8.11.12

Arnold Classic Europe

Það eru ófá skiptin sem ég hef ætlaði að byrja á færslu um mótið og allan undirbúning fyrir það en ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja.

Betra seint en aldrei svo hér kemur það !

Mig langar mjög mikið til að skrifa um það ferli sem ég gekk í gegnum í sumar því það var einn mesti tilfinningarússíbani sem ég hef nokkurn tíman gengið í gegnum og hef ég því ákveðið að það er eitthvað sem á skilið sér færslu fyrir sig þegar ég veit hvernig ég vil koma orðum að því :)

Eftir hvert einasta mót sest ég niður með Katrínu, ekki leiðinlegt að besta vinkona manns er þjálfari manns líka, og við ræðum hvað henni finnst mega bæta og hvað mér finnst ég sjálfri geta bætt.. því gott er alltaf hægt að gera betur og ég vil alltaf mæta sterkari til leiks.
Stefnan eftr síðasta mótið mitt í mars var því í rauninni strax tekin á mikla uppbyggingu og mögulega keppa svo um haustið..
Ég veit ekki hvernig ég þorði þessu í fyrsta skipti þegar ég gerði þetta en frá því ég byrjaði í þjálfun sem lítill hokin rækjunaggur fyrir tveimur árum hef ég annaðhvort verið köttur (sem sagt í niðurskurði) eða í bulki (þynging, uppbygging).
Og hér var ég mætt eina ferðina enn í uppbyggingu í mars síðastliðnum, þannig ég hef sem sagt aldrei getað borðað í venjulegum hlutföllum eins og allir gúrmei matseðlarnir sem ég geri í vinnunni minni hehe..
EN
þetta er val sem ég tek sjálf af því mér finnst ótrúlega gaman að sjá líkamann mótast og breytast og ég hef komist að því að ég er alveg ansi metnaðarfull manneskja í öllu sem ég tek mér fyrir hendur :)

Annars til að halda áfram um það sem ég ætlaði að skrifa þá var það ferðin til Spánar á Arnold Classic Europe.

Í þetta skiptið var ég svo ótrúlega sátt að í fyrsta skipti væri Katrín á með í för, og var stór hópur sem fór frá okkur hjá Betri Árangri.
Ferlið fyrir þetta var langt og strangt bæði fyrir mig og hina í liðinu sem við útnefndnum sem
TEAM Awesome..
Þar sem evrópskalúkkið er yfirleitt töluvert harðara en gengur og gerist annarstaðar og var það bara challenge fyrir sig.
Ég var akkúrat spennt að sjá bætingar og hvort ég gæti virkilega staðið við hliðina á þessum hrikalegu skvísum sem ég hefði séð á mótum erlendis.


*MIÐVIKUDAGURINN - FERÐIN HÓFST*




Ferðin byrjaði svo vel að ég SVAF næstum yfir mig eftir að hafa verið sveitt að elda og pakka niður um nóttina haha, greyjið Margrét Lára og kærastinn hennar Birgir sem ætluðu að fá far að bíða eftir mér og því brunað upp á völl eins og formula 1 kappakstursmaður.
Þegar við komum svo á svæðið þá auðvitað var ég með yfirvigt af mat og svo tekin í tollinum og gramsað ofan í töskunni minni.
Þarna hugsaði ég að ferðin gæti mögulega ekki versnað, en hefði heldur betur ekki átt að hugsa slíkar hugsanir því þegar ég flugvélina kom var mér allt í einu svaka bumbult..
HVAÐ GERÐIST!?!?

já takk fyrir fékk gubbupest og sat með óráði inni á klósetti alla flugferðina í kolvetnissvelti og vatnslosun.
Ég hélt ég yrði ekki eldri og ætlaði nú bara að hætta við þá og þegar.. þar sem ég þurfti svo að fara að kjammsa á ókrydduðum bringum og hvítum og slurka ofan í mig restinni af lítrum dagsins.
Ég lét það ekki stoppa mig.. við mættum fersk til Spánar öll sömul og tókum sight seen um óbyggðir Madrid bara svona til að bæta ferðina aðeins meira.. en það er þökk sé elsku GPS tækinu haha.. 
Þar tók Magga Edda við okkur í íbúð sem við leigðum á besta staðnum í bænum. svo það var nú eitthvað gott sem gerðist :D


*FIMMTUDAGURINN*

Vöknuðu allir mega ferskir og skoðu sig um og gerðu sig til fyrir hæðarmælingu.
Þann daginn átti
meistari Bess einnig afmæli :)
Við mættum fersk í mælingar og fórum svo heim og hvíldum fyrir komandi átök.


Katrín gaf Magga snilldar gjöf, hlírabol fyrir gymmið með kvóti sem hann segir oft og mynd af honum framan á.
Í kjölfar þess birtist grein um gjöfina og var
Katrín kölluð vaxtarræktarkona, ég bíð spennt eftir að sjá hana á sviði sem slíka hehee...




*FÖSTUDAGURINN*


Vöknuðum við stúlkur hvorki meira en minna klukkan fjögur um nóttina og var ég mjög glöð að það var komið að kolvetnum víjjjjjj :)
Stelpurnar settust í stólinn hjá mér hver á fætur annari og skvísaði ég þær upp fyrir komandi átök.




Margrét Lára - Magga Edda og Kristín bikinibombs í Team Awesome 

Ekki leiðinlegt að vera erlendis að keppa og hafa make up artist og nörd eins og mig með í för.
Enda var ég líka mega sátt með lúkkið á þeim öllum og gaman að eiga þátt í að þjálfa þessi yndi líka.
Stelpurnar rúlluðu niður í höll þar sem mótið fór fram og við tók skvísun upp á mér og Katrínu.
Mótið var ekkert sérstaklega vel tímasett þannig þær fóru ekki á svið fyrr en sirka 3 tímum  eftir að þær áttu að mæta.

Það voru allar íslensku stelpurnar stórglæsilegar og náði Hafdís 3.sæti í unglingaflokki í fitness og Aðalheiður 6.sæti í hæðsta flokki í bikini.
Samt sem áður stóðu allar íslensku stelpurnar sig eins og hetjur og erfitt að keppa í sporti sem er dómaraíþrótt, það er ekki bara hægt að hlaupa fyrstur í mark


Þær voru flestar að mæta á sitt fyrsta erlenda mót og voru skvísurnar sem þær voru að keppa á móti alveg gallharðar og grannar, eitthvað sem við erum ekki vön.. gaman að sjá munin á hverju þeir sækjast eftir í Evrópu og USA .
Er svolítið tvennt ólíkt :)

*LAUGARDAGUR*

Þann daginn keppti restin af Íslendingunum, Maggi í vaxtarrækt og ég, Hugrún og Einý í bodyfitness kvenna, allar í sama flokki.
Dagurinn bryjaði snemma eftir litla hvíld deginum áður.
Ég var líka búin að þurfa hafa svo mikið fyrir köttinu og leggja alla mína orku í líkamann að ég gleymdi meira segja að spá í make upinu áður.. sjaldan sem það hefur gerst.
En ég græjaði eitthvað í grímuna og mættum við fersk niður í höllina um eitt leytið og við tók ógurlega löng bið og undirbúningur og óskipulag en að lokum fengu allir að skella sér á sviðið.




Hugrún, Einý og ég 

Ég hef alltaf það sem markmið að vera besta útgáfan af sjálfri mér þegar ég keppi og bæta það sem mig langar að bæta svo ég sé sátt með sjálfa mig.

Því miður var ég svo einbeitt að líkamanum í þetta skipti að ég gleymdi að einbeita mér að huganum mínum og gefa mér tíma í að æfa pósur.. en þetta gerðist eitthvern vegin allt svo hratt að ég gerði mér ekki grein fyrir því formi sem ég var komin í.
Og það ætla ég að bæta fyrir komandi mót í framtíðinni, því alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Ég ákvað líka að hugsa að frekar en að svekkja sig á hlutunum, að hugsa hvað ég ætla gera til að bæta þá og er því spennt að vinna í sviðsframkomunni og ekki gleyma að hafa gaman af :)
Ogogog ég verð að segja að ég sem var lítil rækja hér áður fyrr gat virkilega staðið upp á sviðinu og lúkkað bara ágætlega við hliðina á þeim evrópsku sem oft eru taldar hrikalega massaðar.





Það kom mér einnig á óvart þegar ég hitti
Larissu Reis að við værum bara svipaðar að stærð.

Um kvöldið hittumst við allir
Íslendingarnir út að borða sem er nú saga að segja frá sem hann Konni þjálfari orðaði mjög skemmtilega á blogginu sínu .

*SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR*

Fóru svo í tjill og smá shopping og flugið heim, í þetta skipti þurfti ég nú ekki að æla sem var bara mjög ljúft haha..
Það var ótrúlega gott að komast heim í rútínuna og elskulegu kósýfötin og vinnuna og íslenska matinn góða, ekki mikið varið í matinn hjá þeim spanjólum, enda langar manni í eitthvað almennilegt eftir að hafa köttað í smá tíma.


Eftir mjög skemmtilega og fyndna ferð og var ómetanlegt að fá að hafa Katrínu með baksviðs.
Mig langar líka innilega mikið til að þakka ferðafélögum mínum fyrir góða ferð :*
<3

NOKKRAR MYNDIR :)
(ef þú smellir á myndina stækkar hún)



Já ég kreivaði sko Cheerios eftir mót hehe



Eitt af mínum áhugamálum var að safna hvítu súkkulaði þarna og ég elska hafrakex!



Fínasti nestispoki 



Hittum Ingrid Romero sem nú er stödd á klakanum



Þjálfarar BETRI ÁRANGURS samankomnir <3

Svo er hægt að skoða fleiri myndir á like síðunni minni HÉR !

Svo birti Katrín árangursmyndina mína á facebook í dag, þessar myndir voru akkúrat í læstri möppu svo ég fékk ekki að sjá þær fyrr en deginum fyrir mótið núna og fékk vægast sagt áfall en ég bætti sirka 17 kg á mig í bulkinu og var orðin rúmlega 80 kg..
ég get með sanni sagt að ég þekkti ekki með sjálfa mig.. enda ekki mikið að horfa í spegil á þessu tímabili hehee..
Mun ég gefa mér tíma núna um helgina til að koma orðum að þessu.. svo endilega stay tuned..


Nokkrar gleðifréttir fyrir nagga sælkera eins og mig 



Jólajógúrtið er mætt.. svo ánægð



Ísbúðin í Vesturbæ (samt bara í Hafnafirði) er komin með hvíta ídýfu.. ómæ
Besta kombó ever fyrir þá sem elska kinderegg - hvít ídýfa og lúxus.. gúrm :D

Núna er ég annars hætt og spá í að fara að lúlla mér, sátt með að hafa loksins sest og klárað færslu sem ég byrjaði að skrifa fyrir tveimur vikum.
Framför dagsins :)


TAKK fyrir að lesa og fylgjast með!




Þangað til næst

LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Kristrún9/11/12 23:22

    Þetta er ótrúlegt. Þú ert greinilega fáránlega öguð og dugleg!

    SvaraEyða
  2. Rósa Sigr.Ásgeirsdóttir10/11/12 21:15

    Ja hérna hér, þú ert alveg ótrúleg unga kona og ekkert smá öguð. En það þarf víst þegar maður vill ná markmiðum sínum. Ótrúlega hugrökk og ekkert smá árangur hjá þér! Ég lít upp til þín og finnst þú æðisleg fyrirmynd. :D

    SvaraEyða