1.10.11

Köttur Jóns

Ég á það til að vera algjör næturhrafn, eeelska að vaka seint og horfa á eitthvað eða dunda mér í tölvunni.
Sem er samt ekki hentugt þegar maður þarf að vakna á morgnana og líka ekki gott upp á heilsuna og almennilegan svefn að gera.
En næturnar eru líka yfirleitt tímarnir sem einhver svakalegur blogg andi rennur yfir mig hehe:)

Finnst svo stutt síðan að Katrín hringdi í mig og nefndi mót fyrir mig til að keppa á.. tíminn líður og eftir hörku æfingar og þvílíka vinnu er nú loksins að koma að þessu.. 
ég er búin að vera svo upptekin að ég hef ekki haft tíma til að gera mér grein fyrir þessu öllu saman og á erfitt með að trúa að ég muni standa upp á sviði eftir akkúrat viku!
Að búa sig undir mót er ekkert smá erfitt líkamlega og andlega og er þetta mót ekki undantekning!
Þrátt fyrir að maður læri helling í hvert skipti þá lærist þetta aldrei almennilega held ég, maður er alveg upp og niður í þessu ferli.

En eitt af mínum uppáhöldum eru síðustu dagarnir fyrir mót:) BARBIE-time hehe!


 eitt stykki fitness Barbie með legwarmers!

Þar sem ég átti afmæli í gær þá varð ég bara að baka eitt stykki Hello Kitty köku þar sem það var búinn að vera draumur lengi.
Ég var að sjálfsögðu að gera þetta seint um kvöld þannig ég keypti bara Betty Crooker brownie mix og hvítt krem.
Blandaði saman degið og skar niður Milka súkkulaði með Daim kurlli og setti í degið... eitt mesta gúrm súkkulaði sem ég veit um.


Bætti svo flórsykri og vanilludropum í hvítt krem, keypti nokkur nammi og skar út Kitty í brownie-ið.

OG VOILA -Hello Kitty mætt!
Hlakka til að smakka á morgun:)


Annars fór ég í morgun að byrja Barbie-a mig upp hjá minni bestustu vinkonu Rósu og setti hún á mig neglur, takk elsku Rósi minn:*

Kom svo við og sótti fitness-salatið mitt á Ginger hjá honum Nonna og fékk svo krúttlega afmælisslaufu með því. 
Þvílíkur munur og skemmtilegt að hafa fengið að njóta þess að borða salatið frá Ginger í köttinu, þetta var síðasta salatið fyrir mót en ég get ekki beðið að mæta í gúrmei jalapenovefju þegar ég sný aftur heim:)
Takk innilega fyrir mig!



Svo er bara litun og klipping, myndatka og svoleiðis dúllerí á næstunni, ásamt því að tana smá meira, elska að fara eftir erfiðan dag í tan til að mýkja og hita lítinn kött upp, ekkert djók að vera í þessum kulda með svo litla fituprósentu!.. það hefur alveg hvarlað að mér að splæsa í eitt stykki svona


Annars er fuuuullllt sem ég þarf að gera næstu daga og mun ég ekki lofa neinu brjáluðum bloggum á næstunni. En að sjálfsögðu smelli ég einhverju inn:)
Ætla njóta formsins og fínpússa mig, er eins og krakki í nammilandi vegna spenningi yfir að fá mitt einstaklega fallega nýja bikini afhent á morgun..

Þangað til næst

LUV Ale:*

4 ummæli:

  1. Linda Rós2/10/11 22:23

    mmm... langar að smakka þessa köku.... á laugardaginn auðvita ;)

    Gangi þér vel úti, hlakka til að fylgjast með þér, fer oft inná þessa fínu bleiku síðu til að minna mig á afhverju ég er ekki að fara að skrópa í ræktinni ;O)

    SvaraEyða
  2. Laugardagar eru sko mínir nammidagar<3 en takk kærlega fyrir það:*

    SvaraEyða
  3. Þvílíkt spennó dagar framundan hjá þér!! Gangi þér ótrúlega vel á Arnold, þú verður glæsileg ;)

    SvaraEyða
  4. Geggjuð kaka! :D vona að þú hafir notið hennar vel :D en gangi þér ótrúlega vel á Arnold! vona að við áhangendur fáum tækifæri til þess að fylgjast með ykkur öllum live :D

    SvaraEyða