30.11.13

Nú má segja að jólin séu að koma !

Góðan og blessaðan laugardag ! :)

Újé ég er sko komin í fíling.. það er fyrsti í aðventu á mor
gun og þá má sko segja að jólin séu alveg að koma.



Ég er búin að sitja yfir bökunarbókunum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina með valkvíða, eeen það er svona nokkurn vegin komin mynd á þetta hjá þér... það sem ég elska að baka, svo róandi eitthvað og langt síðan að ég hef gefið mér tíma í það.

Smá brot af bókunum mínum, blöðum og pappírum sem ég hef safnað.


Langar svo líka að bæta þessari dýrð í safnið mitt, það er klárlega mission þessi jólin


Annars tók ég smá forskot á sæluna í gær!
Það eru allir að læra undir próf eða með börn sem ég þekki og engin vildi leika við mig.. Ég tók því málin í  mínar hendur og langaði að prufukeyra Rolomúffur sem ég ætla að hafa í afmælinu hjá mér og systir minni og svo langaði mig svo að prufa að súkkulaðihúða uppáhalds döðlukombóið mitt.


Efniviður gærkvöldsins og lofaði ég uppskrift þegar ég póstaði þessari mynd inn.. auðvitað stend ég við orð mín, þannig here it comes :)

ROLOMÚFFUR ALA ALE 


*Það sem þú þarft er múffu eða eitthver uppskrift að eigin vali, karamellukurl, Rolopakka.

*Í grunnin er hægt að nota í rauninni hvaða uppskrift sem er, eins og t.d. brownies uppskrift, múffuuppskrift eða súkkulaðikökuuppskrift.
Það sem ég gerði var að velja gömlu góðu múffuuppskriftina mína síðan í grunnskóla og hafði hana ljósa til að karamellan myndi njóta sín sem mest og best í deiginu.
Í hana bætti ég svo við karamellukurli frá Nóa Siríus, magnið af því fer svo algjörlega eftir smekk.

*
Eftir að hafa mixað deigið saman fyllti ég múffuformin hálf og setti svo eitt stk Rolo í hvert form.

*Þegar ég var búin að setja Rolo í hvert form setti ég auka deig ofan á sem gerði það að verkum að þegar múffan bakaðist var Roloið fyrir miðju.

*Svona til að vera svo extra PRO held ég að það sé gott að setja ljóst súkkulaðikrem eða krem með karamellu ofan á.
Ég var bara að prufukeyra þetta svo ég gekk ekki svo langt, en mun örugglega gera það næst.

DÖÐLUGOTTERÍ


Þeir sem fylgjast með blogginu mínu hafa kannski tekið eftir því hvað ég eeeelska döðlur, er forfallinn döðlufíkill og finnst mér þá best að kaupa svona ferskar döðlur.
Ég bloggaði um þarna kombóið sem ég fæ mér oft sem preworkout í seinasta bloggi.
Ég ákvað að gera það aðeins meira djúsí og meira nammidaxxx..

Það sem þú þarft í þetta mission er ferskar döðlur, hnetusmjörið frá H.Berg ég elska það og gerði úr því en systir mín vildi Sollu, svo er það banani og rjómasúkkulaði frá Nóa af því það er bbest.

*Byrjaðu á að bræða súkkulaðið þannig það sé reddí þegar þú ert búin að græja döðluna.

*Skera döðluna fyrir miðju og taka steininn úr, slumpa góðri slummu af hnetusmjöri í hana (af því þetta er nammidaxx þá má setja meira)

*Stappa bananskífur ofan á hnetusmjörið.

*Velta döðlunni svo upp úr súkkulaðinu, ég vara við að það getur verið mjög messy, ég endaði öll út í súkkulaði á höndunum en það er vel þess virði haha..

*
Smella þessari dýrð inn í frystinn og borða svo með bestu list, það er betra þegar þetta hefur verið góðan tíma í frystinum þá verður þetta svona meira crunchy.

Svo er bara að njóta =)

Annars segi ég bara eigið góða helgi og njótið fyrsta í aðventu með fjölskyldunni og smá gotteríi.. ég er farin á æfingu að taka á því.

Þangað til nææææst !

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli