9.4.14

slökun, þakkir og gersemar


Ahhhhh hvað það er gott að vera komin undir sæng í kósýgallan og fæturnar upp í loft !
Man eiginlega ekki hvenær það gerðist seinast svona snemma um kvöld.. ungfrú vill hafa mikið að gera er ekki dugleg að setja sjálfa sig í fyrsta sæti.
EN hingað og ekki lengra :)



Eða allavega ætla ég að byrja á því að slaka meira á, er svo stressuð týpa sem elskar að hafa mikið fyrir stafni haha..
Þetta hefur verið markmið seinustu vikuna og er mér að takast ágætlega til.
Svo þegar apríl er búinn er stefnan að setja mig í fyrsta sæti, er nefnilega svo mikið að gera í apríl að ég hef ekki alveg tíma í það strax.
Inn á milli þess sem ég hef mikið að gera læt ég mig dreyma um strönd, hvítan sand, sól og annað gúrm.

Þrátt fyrir að ég eigi ekki verðlaun skilið fyrir blogg þessa dagana, þá er ég samt búin að vera ofurdugleg að smella inn á milli á likesíðuna mína og hef fullt af hugmyndum sem bíða eftir að líta dagsins ljós:)

Talandi um likesíðuna mína þá verð ég að færa þakkir mínar til allra þeirra sem fylgja mér þar.
Fékk alveg gæsahúð um daginn þegar ég loggaði mig inn og sá meira en 2000 likes og það eiginlega allt íslenskar konur og stelpur á öllum aldri.
Finnst þetta vera svo ótrúlega óraunverulegt, en er jafnframt virkilega upp með mér.
Ég man þegar ég byrjaði mér hana, hafði enga trú á þessu og leið hálf kjánalega, en ákvað að vera bara ég sjálf og gefa mér góðan tíma í að byggja hana upp.


TAKKK SVO INNILEGA MIKIÐ, ÞYKIR EINSTAKLEGA VÆNT UM ÞETTA
<3

Þetta hvetur mig líka áfram í að vera dugleg að halda henni við og fræða aðra með því sem ég hef lært og er enn að læra.


Ég ákvað að vera smá góð við mig um daginn og gefa sjálfri mér gjöf.
Er búin að heillast af armböndum sem nafna mín
Alexandra Helga og fegurðardrottning með meiru hefur verið að hanna og selja.
Fyrir valinu voru þrjú krúttleg og falleg armbönd, langaði samt í fleiri..
Mun eflaust fjárfesta í einu svörtu með hjarta til viðbótar.
Beið eins og lítill krakki eftir pakka á jólunum að fá þetta sent til mín í pósti.
Hægt er að hafa samband við Alexöndru á facebook og leggja inn pöntun.


Svo fínt og fallegt :)

Er að spá í að standa upp og græja mig reddí fyrir daginn á morgun, elska að geta nánast bara labbað út á morgnana með allt reddí í töskum, mat, ræktarföt og annað.
Setti einmitt inn smá skipulagstips á likesíðuna mína um daginn.
Þar sem ég fer út snemma á morgnana og kem seint heim eftir besta tíma dagsins, hardcore æfingu með elsku Ísuflakinu mínu.
Getið séð nánar HÉR // svo er ég alltaf að bæta við meiri fróðleik.



Annars set ég sjálfri mér loforð um að vera duglegri að blogga á komandi vikum.
Þangað til næst

LOVE ALE
<3

4 ummæli:

  1. Nafnlaus9/4/14 10:16

    Hvar fékkstu sokkana sem þú ert í á síðustu myndinni? Er sokkasjúk í ræktinni haha :P

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9/4/14 19:23

    Váá gemmér hendurnar þínar!! sjúklega flott haha :D

    SvaraEyða
  3. Heyrðu ég eeeeeelska svona sokka og poppa upp ræktaroutfittana með þeim, þess keypti ég bara í H&M :D

    Takkkkk svo mikið fyrir fallegt komment :*

    SvaraEyða
  4. Nenniru að blogga um þín uppáhaldslög á æfingum :D ?

    SvaraEyða