27.11.13

makeup, jól, stelpuherbergi og fleira

Mér finnst ég hafa endalaust til að skrifa um, er alltaf að reka augun í eitthvað spennandi og svo eru náttúrlega jólin framundan, áramótin, ég og systir mín ætlum að halda afmælið okkar og fullt fleira..
Þarf alveg að vanda valið hverju sinni, en það getur alltaf komið annað blogg eftir þetta haha :)

Ég líka elska bara að dúlla mér og hafa eitthvað fyrir stafni svo ég er dugleg að finna mér eitthvað að gera.. seinustu vikuna hef ég verið í hlutverki innanhúsarkitektur haha..
Væri svolítið mikið til í að vinna við að gera herbergi fyrir litlar stelpur því bleikt er mín sérgrein, kannski ég leggi það bara fyrir mig.
Get alveg gleymt mér í mínum hugsunum :))

Ástæðan fyrir því að ég hef verið í því hlutverki er sú að systir mín er eitt það sem ég elska mest í heiminum, veit stundum ekki hvar ég væri án hennar, hún er nánast eins og kærastinn minn, nema hún sér ekki um að kúra svo það þarf enn að fylla upp í þá stöðu haha..


Allavega þegar ég flutti aftur til foreldrahús (mömmu) eftir 4 ár búandi, kom hún með mér og var þar, þrátt fyrir að eiga herbergi hjá pabba.
Hún var því ekki með herbergi hjá mömmu sem var ekki að ganga og ákvað hún að fara aftur til pabba.
Ég eitthvern vegin gat ekki ímyndað mér að vera án hennar og ég átti líka enn mitt herbergi hjá pabba svo ég fór með henni.
Tókum það herbergi í gegn og er ég búin að gefa mér viku í að gera það að mínu.
Ég þurfti bara að klára það alla leið og er það mögulega eitt það stelpulegasta fyrir 25 ára stelpu en það mááá..

Verst að skápurinn er hugsaður fyrir manneskju sem á ekki mikið af fötum, þannig ég þurfti að leggja leið mín í Rúmfó að kaupa fatargrind.. lúxusvandamál og sömuleiðis hvatning fyrir mig til að hætta að nota kósýfötin og klæða mig fínt á daginn.

Það besta er að nú tekur mig einungis tvær mínútur að komast í vinnuna og er því einungis skrifstofan á milli götunnar minnar og götunnar sem Katrín býr.. mjög hentugt :)

Smelli með mynd af herberginu eins og það var hjá mömmu, það var talsvert stærra en það sem ég er í núna.
Langaði einmitt í sama texta og ég var með þar en hugsaði að ég þyrfti annan sem er einn minn uppáhalds og meira powerful.

GAMLA


VS. NÝJA


Textinn er fyrir ofan rúmið, erfitt að taka myndir svo líti hehe :)

Það verður svolítið skrítið þessi jólin að vera ekki með sína eigin íbúð.. ég elska að skreyta, baka og gera kósý.. tala nú ekki um fallega jólatréið mitt sem ég var búin að safna svo flottum hlutum á.. en það er í geymslu fyrir nána framtíð.


Svo fínt <3

Og það sem ég hlakka til að baka og stússast, fer alveg í zooone þegar ég kem í Hagkaup og sé allar bökunarbækurnar og nammið sem jólunum fylgir.. og kem út með aðeins meira en ég ætlaði mér, en það er reyndar alltaf þannig.
Ég er svo með valkvíða yfir hvað ég á að baka er með svo mikið af uppskriftum, en það eru ekki jól án þess að baka sörurnar mínar.
Í fyrra gerði ég þær með hvítu súkkulaði líka, kýs að kalla þær perrasörur.. fyrir lengra komna.


Og eitt af því sem mér finnst svo gaman við desember að það er alltaf nóg að gera í förðununum, elska að farða og er alltaf að taka að mér samhliða fjarþjálfuninni..
Er byrjuð að taka niður bókanir fyrir jólahlaðborð, útskriftir og er gamlársdagur fljótur að fyllast, er nú þegar komin með nokkrar bókanir..
Mæli því með að panta tímanlega.
Það er hægt að skoða albúmið mitt HÉR og senda mér póst í gegnum facebook.
Fæ svo kannski að mála einhverja vinkonu mína og koma með tips í bloggi fyrir jól og áramót.


Okei ég gæti skrifað svo mikiðmikiðmikið meira.. en ætla að fara úr öllu þessu yfir í eina grein sem ég rak augun í á facebook um daginn.

Finnst þetta virkilega góð lesning og ánægð að einhver kom inn á þetta.. þessi grein fjallar um það keppnisformið og hvernig formið er off season, en það er alveg svart og hvítt.
Margir gera sér ekki grein fyrir að það er ekki hægt að líta út eins og sviðsformið er á daglegu nótunum.

Mér fannst líka alveg hreint magnað að sjá konu eins og Andreu Brazier off season!!
Oft eru þessar erlendu skvísur bara að pósta inn myndum af sér og eru þær alltaf bara í einhverju helluðu keppnisformi, sem gefur svo ranga ímynd af þessu öllu saman..
Það er fínn millivegur þarna... og ég þoli ekki motivation myndir með riffluðum kvið, það er engin með rifflaðan kvið þegar hann er ekki að fara keppa eftir korter..
Þannig að það er engin hvatning í því fyrir venjulega manneskju.
Mun meira raunhæft að vera með mótaðan kvið off season eða sem venjuleg manneskja.. gullni millivegurinn er alltaf bestur það er bara þannig :)Allavega mæli með að lesa þessa grein HÉR

Ætla láta þetta gott heita í bili..
Þangað til næst stayy tuuuned

LUV ALE :*

4 ummæli:

 1. Elsa Mjöll27/11/13 22:26

  Æðislegt alltaf að lesa hjá þér :)

  SvaraEyða
 2. geðbilað jólatré!

  SvaraEyða
 3. Ég skal passa jólatréð þitt um jólin kv Helga Finns

  SvaraEyða
 4. Haha Helga ekki málið og takkkk allar saman <3

  SvaraEyða