4.12.13

All I want for christmas...

Þessi desembermánuður er heldur betur að fara fljótt af stað.. finnst hann varla vera byrjaður, en samt alveg að verða hálfnaður haha..

Ég þarf að fara að spýta í lófana er bara búin að baka smotterí og er ekkert byrjuð að spá í gjöfum.
Ég sem eeeeelska að gefa gjafir og pakka þeim fínt inn.. svo gaman að dúlla sér við það:)
Svooo er ég alveg að meta þennan snjó, gerir svona meiri jólafíling en gerir það jafnframt að verkum að manni langar bara að halda áfram að kúra á morgnana undir sænginni og vera bara heima og horfa á þætti hehe..Ég viðurkenni að fólkið í kringum mig hefur rétt fyrir sér.. það er svolítið erfitt að gefa mér gjafir, því ef mig langar í eitthvað safna ég mér fyrir því eða kaupi það, en hugsa mig ávallt vel um áður en ég fjárfesti í hlutunum... sérstaklega þegar þeir kosta marga peninga.

Maður má stundum láta sig dreyma þannig ég ákvað að taka saman draumaóskalistan minn. Ýmislegt sem er kannski aðeins yfir fjármagn jólagjafa en þetta eru bara dagdraumar :))

Hér koma draumarnir..


Flugmiði til USA
Uppáhalds landið mitt, þar sem hægt er að kaupa allt í heiminumgeiminum.
Held ég hafi fæðst í röngu landi er svo mikil Ameríkunaggur :)Gjaldeyri
Næsta skref væri náttúrlega að eiga nóg af pening til að versla allt sem mig langar í.
Held að þetta myndi alveg duga smá..


Bleika kitchenaid
Skil ekki af hverju ég á ekki svona grip, myndi spara mér mikinn tíma, er bara ekki alveg tilbúin að safna fyrir henni er alltaf að safna fyrir svo mörgu í einu.
Væri ekkert verra ef hún væri með blingi.


Bleik Beats heyrnatól 
Þrái að eignast svona fínt í ræktina, mín eru ekki alveg eins gucci og þessi hérna, líður alltaf eins og ég sé að reyna ná sambandi við Mars eða eitthvað af því að ég þarf að hafa þau svo þröng.


Nike air force skó black&white
Like those shoes, nettir !
Pels 
Dreymir um að eignast einhvern flottan aðsniðin pels, svo fínt 


Michale Kors svart úr
Finnst þetta ofurnett og classyHlébarðaslopp
Rak augun í eitt stk þannig í Hagkauð svo ofurkósý.. langarí


Make up dóterí
Langar alltaf í meira svoleiðis, get alltaf á mig blómum bætt hehe


Kósý heilsurúm
Kreiva nýtt djúsí rúm til að lúlla í


Svona gæti ég reyndar haldið áfram !
Og mig langar að blogga svo mikiðmikið meira eins og ég sagði en það er þá bara að fylgjast með..
Set von bráðar inn fleiri uppskriftir, makeuptips og fleira skemmtilegt.
Er að fíla þessa nýju Ale sem fer snemma í vinnuna, klárar snemma og nýtir daginn betur! :)

Þangað til næst
LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli