2.4.14

sittlítið af hvoru

Það var mikið að ég kem mér í að blogga eitthvað nýtt fínt !

Þessi mánuður er varla byrjaður og ég er strax á haus, sem er ástæða þessa bloggleysis.
Allt sprungið í umsóknunum hjá okkur fyrir komandi mánuð, farðanir, fitnessmótið og tilheyrandi farðanir og ég veit ekki hvað.. best að skella sér í Superwomangallan og hefjast handa :)

Væri samt svo mikið til í að gera þetta bara haha


Annars er bara gaman að hafa mikið fyrir stafni, seinustu helgi var ég myndarleg og henti í dýrindiskökur fyrir afmælið hennar Bellu litlu og skírnina hjá litlu systir hennar.
Katrín ákvað að slá tvær flugur í einu höggi.
Sjaldan mætt í jafn gúrm og flotta veislu, það rúlluðu bókstaflega allir út.

Mitt framlag voru bleikar cupcakes og Hello Kitty til að verða að ósk Bellunnar, svo fengu þær systur pakka í stíl við afmælisherbergið sem Katrín og family gerðu svona fínt.

Mini Katrín Eva fékk svo nafnið Birta Bess.. klæðir hana svo vel.
Finnst svo stutt síðan að Katrín sagði mér að hún væri ólétt af henni, en hér er hún mætt með nafn og alles !


Ég og snúllan saman á skírnardaginn <3

Eftir skírnarveisluna kom svo litla systir okkar í heimsókn til síams að fá kökuafganga og við vorum að syngja með gömlum lögum í nostalgíu, svo eðlilegar
Höfum ekki tekið mynd af okkur lengi saman og vorum að reyna að endurgera þessa mynd af okkur litlum sem misheppnaðist stórlega, en gaf manni magavöðva fyrir árið haha..
Það sem mér þykir vænt um þessa nagga, gott að eiga helgi með öllum uppáhöldunum mínum :)Svo er fitnessmótið um páskana framundan, skrítið að vera ekki að fara keppa.
Akkúrat fyrir tveimur árum er eina mótið sem ég hef pásað frá upphafi, þá var ég að byrja að bulktímabilið ógurlega.
En ég fæ alltaf að eiga smá hlut í þessu og munu stelpur mæta eiturferskar í makeup til mín og Rósu vinkonu klukkan fimm um morgunin og Auður og vinkona hennar sjá um hárið.
Hefur alltaf verið mega stuð hjá okkur.. allar að hlæja, með fiðrildi í maganum og hafa gaman.
Löbbuðu svo eins og Barbiedúkkur út eftir treatment dagsins :)
Verður fínt að sitja út í salnum í þetta skiptið.


Stemmarinn páskana 2012

Talandi um páska!!
Ég er með svo mikin valkvíða hvernig páskaegg mig langar í.. vil Spádómsegg, Freyju drauma eða rís egg og nýjasta nýtt frá Nóa.
Ég þarf alveg að hemja mig í að velja bara eitt !!


Finnst þetta lúkka ! haha

Ekki það að stærsti draumurinn væri að eignast svona og þá væri ég bara sáttust :D

Mikið innilega hef ég lítið að segja, varð bara að setja inn færslu þar sem ég var orðin þreytt á hinni.
Er að spá að vera ofurflippkisi í kvöld og fara snemma að sofa.. vinna og stúss á morgun.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

1 ummæli:

  1. ómæ það vantar svona risa kinderpáskaegg, var einmitt að tala um það um daginn! þá væri á sáttust kv kinderegg fíkillinn <3

    SvaraEyða