24.12.13

Gleðileg jól elsku lesendur

ÓJÁ það er komið að því.. jólótime ! :)
Ég er eitthvað spennt og í góðu skapi þannig ég skrifa smá með jólakveðjunni víjj..

Er eitthvað búin að eiga erfitt með komast í jólafílinginn þetta árið.
Það var ekki fyrr en í fyrradag þegar ég bakaði Söurnar mínar að mér fannst jólin virkilega vera að koma, man það fyrir næstu jól.
Var á fullu með tvöfalda uppskrift til tvö um nóttina að baka þessar elskur, engin lömb að leika sér við þessar Sörur, þetta er bara fimm tíma bakstur takk fyrir.

Svo gerði ég limited edition með hvítu súkkulaði sem ég og litla systir mín köllum Perrasörur fyrir lengra komna haha.. það verður ljúft að renna þessu niður yfir jólin.


Sörurnar í öllu sínu veldi.

Í gær voru svo jólahreingerningar gerðar til tvö um nóttu.. eðlilegt heimilislíf.
Allir á heimilinu í svefngalsa og hafa gaman!
Ísa og pabbi fengu svo það verkefni fyrr í vikunni að fjárfesta í jólatréi, þar sem restin sá um innkaup og annað dúllerí.
Það var ekki enn komið upp í gær svo hinn helmingur heimilisins greip til annara ráða og smellti þessu fagra plastréi á gólfið sem var upprunalega jólaskraut á borði..

Spurning hvort að það endi sem hið endanlega jólatré eða þau reddi málunum í dag?!
Þetta tré er kannski of stórt? haha


Annars er ég hér að rúlla heim úr vinnunni, gott að skilja vel við allt saman yfir jólatímann.
Jólaæfingin var tekin með lillu syss og Auði, vinna inn fyrir öllum gúrmei matnum.
Vorum það helþykkar og meeega ferskar klukkan átta í morgun.


Ég ætla svo sannarlega að njóta jólanna í botn í faðmi fjölskyldynnar og borða gúrmei mat, en ég hef ávallt þá reglu að allt er gott í hófi, græðgin getur stundum farið með mann.
Það gefur bara illt í mallan og foodbaby sem er ekki þess virði.

Við systurnar hentum í eitt stk jólómynd í svefngalsa og tiltekt í gær sem fær að fylgja.
Með okkur á henni er Bóbó jólabangsi sem Ísa fékk í jólagjöf eitt árið haha..


Annars bara langar mig til að óska ykkur gleðilegra jóla lesendur kæru og vona ég að þið hafið það ljúft yfir hátíðarnar í faðmi fjölskyldunnar.
Njótið jólanna í botn, þau koma bara einu sinni á ári <3



Ykkar einlæg
LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli