15.4.14

Smá nostalgía, mót framundan og ákvarðanir

Játs stundum lendir maður í þannig mómentum !

Var að skoða á netinu í gær og datt inn í það að skoða myndir frá því að ég keppti fyrir ári síðan þegar ég ákvað með tveggja vikna fyrirvara.
Því tók ég  einungis tveggja vikna niðurskurð fyrir það mót, en fékk samt sem áður mitt vinningspáskaegg.
Frá því ég var yngri var ég alltaf skoðað myndir frá fitnessmótum og dreymt um að standa þarna með bikar og mitt vinningspáskaegg haha..
Stundum að vera leppalúði :)



Þetta ár er búið að vera smá skrítið fyrir mig, þetta er það ár sem ég OFURkeppniskötturinn ákvað að taka pásu frá öllum mótum og ekki setja stefnuna á neitt mót á næstunni.
Þá ekki fyrr en í lok þess árs eða jafnvel ekki fyrr en á næsta ári.
Þá væri ég allavega búin að pása í ár, sem hefur aldrei gerst haha :)


Frá upphafi keppnisferilsins míns, haustið 2010, hef ég EINU sinni pásað mót hér heima.
Það var fyrir tveimur árum og er nú komið að því aftur að ég verði manneskjan í salnum, þá var það á því tímabili sem ég var byrjuð að bulka.

Ég mætti í ræktina í gær og í kringum mann var fullt af litlum tönuðum mjóum köttum sem setja stefnuna á sviðið í vikunni.
Það var svolítið skrítið að vera ekki hluti af þessari stemmingu, en ég kann jafnframt virkilega að meta það að vera bara í formi án þess að stíga á svið og kenna þeim sem fylgjast með mér og í þjálfuninni náttúrlega það sem ég hef lært og tem mér sjálf.
Gæti aldrei gert það ef ég væri með hugan við mót, sem sagt birt allar þessar gúrmei matar myndir og það sem ég hef verið að gera nýverið á likesíðunni minni.

Annars fór ég í mælingu til hennar Katrínar seinasta föstudag, það er eitthvað sem ég var ekki búin að gera síðan í október þegar ég var í keppnisformi.
Það var svolítil lífsreynsla fyrir sig og ég var eiginlega smá eftir mig haha..
Ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að segja þetta því ég var svo svekkt en bjóst náttúrlega við þessu líka.
Frá því þá hef ég tapað 5 kg af vöðvamassa !!!
TAKK FYRIR GÓÐAN DAGINN
 
Í þennan vöðvamassa var sko aldeilis mikil vinna búin að fara í, þar sem ég meðal annars þyngdi mig þarna í bulkinu ógurlega til þess að bæta mig og verða betri.
HÉR má sjá og lesa um það ferli.
En hingað er ég komin aftur á byrjunarreit.
Þeir sem ég hef talað við spyrja mig hvort þetta sé ekki það sem ég vildi??
En þetta var aldrei val heldur gerðist bara vegna veikinda sem ég er búin að vera með ON/OFF síðan í febrúrar... eintóm gleði í því.
Fókusinn kannski ekki eins mikill því ég hef ekki haft neitt mót framundan og var svona dálítið að velta því frir mér hvað ég skyldi gera með minn keppnisferil.

En engu að síður læt ég þetta ekki draga úr mér, heldur vinn með það sem ég hef í höndunum og hafa líkunar á því að ég keppi í fitnessflokki snarminnkað, þannig stefnan verður mjög sennilega sett á bikiniflokkinn í náinni framtíð.


EN svona í tilefni mótsins er ég orðin mjög spennt og hlakka mikið til að fá litlar Barbiedúkkur til okkar í förðun og hár.
Mig langar til að nýta tækifærið og óska öllum keppendum innilega góðs gengis um helgina og jafnframt hvetja fólk til þess að fara að horfa ! :*



Þangað til næst
LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli