkrókinn líka.

Varnirnar:
- Ég notaði varablýantin Candy sem er svona ljós og sanseraður til þess að forma þær og setti svo varalitinn Kinda Sexy frá MAC á hana.
Dumpaði svo í endan smá glærum glossi :)

Ég skoða reglulega Pinterest og aðrar síður til þess að gefa mér hugmyndir og finnst gaman að gera mína eigin útgáfur af þeim.
Þessir litir sem ég notaði á hana eru litir sem ég nota mikið af og var gaman að gera smá svona ýktari förðun, sem hentaði líka svona vel með kjólnum hennar og heildarlúkkinu.

Og áfram halda förðunarpælingarnar..

Þegar ég fer í bíó eða horfi á þætti finnst mér líka einstaklega gaman að horfa á förðunina á leikkonunum.. varð alveg heilluð eftir að hafa farið á Maleficent í bíó í 3D.
Ég hef yfirleitt ekki verið mikill Angelinu Jolie fan, en hún er nýja girlcrushið mitt eftir þessa bíóferð.
Þetta er sem sagt svona ævintýramynd og hún leikur þar álf og því búið að hækka kinnbeinin á henni, setja í hana linsur og gera hana meira ævintýralega..
Þessar varir á henni !!!!
Hún er þarna með geðveikan rauðan varalit og mig langaði helst bara í sleik við hana..
Okei skal alveg róa mig haha, en mér finnst alltaf eitthvað ofursexy við rauðan varalit, svo kvennlegur og classy !

Mér til mikillar gleði er einmitt Maleficent lína á leiðinni í MAC.
Ég ætla svo klárlega að fá mér þennan varalit (með von um að varirnar hennar Jolie fylgi með að sjálfsögðu) og augnskuggana, svo eru uppáhalds augnhárin mín í þessari línu nr. 36.
Ég viðurkenni að ég er nörd, það þarf allavega ekki mikið til að gleðja mig hehe :)

Línuna getur þú séð hér


Ég set mér alltaf þá reglu eftir að hafa farið til USA og shoppað að verlsa ekki neitt í góðan tíma eftir á nema matarkyns að sjálfsögðu, en einhvern vegin á ég erfitt með að hemja mig stundum.. það eru freistingar á hverju horni.

Ég leyfði mér því þrennt þessa vikuna og það voru góð kaup þannig þetta er í lagi.
Forvitnin mín gagnvart þessum varasölvum (
BABY LIPS) sem ég er alltaf að rekast í á hverju einasta bloggi sem ég les, var mjög mikil og því þurfti ég að eignast þá.
Enda líka bara á glimrandi góðu verði og mér líður alltaf best með smá lit á vörunum.
Keypti mér 
Pink Punch og Cherry Me.
Þeir eru alveg að standast væntingar mínar, góður og sterkur litur í þeim en samt svona í hófi og svo náttúrlega næra þeir varirnar í leiðinni.. fínasta fínt svona dagsdaglega.

Svo kostar stykkið bara tæpar 1000 kr í næsta Apóteki eða Hagkaup.


Um helgina var svo Heiða vinkona mín í ótrúlega flottum buxum sem eru svona uppháar, en ég á oft erfitt með að finna slíkar buxur eða pils sem passa um mjaðmirnar en eru þröngar í mittið..
Elska svoleiðis snið því þau ýta undir kvennlegan vöxt og leyfa mitinu að njóta sín.
Hún keypti þessar leggings í ZIKZAK í Kringlunni og ég varð að eignast eitt svoleiðis stykki. Loksins einhverjar sem poka ekki um mittið og þær voru líka á virkilega góðu verði miðað við buxur / leggins nú til dags, á 6990 kr.



Ég prufukeyrði þær strax daginn eftir, mun pottþétt nota þessar mikið :D

Annars læt ég þetta gott heita í bili..
Til hamingju ég að skrifa stutta færslu um það sem ég ætlaði að skrifa um og ekki fara í hringi og skrifa um allt í heiminum haha..
Þetta er allt að koma !
Og játs ég ætla að henda í sveittari útgáfu af Döðlugotti um helgina á likesíðuna mína svo að stay tuned..

Vonandi áttu ljúfa helgi
LOVE ALE
<3

2 ummæli:

  1. Þú myndir örugglega fíla svörtu gallabuxurnar frá Dr.Denim - fást í MAIA á laugarvegi og eru bara a 8.900….þær eru fullkomnar..þröngar og háar í mittið!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk innilega fyrir þessa ábendingu :D

      Eyða