25.3.14

Kökur,Nakedselfie&Útlandakreiv

Það er ekki annað hægt en að kreiva útlönd og sól þegar maður lítur út um gluggann þessa dagana, eitt kortertið er snjór og það næsta er komin rigning

Mikið langar mig í sól og að slaka á strönd í hlýju og fegurð 
<3

Væri helst bara til að vera svo mikill flippkisi að leiga mér hús og bíl á Florida og smella mér bara helst í gær ásamt tölvunni minni ,svo ég geti sinnt þjálfuninni líka..
Hversu næs væri það?? :)
Ég verð víst að sætta mig við kuldan í bili þar sem ég er ekki alveg svo flippuð að fara ein að slaka á í Bandaríkjunum.
Í staðin er ég bara heima í sloppsanum, kósýfötum og inniskóm.
Enda fátt sem maður nennir að gera þessa dagana annað en að vinna, ræktast og vera heima í kósý það er bara svo mikið gúrm..
Er vandræðalega mikill kósýlover :/


THE sloppur og THE inniskór // bara til að sjást í heima samt haha

Breytti reyndar út af vananum og kíkti í afmæli á Austur um helgina og hafa gaman.
Fór með Helen og Ástu yndum og fékk líka að skvísa þær upp, málaði þær svona ofurfínt. Samt ekki erfitt að gera svona bombur að enn meiri skvísum hehe


Við þrjár afmælisfínar <3

Og eins og alltaf þá veð ég úr einu yfir í annað..
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að núna er önnur hver stelpa að pósta inn mynd af sér ómálaðri til að vekja athygli á krabbameini og því að fara í tékk.

Ég fékk mína áskorun frá henni Möggu í Make Up Store á föstudaginn..

Ég hugsaði mig tvisvar um, þetta var smá stepping out of my comfort zone..
Ekki það að þrátt fyrir að ég sé förðunarfræðingur þá finnst mér oft bara best að vera ómáluð og svo er alveg eitt það leiðinlegasta sem ég geri að þrífa málninguna af.
Þá þegar maður tekur sig svo til þá er það gaman.

Það eru til fullt af myndum á mér á netinu ómálaðri en að vera ein á mynd ómáluð fannst mér ég vera smá berskjölduð eitthvað, lét samt slag standa og leyfi myndinni að fylgja með hér fyrir neðan.


Finnst þetta virkilega flott framtak, ekki bara til að vekja athygli á þessum frábæra málstað, þar sem ég sjálf á til að láta það sitja á hakanum að fara í þetta regluleg tékk.
En sömuleiðis fannst mér það flott fyrir stelpur til að læra elska sjálfar sig með minni förðun.
Yfirleitt eru þær bara mikið fallegri þannig og náttúrulegri og finnst strákum það oft bara meira heillandi.

Ekki það að ég mála mig bara fyrir sjálfa mig, þegar mig langar að líta vel út.. en þið skiljið vonandi hvert ég er að fara :)Carrie knows it !!


En já er svolítið mikið spenntust fyrir helginni, hef loksins tilefni til þess að baka þar sem uppáhalds Ísabellan mín á afmæli og bíður spennt eftir Hello Kitty köku og svo verður nýjasti meðlimur Bess family skírð og nafnið kemur þá á yfirborðið.. spennandi !!
Hello Kitty kaka og bleikar múffur er komandi mission fyrir það :DHún vildi líka Hello Kitty í fyrra þessi dúlla, eins gott að ég er Hello Kitty kökupro haha

Svo svona af lokum deili ég með ykkur viðtali við mig sem birtist á
Pjattrófunum í gær, mæli með að lesa.

Getur lesið það HÉR :D


Svo segi ég bara þangað til næst elskurnar.
LOVE ALE <3

10 ummæli:

 1. Sæl Alexandra, þessi Hello Kitty kaka lítur sjúklega góð út. Ertu til í að deila uppskrift með okkur lesendum?

  SvaraEyða
 2. Hæ Ale
  Ótrúlega gaman að lesa bloggin þín alltaf!
  Langaði að koma með uppástungu að einni færlsu fyrir þig en það er hvernig þú hugsar um hárið þitt.
  Eins og hversu oft þú þværð það og hvaða vorur þú notar og fl :)

  SvaraEyða
 3. Ég skal smella í eitt köku og hárblogg.. samt ekki saman hehe :D
  Takk fyrir kommentin og ábendingarnar elsku stelpur :*

  SvaraEyða
  Svör
  1. takk sömuleiðis fyrir frábæra bloggsíðu :)

   Eyða
 4. Það er alltaf svo gaman að lesa bloggin þín Ale! :)
  Ég var einmitt líka að velta fyrir mér þessu með hvernig þú hugsar um hárið þitt, hversu oft þværðu það? Eins og þegar þú ert að æfa mjög mikið, ertu þá að þvo hárið eftir hverja æfingu eða? Einnig væri gaman að sjá uppáhalds hárvörur og einhverjar svona hárpælingar :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk svo innilega mikið elsku krútt :)
   Svo gaman að fá svona skemmtileg og falleg komment.
   Ég skal henda í eitt svona blogg... ;)

   love Ale

   Eyða
 5. Hæhæ mig langaði svo að spurja þig í sambandi við veitingastaði t.d í hádeginu er mjög freistandi að skella sér bara á gló eða einhverja heilsustaði. En er þetta í raun og veru hollt? Nú sér maður ekki kal fjölda í réttunum eins og t.d á cualican.. hvað segir þú um þetta :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hæhæ

   Það er reyndar upplýsingum um hitaeiningaranar í Culiacanréttunum okkar, hver um sig er ca. 400 kaloríur.
   Annars er það bara mimsunandi eftir stöðum, mér finnst að flestir ættu að taka þann sið að gefa upp innihaldslýsingar.

   En það er alltaf hægt að velja betri kosti allstaðar, en þá þarf að vera meðvitað um hverju skal sleppa og hverju ekki.
   Eins og t.d. á gló er hráefnið mjög hollt en sumt mjög hitaeiningaríkt, á serrano getur þú hollustuvætt með heilhveitibrauði og sleppa ostinum og snakkinu, saffran að fá sér kjúllan eða vefjurnar (bökurnar einungis um helgar) og svo framvegis.. eins og ég segi mjög mismunandi.

   Best er að hafa góða þekkingu um mataræði til þess að vita hvað eru betri kostir og hvað ekki :)

   Eyða
 6. Oh, hvað mig langar í þennan slopp! Hann lookar oooof kósý!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha ég veit hann er hættulega kósý.. slíkur gripur fæst í Hagkaup :D

   Eyða