23.11.13

Back again eftir færsluna miklu

Orð fá því ekki lýst hversu mikið það snerti hjarta mitt að fá komment á seinustu færslu og hversu margir gáfu sér tíma í að skoða færsluna og lesa.
TAKK INNILEGA
fyrir öll fallegu orðin og fyrir að fylgjast með mér <3

Það var líka bara virkilega gott eitthvað að koma öllu frá sér í eina færslu, þannig fannst mér ég fá svona closer á þetta mót og öllu því sem fylgdi.
Var samt ekki alveg að tíma að skrifa nýja færslu strax, heldur leyfa þessari að vera aðeins.


Kötturinn alsæll upp á sviðinu, formið sem ég hef ár til að bæta :)



Ég er búin að anda mun léttar þessa vikuna og er strax byrjuð að vinna í enn frekari bætingum, enda er það að æfa bara hluti af mínum degi að mæta og taka ræktardurgsæfingu.. að sjálfsögðu hvíli ég samt alltaf 1-2 x í viku það er must.


Á mánudaginn fékk ég í hendurnar æfingaplan sem Katrín græjaði fyrir mig með bætingar í huga sem við ræddum eftir mótið núna í nóvember.
Áður hef ég bara skipt niður og æft eftir mínu höfði.. gott að fá einhvern annan til að hugsa um sig til tilbreytingar.
Þetta er alveg hardcore æfingarplan með bleikum litum ti l að fitta við mig.
Er búin að rúlla yfir alla dagana nema einn og get varla hreyft mig fyrir harðsperrum..
Ég bíð þær svo sannarlega velkomnar, þetta er svona góð/vond tilfinning, veit allavega að ég er að taka veeeel á því.




Það besta er að fá loksins að borða aðeins meira djúsí mat..!
Er búin að fara nokkrar ferðir og fá mér burrito.. það er bara eitt uppáhalds.
Svo er ég búin að sanka af mér fullt af uppskriftum og hugmyndum sem ég er spennt að smakka, sem betur fer hef ég alveg heilt ár í það mission.


Eitt sem ég get ekki hætt að borða eru stóru fersku döðlurnar úr Hagkaup, fann til gucci kombó sem ég fæ mér fyrir æfingar, tvær svona hnulla stórar döðlur, skornar í tvennt, smurðar með smá hnetusmjöri og banani settur ofan á.
Það er samt eiginlega must að nota þetta hnetusmjör sem ég var að kynnast, finnst það muuun betra en Sollu, meira mjúkt og gúrm.. mæli með því.




Miklu mýkra og meira djúsí.. verð svo að smakka hitt tvennt líka.

Eitt sem ég elska að gera á kvöldin fyrir svefnin er að rúlla yfir Pinterest í símanum eða tölvunni, var enn meira vinsælla í köttinu hehe
Uppáhalds dálkarnir mínir eru matarflokkurinn og tískuflokkurinn.
Enda get ég stundum misst mig í að skoða í matvörubúðum og finnst ekkert leiðinlegt að bæta nýju við fataskápinn.
Ég skoða þetta með stjörnur í augunum og pinna allskonar vitleysu.. leit einmitt yfir mataralbúmið mitt og það er allt fljótandi í súkkulaði..
En það hefur gefið mér margar góða hugmyndir... þarf bara bleika Kiiiittchen til að vera duglegri að henda þeim í framkvæmd.

Eina bestu hugmynd sem ég hef fengið fékk ég eftir eitt svona session.
Seinustu helgi fór ég á nammidegi að kaupa mér Vesturbæjarís og mætti á svæðið með Nutellakrukku og fékk stelpurnar til að setja út í bragðaref ásamt banana, mars og þrist...
Þetta kombó.... 

Ég á ekki orð, það bbbbbbesta sem ég hef smakkað.
Er svo mikið að fara fá mér aftur á eftir þegar ég er búin með brútal æfingu haha :D




Sáttust í heimigeimi með þessa snilld :D

Svo er ég mega spennt að fara baka, veit samt ekki hvernig ég ætla hafa tíma fyrir að borða þetta allt. en mun allavega henda í eitt síðbúið afmæli þar sem ég var köttur þann daginn eins og öll seinustu ár og galdra eitthvað gott fram fyrir gestina.
Held ég komist ekkert hjá því að gera Hello Kitty köku, svo langar mig að baka múffur með ROLO inn í !


Come to mama.. gera kannski bara Nutella krem með?? haha

Held ég láti þetta allavega gott heita í bili, fannst tími til komin að setja eitthvað nýtt inn, bara til að láta vita af mér.
Svo mikið sem ég get skrifað um, jólin að koma og eintóm gleði.

Þangað til næst
LUV ALE :*

3 ummæli:

  1. Elska þetta döðlu kombó, hlakka mikið til að fá mér þetta fyrir æfingar, algjört nammi :) hefði sko aldrei trúað því fyrr en ég smakkaði

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hehehe snilld !
      Það er aðeins of gott, ætla prufa súkkulaðihúða það næstu helgi :D

      Eyða
  2. Katrín Eva25/11/13 12:36

    Harðsperrurnar þínar veita mér MIKLA gleði. Ég fæ eitthvað útúr því að vita af þér taka almennilega á því í gymminu... gleyma þessum chatt laugum !!!

    ... þetta var án efa eitt mesta brutal plan sem ég hef gert... back to basic ... það er það sem VIRKAR

    Have fun litlan mín :*

    SvaraEyða