13.4.14

Flippkisabloggari með meiru

Helgin komin og farin og ný vika framundan !
Páskavikan mikla :)

Afrekaði hellings af stússi þessa helgina.. ó hvað ég elska það!!
Allt klappað og klárt fyrir farðanir mótsins sem er fimmtudag og föstudag, senda upplýsingar á stelpurnar, baða penslana mína, vinna, búin að gera allt ready fyrir morgundaginn, panta miða til Florida.....



Börnin mín að þerra sig eftir bað.. smá safn <3


Játs þú last rétt..Flordia !!
Ákvað að taka hana Opruh vinkonu mína til fyrirmyndar og er ferðinni heitið til þangað í sumar og sóóóóól.. sé sundlaugarbakkan alveg í hyllingum.
Mun gista hjá vinkonu minni og verður elsku tölvan með í för.
Hugsaði bara..af hverju ekki!?
Mun gera allt það sama og ég er að gera hér heima, nema í helmingi betra veðurfari..
Svo ljúúúúuúft
<3

Ég er alveg svona núna !



Já ég breytti líka til um helgina og nýtti þetta bætta veðurfar, ætla ekki að segja góða.. Þar sem það er enn langt í sumarið (hélt samt smá að það væri að koma um daginn)

Og smellti mér í hjólreiðatúr með afmælisgjöf til Rósunnar minnar með Ipodinn í eyrunum, virkilega nice og góð tilbreyting að anda að sér fersku lofti en ekki svitanum af manneskjunni á stígvélinni við hliðina á haha..Ég var ALL IN í þessu dressi sem ég græjaði mér, eins og ég hafi verið hjólagarpur allt mitt líf.
Það er klárt mál að ég geri meira af þessu, göngutúrum og útihlaupum þegar veðrið verður enn betra og það sem ég kreiva suuuund :)



Mér leið eins og PRO en systur mínar vildu meina að ég liti út eins og GIMP haha

Það sem ég get vaðið úr einu í annað.. ætla gera það enn eina ferðina og passa að leyfa mynd að fylgja með.
Páskaeggjavalkvíðanum lauk í dag þegar stefnan var sett á Spádómsegg frá GÓU, langar samt enn mikiðmikiðmikið í Bragðarefs Házkaegg.
kv.PáskaeggjaGráðug
Sem minnir mig á það, þegar ég var lítil fékk ég alltaf Ástaregg frá Mónu sem var btw gert fyrir tvo, svo mikil var græðgin.

Barnið vex en brókin ekki eru því orð að sönnu..


Núna er ég farin að bulla of mikið af gleeeeði og græðgi og segi bless í bili.
Fékk góða ábendingu um ræktarlagablogg, það er mission vikunnar þegar ég er búin að takast á við vikuna.. luma alveg á einhverju gucci :D

Þangað til næst

LOVE ALE <3

1 ummæli: