23.9.11

Sitt lítið af hvoru :)

Klukkan er að skríða í tvö og ég ætti að vera undir hlýrri sæng þar sem ég á að mæta á æfingu snemma á morgun, en nei ég er alltof mikill næturhrafn að ég ætla skrifa eitt stykki stutt blogg.

Ég er varla búin að hafa tíma til að líta hingað inn sökum annríkis en ég vil ekki vanrækta þessa krúttlegu bleiku síðu mína og lesendur hennar. 
Þó svo að það hafi nú hvarlað að mér að setja hana á hold þar sem að eftir nákvæmlega tvær vikur í dag, mun ég standa upp á sviði og keppa á Arnold Classic Europe í Madrid á Spáni:)
En ég er ekki alveg að gera mér grein fyrir því...

Allavegana þá horfði ég á Olympia seinustu helgi, vakti bæði kvöldin frameftir og horfði á þessa hrikalegu skrokkasýningu á netinu. 
Á föstudeginum var keppt í bikini, fitness og vaxtarrækt kvenna. 
Mjög skemmtilegt að horfa og sjá hvernig þeir eru að dæma þarna úti og eigum við eitthvað að ræða þessa RASSA.. úff! Mig langaði helst bara til að mæta á æfingu við að horfa á þetta haha..
 Þar sem ég er mikill bikini fan þá setti ég saman mynd með topp sætunum, en tilkynnt voru fyrstu sex sætin!


Ef þið smellið á myndina þá stækkar hún og þið getið skoðað betur:)
Verð að segja að mér finnst annað sæti mikið flottara en fyrsta sætið, sú sem sigraði má samt sem áður eiga það að sviðsframkoman var svaðalega flott, það var eins og hún hafi aldrei gert neitt annað!
Svo er ég ekki hrifin af þeirri sem lennti í 5.sæti en hún vann Olympia í fyrra. 
Þetta er annars smekksatriði og einnig dómarakeppni, svo það munu alltaf vera vangaveltur um hverjir hefðu átt að lenda í hvaða sæti:)

Svo var það hún Nicole Wilkins sem fór með sigur í figure flokki. Fór að fylgjast með henni eftir Arnoldinn þar sem hún sigraði einnig í sínum flokki þar. Hún er alveg klárlega með þeim flottustu í bransanum.


Svo heldur hún úti mjög skemmtilegri facebook like síðu hér  þar sem hún setur inn ýmislegt skemmtilegt:)

Annars eins og ég segi styttist í mót og ég fór í mælingu til Katrínar í gær.. 
Þegar ég byrjaði að lyfta sem spaghettireim þurfti ég innilega að bæta helst efriskrokkinn og er ég búin að vinna í því að fá almennilegar og kjötaðar hendur síðan þá, sem mér svo loksins tókst í sumar ásamt því að stækka bakið en svo þurfti ég að lokum að jafna allan líkamann sem er sko mesta challence sem ég veit um en LOKSINS er þetta komið! 
Mælingarnar voru fram úr mínum væntingum og ég viðurkenni að mig langaði helst að grenja úr ánægju ef ég svei mér þá gerði það ekki.

Er búin að vera kötta og bulka í ár og loksins er komin sá tími sem ég get borðað semmí venjulega eftir mót og haldið mér mighty fine eftir á! 7,9,13
Leiðin hingað er búin að vera svo sjúklega erfið, en ég get ekki líst tilfinningunni sem ég upplifði við að sjá þessar mælingar.
Markmiðinu náð.. talandi um að sigra sjálfan sig...!

Sá akkúrat komment frá hinni rassfögru Larissu Reis sem er án gríns rassaidolið mitt ásamt Katríni og mér finnst það akkúrat eiga vel við núna og mæli með að þið stelpur sem eruð að fara taka þátt temjið ykkur það:) 
I'm competitive with myself, but not with other people. I set goals for myself. I don't really care about winning or losing as long as I do my best. 
 Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili.. Bara benda ykkur stelpum á að ég get sennilega tekið að mér fleiri farðanir fyrir bæði mótin hér heima:) endilega sendið mér mail á facebook ef þið hafið áhuga!

LUV Ale:*

4 ummæli:

  1. Tanja Mist23/9/11 07:16

    Til hamingju með árangurinn sæta ! :)

    SvaraEyða
  2. Það er svo gaman að skoða síðuna þína og ég lít svo mikið upp til þín! :) Ert ótrúlega dugleg!

    Væri gaman ef þú myndir fylgjast með minni síðu :)
    Er sjálf að stefna á módel fitness!

    Gangi þér vel! :D

    SvaraEyða
  3. Æjji vá þykir svo ótrúlega vænt um svona komment! Trúi ekki að ég sé hvatning fyrir aðra..

    Takk innilega fyrir þetta, ætla smella þér í linkana hjá mér:)

    SvaraEyða