6.12.13

ofurbloggari þessa dagana

Ég er búin að taka ákvörðun.. !!! :D
Í desember eftir 2014 verð ég svolítið mikið að fara til Bandaríkjanna og upplifa jólastemminguna þar!Langaði svolítið að fara núna af því ég hætti við að setja stefnuna á Arnold Classic í Bandaríkjunum í mars og tékkaði með flugfar, það kostaði bara heilan handlegg svo ég blés það nú af hjá sjálfri mér haha :)

Það sem ég er æst að blogga haha.. hver er þessi manneskja!?
Ég er að koma sjálfri mér verulega á óvart þessa dagana, þótt ég segi sjálf frá.
Ég tók ákvörðun um að nú skyldi ég nú breyta til, mæta fyrr í vinnuna og þar af leiðandi vera búin fyrr í vinnunni og sömuleiðis æfingu, duglegri að gera eitthvað (get gleymt mér of mikið í kósý heima) og nýta fataskápinn minn betur (alltof auðvelt að fara bara í kósýgallan) og svo meira til..

Til að vera enn duglegri gerði ég samning við Þórunni vinkonu mína og stílista að nú skyldi ég slaka á ræktardurgnum / kósý og standa mig í stykkinu!
Meira segja í morgun í kuldanum þegar ég var að byrja klæða mig í kósýgallan kom Þórunn í huga minn og ég fann frekar eitthvað annað til að fara í :D
Þetta er sko mikill sigur fyrir mig víjj

Keypti mér þetta fína belti einmitt á netinu á 2000 kr á velvet.is
Var búin að sjá mynd af þannig á netinu og fannst það svo kúl.. elska gylltan !

Ef ég sé eitthvað sem mig langar í verð ég sjúk..
Það eru til svona augnskuggapallettur sem heita NAKED frá Urban Decay og fást í Sephora í Bandaríkjunum, líka hægt að kaupa í Bretlandi og nokkrum öðrum stöðum.
Nú þegar hafa nr 1 og nr 2 komið út og þessi nýjasta nr 3 var að lenda..
Ég og allar vinkonur mínar erum
INLOVE svo fallegir litir.


Mæli með að tékka á þessum pallettum

Fyndið hvað maður getur alltaf talað um marga hluti og hluti sem tengjast ekki neitt haha.. en nýjungagirnin í mér er svakaleg.. það má :D

Ég sagði frá því um daginn að ég þráði að eignast Freistingar Thelmu og fjárfestum við í henni á heimilið.. það er sjaldan sem ég hef skoðað jafn girnilega bökunarbók og langaði í nánast ALLT í henni.. hún Thelma náði mér alveg á sitt band.
Klárlega efni í jólapakkana í ár :)Um daginn kom svo nýtt í Perform.is frá ON og ég mætti á svæðið til að fá prufur.Þetta hér er snilld fyrir æfingar, er aðeins kraftmeiri blanda heldur en Amino Energy og gefur smá pump líka, fæ mér svona fyrir flestar æfingar núna..
Kom í tveimur bragðtegundum: Fruit Punch og Pink Lemonade.. að sjálfsögðu á það bleika vinningin hjá mér og systir minni :)


Svo er það þessi nýja próteinblanda sem er ég fæ mér á nánast hverjum degi, auðvitað með súkkulaðibragði.
Er sem sagt blanda af mjólkur, mysu, casein og eggjapróteini og er eiginlega bara eins og gúrm kókómjólk á bragðið, enn betra að setja í smá stund í frystinn áður.

Svo er gaman að segja frá því að það kom út ný Amino Energy auglýsing í seinustu viku. Komin tími til að svissa, enda nánast þrjú ár frá því að fyrri myndin var tekin.
Aðeins búin að breytast í framan og formið sömuleiðis.
Eldri fyrir ofan og nýrri fyrir neðan :)
Læt þetta gott heita í bili.. minni líka á likesíðuna mína er búin að vera dugleg að pósta reglulega inn þar ýmisskonar uppskriftum, makeupdóteríi og fleira.

Annars bara þangað til næst!

LUV ALE :*

4 ummæli:

 1. Þú ert sú sætasta í bænum! :)

  SvaraEyða
 2. Nei þessi palletta er það fínasta! Um leið og ég sá hana á blogginu sendi ég á kærasta minn að athuga hvort hún væri til og þá kaupa fyrir mig, en við búum nánast við hliðina á Sephora í DK (sem er mjög hættulegt!)
  Ánægð með þig að hætta þessum kósýgalla.. svo mikið skemmtilegra að vera fín :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Jáwww hún er flottust.. fann hann hana, þá er ég sko hér og á heldur ekki svona *blikkauaugunum* haha djók.
   En jáwww kósý er ekki að gera sig en samt svo erfitt að hugsa um að kósýgallinn sitji bara inni í skáp í þessum kulda hihi

   Eyða