21.12.13

korter í jóló

Ég hef verið á þeytingi eða í bugun til skiptis þessa vikuna og farið að sofa klukkan tíu flest kvöld eins og meðlimur á elliheimili, svo færslan eftir gleði seinustu helgi hefur fengið að sitja á hakanum.
Hér er ég mætt tvíelfd að bæta þetta upp :D

Eins og ég sagði í blogginu fyrir neðan ákváðum ég og systir mín að halda eitt stykki afmælisveislu, smá svona í seinna lagi þar sem ég var í undirbúningi fyrir mót þegar þau voru fyrr í haust.
Okkur langaði nefnilega að halda partý og hafa gaman og það er alltaf skemmtilegast þegar það er eitthvað gott tilefni til þess.
Finnst svo leiðinlegt að djamma eða slíkt bara upp úr þurru.. þegar maður gerir það svona sjaldan er það líka alltaf gaman :D

Ég gerði Hello Kitty afmælisköku sem svoleiðis slóg í gegn og kláraðist !
Svo voru múffur með Rolo inn í og Nutella súkkulaðikremi á borðstólnum og snakk.
Við vorum með allar skreytingar í þema við kökuna og það hefði frekar mátt halda að við værum að fara halda upp á fimm ára afmælið okkar frekar en 25 ára og 23 ára... jebbs eldgamlar.. !

En ef maður er að halda veislu, af hverju ekki að vera ALL IN bara.. hihi


Að sjálfsögðu þurfti maður að vera fín á svona merkilegu kvöldi og var svo gaman að taka sig fínt til.
Ég verð seint kölluð djammari ársins og var í kjól sem ég keypti fyrir ári síðan í Kiss, hann var ennþá með verðmiðanum á !!! haha
Hef einmitt fengið fyrirspurnir um hvar ég keypti hann, svo fann ég svipaðan kjól, ef ekki sama á netinu HÉR.


Svo var Ísa fínust líka í kjól sem hún keypti á netinu hjá Shop a Trend sem hægt er að finna á facebook HÉR - fullt af gullfallegum kjólum og alltaf að bætast við nýtt vikulega sem hægt er að panta.. elska svona netverslanir.


Ég málaði okkur létt og fínt með áherslu á flottan kisueyeliner.
Svo var það rautt naglalakk og uppáhalds rauði varaliturinn okkar MAC RED.
Alltaf svo classy og ogguponsu sexy að vera með rauðan varalit :)
EKTA jóló varalitur !



Fengum svo miiiiikið fínt í gjafir og skemmtum okkur alveg konunglega þetta kvöld.
Takk aftur innnnnilega stelpur ! :*

Fengum meðal annars
Sleep in rollers sem mig er búið að langa svo mikið í.
Það eru svona mjúkar rúllur sem þú getur sofið með og vaknað með fallega liði daginn eftir.
Ætla að prufa að smella þeim í mig á morgun þegar ég tek gott tjill og baka loksins langþráðar Sörur víjjjjj !


HÉR er hægt að skoða Facebook síðuna með rúllunum, fást líka í Hagkaup í Kringlunni.

Ég trúi annars ekki að það sé korter í jól og að detta í nýtt ár... tim flies!
Það verður ljúft að slappa smá af og hafa það kósý yfri jólin.

Erum búnar að vera á fullu að græja fyrir komandi ár í vinnunni þar sem að við viljum alltaf mæta sterkari til leiks ár hvert og eru fyrstu mánuðirnir með þeim stærstu yfir árið.. ég er mjög jákvæð og spennt fyrir því sem koma skal hjá okkur :D
Það eru líka búin að koma svo mörg falleg komment til okkar þessa dagana þar sem árið er að líða, lennti í því að stelpa labbaði upp að mér í ræktinni og faðmaði mig fyrir allt sem við höfum gert fyrir hana og svo fékk ég líka krúttlega gjöf frá einni í ræktinni um daginn, með svo fallegu korti.
Ég bara get ekki annað en verið stolt af því að hafa fengið að vera hluti af Betri Árangri og því sem að þjálfunin er orðin
<3
Þykir óendanlega vænt um hana og þær sem eru í þjálfun, algjör forréttindi.


Gjöfin sem ég fékk Ameríka í poka, kósýsokkarnir verða sko sparaðir fram á aðfangadagskvöld.

Höfum það kósý þessa dagana með jólatónlistina á í vinnunni ég í náttfötum og slopp og Katrín korter í að fara fæða, við erum aðeins of fyndið kombó.



Hér er það sloppurinn eða Hefner eins og ég vil kalla hann, líður eins og Hugh Hefner þegar ég er í slopp.. man eftir þáttunum með honum og skvísunum hans, hann sást ekki í öðru en slopp maðurinn.
Það er mjög ljúft að geta verið bara eins og heima hjá sér í vinnunni :)

Þar sem það er svo stutt í jól var komin tími á það að ég færi að henda mér í jólagjafamission, því var ég búin að fresta aðeins of lengi, meikaði bara ekki að byrja haha..
Var í sex tíma á hælaskóm (
af hverju fór ég að versla jólagjafir á hælaskóm!?! ) á fimmtudaginn og náði svona nánast að klára allt saman, tók góða brennslu í leiðinni og fékk harðsperrur í kálfana daginn eftir haha...
Á bara rétt svo eftir að fínpússa gjafirnar núna og dúlla mér við að pakka inn.
Mér finnst líka best að gefa mér góðan tíma áður en ég legg í hann og skrifa niður það sem ég er að spá svo ég labbi ekki inn í næstu verslunarmiðstöð eins og eitt stórt spurningarmerki.
Er virkilega sátt með allt og auðvitað fann ég fínan pappír og kort til að allt sé í stíl.
Ætla að leyfa Hello Kitty að eiga frí þessi jólin og fann svona krúttlegt í staðin, meira jóló en bleiki Hello pappírinn frá því í fyrra.


Fékk skammir frá Þórunni vinkonu og stílista fyrir að vera í sloppsanum þannig ég varð nú að hysja upp um mig buxurnar og dressaði mig betur upp í vinnunni í gær haha...
Ég komst að því að maður á ekki alveg að henda öllum fötum eða gefa frá sér, nema svona dóti sem er bara one hit wonders.. flest kemur í tísku aftur !



Keypti skóna, jakkan og bolinn sem ég var í 2009 eða eitthvað og þetta er bara búið að vera tjilla inn í skáp.
Svo verður eitt af áramótaheitinum að mæta sem minnst í sloppsa og kósý í vinnuna, sem verður svo sannarlega erfitt.. langar helst bara að eiga Weezo galla og miiiikið sem ég væri til í að eiga einhvern nettan pels þessa dagana.

Minni annars á ef þú ætlar að bóka tíma í förðun að það eru eitthverjir tímar lausir fyrir Gamlársförðunina :)
Getur skoðað nánar HÉR.

Svo ætla ég að vera dugleg að setja inn förðunarfærslur, kannski tips fyrir jólin, eitthvað um tísku, mataræði og fullt fullt fleira á komandi tímum.. er virkilega spennt !
Langar að setja inn svona outfit dagsins og fleira gaman.. væri líka skemmtilegt að heyra hvað lesendum finnst gaman að lesa um og væru til í að sjá meira af.
Það er hægt að kommenta undir þessa færslu án þess að þurfa skilja eftir nafn.. finnst það svo gaman og kann virkilega að meta það.

Annars ætla að smella mér í ræktarfötin núna og taka góða durgaða æfingu, ekkert gefið eftir um jólin.
Það er alltaf
MINN tími dagsins að taka vel á því :D
Svo er ég að fara í langþráða litun og klippingu á eftir ómææææ!

Eigðu ljúfa helgi og fylgstu endilega með.
Þangað til næst

LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Mjög áhugavert og skemmtilegt að lesa um mataræði, tísku og uppskriftir - reyndar mjög gaman að lesa allt sem þú skrifar :) geggjaður kjólinn, var búin að sjá hann hjá Coral og langar hrikalega í hann :) keep up the good work
    Jólajólakveðja
    Bylgja

    SvaraEyða
  2. Gaman að lesa. Finnst áhugavert að sjá uppskriftir. Þú átt líka marga fallega hluti og finnst mér gaman að sjá myndirnar. Kv. Thelma

    SvaraEyða