11.12.13

Jóló og gaman

Það sem mér líður eins og ellismelli sem er eftir á í lífinu þessa dagana !!

Það er bara önnur hver manneskja á facebookinu mínu að trúlofa sig eða ólétt!
Meðal annars bestu vinkonur mínar líka.. haha
Minnti mig á kvót sem ég sá einhverntíman og fann það svo til að pósta hér með.
Nákvæmlega svona líður mér :D



Ekki það að mér líður bara mjööög vel með það, en þetta segir manni að maður er nú ekkert unglamb lengur takk fyrir haha
Fyrir utan það eru allir í skóla nema ég og í prófum sem klárast brátt og get ég ekki beðið eftir að endurheimta margar vinkonur mínar og eiga glaðan dag með þeim :)

Þar sem að ég hef verið köttur (í kötti fyrir mót) þegar ég og systir mín höfum átt afmæli og þar af leiðandi ekki getað haldið almennilega upp á það, ákváðum við að bæta það svo sannarlega upp og smella í eitt stykki partý eftir að allir myndu klára prófin újééé


Fórum í shoppingmission um helgina og keyptum Hello Kitty dúk, servíettur og blöðrur, við ætlum greinilega að hafa barnaafmæli !?!
Svo ætla ég að sjálfsögðu að baka og mun smella í eitt stk frægu Hello Kitty kökuna þar sem flestar stelpurnar eru æstar að smakka hana.. brownie með hvítu Toblerone, gerist ekki meira gúrmei, verður að vera alvöru veisla haha
Mikið sem ég hlakka til að taka mig fínt til !!! víjjj


Hún Julia vinkona mín er með þetta !


Haha afmælispartýið verður eitthvað í svipuðum dúr og hjá litlu Bellu hennar Katrínar fyrr á árinu.
En það mááaá :D


Þetta verður svo mikil SNILLD og gaman..
Seinast þegar ég var í partýi drógum vip fram málbandið til að athuga hver var með stærsta bísinn.. alveg eðlilegt svona á djamminu þegar margir ræktardurgar koma saman haha



Ég og Ásta ræktardurgar með meiru fórum með sigur úr bítum haha

Svo ætla ég að fara henda mér í jólagírinn eftir þessa helgi og halda áfram jólabakstrinum og kannski byrja að að versla inn gjafir.

Er bara komin með marengstoppa sem ég setti í Kornfleks og karamellusprengjur gucccci og karamellusmákökur.. þarf að spýta í lófana, er ekki að standa mig eins vel og á seinasta ári hvað baksturinn varðar.. svo er náttúrlega Sörumissionið mikla eftir.. allt að gerast :)

Til að koma mér betur í gírinn setti ég jólastöðina á í vinnunni um daginn og mikið er til af leiðinlegum jólalögum, dróg frekar úr því að ég kæmist í jólafíling !!
Þarf kannski að henda upp einni jólaseríu á skrifstofuna til að ýta enn frekar undir stemminguna hehe..
Katrín sagði að ég mætti koma með jólatréið mitt elskulega sem er í geymslu hjá ömmu eftir að ég flutti.. kannski ég taki hana bara á orðinu ??




ÚÚÚ JÓLÓ !

Finnst bara svo leiðinleg stundum þessi geðveiki í fólki í kringum jólin, maður fer í Kringluna og það er allt mooooorandi í fólki sem gengur mann niður í æsingnum og allir að missa sig í gleðinni..
Engin stæði og allir á þeytingi.
Held að ég powershoppi bara einn dag og sé þá góð, skrifa niður lista.
Ég er svo mikill ofpælari hvað gjafir varðar því mér finnst hugurinn skipta svo miklu máli. Svo er ég ár og aldir að pakka þessu inn því ég dúlla mér svo mikið hehe..
En það er bara hluti af allri gleðinni !


Jólapappírinn í fyrra Hello Kitty style hehe

Og hey já á maður ekki alltaf að gefa sjálfum sér jólagjöf!?!
Ég allavega heyrði það eitthverstaðar, svo ég þurfti auðvitað að vera með í því.



VÍJJJJJJ Ameríkusjúk fær að njóta sín í febrúar.. hlakka mest til í heiminumgeiminum :)

Er meira segja byrjuð að skrifa niður innkaupalista fyrir must buys.. haha



En læt þetta gott heita í bili..
Þangað til næst

LUV ALE :*

4 ummæli:

  1. Væri gaman ef þú myndir deila einhverju spennandi af listanum :D kv önnur Boston sjúk!

    SvaraEyða
  2. Það get ég gert ;)
    Það er mission fyrir eitt stk blogg.. smelli i þannig eftir jólin

    SvaraEyða
  3. Gleymdir að kaupa miða fyrir Tótu og plús- ekki sjéns að 23 cm bísinn taki þátt í svona bískeppni næsta Lau :(

    SvaraEyða
  4. Hahaha Þórunn!!
    En bíddu 23 cm þá kemstu ekki inn.. það er bara yfir 27 cm.
    Reddast kannski ef þú tekur góða handaræfingu fyrr um daginn

    SvaraEyða