14.10.11

Arnold Classic Europe bloggið mikla

Jæja það er sko vel kominn tími á blogg hjá mér..
Er ekki búin að geta bloggað sökum annríkis en í tilefni þess að það er partý fyrir ofan hjá mér, svona yndislegt líka á fimmtudegi.. Þá meika ég ekki alveg að sofna og ætla blogga vúhú :D
Það er nú margt búið að gerast síðan í seinustu færslu enda nánast tvær vikur liðnar frá því að ég hafði tíma til þess að blogga hehe:)

Það var mikill undirbúningur fyrir mótið og svo þegar heim var komið þarf maður að detta aftur i rútínu, vinna upp svefn, rækta sig aftur upp og jú vinna.. vá hvað ég saknaði rútínunnar:)
Var að spá að koma með smá ferðasögu.. með myndum!:)
Ég sem sagt fór út fyrir viku síðan til Madrid á Spáni og ég hefði ekki getað verið heppnari með ferðafélaga, snillingurinn hún Sunna Hlín mætti eiturhress með mér og vel Aminouð fyrir komandi átök upp á Keflavíkurflugvöll þar sem við hittum restina af Íslendingunum sem voru einnig á leiðinni út.
Það var stupp stott í einhverjum sveitahluta í London ásamt Unni sem var einnig að keppa og ég fann fallegustu skó í heimi þar <3
 Þegar til Spánar var komið vorum ég og Sunna tvær saman á hóteli og leigðum gúrmei Polo sem Sunna sá um að keyra enda spændi hún upp götunnar þarna á öllum hringtorgunum eins og sannur spánverji haha. Það er sko ekkert grín að keyra á Spáni og það er sko aldeilis ekki verið að spara hringtorgin þarna neitt!


Útúrskinkaðar á vellinum og ég í Rocky peysunni haha!

Við fórum ekki að sofa fyrr en veeel seint þar sem við tók smá undirbúningur fyrir keppnina, ein umferð af brúnku og dúllerí en við vöknuðum samt vel ferskar til að fara í hæðarmælingu og bikini tjékk!
Hinar íslensku stelpurnar mættu aðeins á undan og það ætlaði allt að verða vitlaust þegar það fréttist að maður mætti ekki vera í platform, ekki tívlituðu bikini og heldur ekki með steina. En þetta átti allt við okkur!
Þessar upplýsingar var hvergi að finna á netinu enda sýndi það sig að það var EIN stelpa þannig á sviðinu svo.. þannig þeir gátu nú ekki annað gert en að leyfa þetta.. algjör steypa!
Við tókum annars bara rólegan dag ég og Sunni minn og hvíldum vel fyrir komandi átök og tönuðum í drasl!


 Kötturinn að fara ráðast á Sunnu í fallega gefinsbolnum!

Daginn eftir vaknaði ég eldsnemma og dúllaði mér við að ná Barbílúkkinu góða og var alveg mega sátt með útkomuna og alveg yfir mig ástfangin af gullfallega bikiniínu mínu sem ég lét Freydísi sauma á mig.




Smá make up dót :)

 Svo mætti maður niðrí höllina og sá þá allar stelpurnar sem voru að fara taka þátt, þvílík stemming baksviðs og akkúrat ein stelpa sem fór eftir þessum reglum sem settar voru fyrir. Við íslensku stelpurnar vorum samt svo klárlega í flottustu bikiniiunum :)


 Ég, Unnur og Kristbjörg baksviðs

Svo fórum við uppá svið og við vorum allar í sama hæðarflokki þar sem það er skipt öðruvísi úti, hér heima hefur Kristbjörg verið að keppa í lægri flokki.
Vildi svo skemmtilega til að við vorum nánast hlið við hlið í samanburði.
Við komumst allar í topp 15 en svo komst Krisbjörg í topp 6 og endaði þar í 2.sæti sem er ekkert smá góður árangur!


Ég, Unnur og Kristbjörg í bakpósunni allar saman.


Topp 6 í flokknum okkar!


Topp 3 sætin

Eftir það var sko M&M með hnetum skellt upp í sig og íslenskt súkkulaði Já takk.. og að sjálfsögðu eins og týpískum Íslendingum sæmir dottið í verslunargírinn.. ég, Sunna og Unnur fórum á flakk..
Eitt lærðum við þann daginn að spænskur matur er ekki góður! Bjakk!!
Ég var hálf svekkt að vera ekki heima og geta fengið mér flatköku og Cheerios haha!


Daginn eftir var komið að því að Ranný og Guðrún færu uppá svið. Við þrjár mættum ferskar á Expóið og þræddum það í gegn.
Þetta var einungis forkeppnin í þeirra flokki þar sem að mótinu seinkaði aðeins og þurftum við því að spara það að fara gúrmei út að borða þangað til daginn eftir, þar sem þær komust að sjálfsögðu í úrslot.
Þá var ekki annað í myndinni en að finna eitthvað ætt þarna á Spáni og duttum við því í osta, snakk og brauð með spæjó (ég fékk að ráða híhí) !


Daginn eftir voru það svo úrslitin í flokknum hjá Ranný og Guðrúnu og náðu þær einnig mjög góðum árangri og lentu báðar í 6.sæti.. Ísland klárlega að rúlla þessu upp þarna..!
Þær eru líka í bikiniium frá Freydísi.


Guðrún og Ranný með verðlaunagripina:)

Um kvöldið fórum við svo öll út að borða á einhverjum Hollywood stað sem var gúrmei góður, kannski af því þetta var líka amerískur matur en ekki spænskur gubb matur..
Þar sátum við og það var alveg greinilegt að leið margra lá þarna eftir keppni þar sem staðurinn var fullur af fitness liði haha.. meðal annars Pro bodybuilderinn Toney Freeman svo eitthvað sé nefnt.


El skinkos í London skónum okkar að fara út að borða haha


Sáttar að fá gott að borða.

Daginn eftir var svo heimferð og þá var sko svefngalsi í hámarki hjá mér.. það sem maður lærði svo er you get what you pay for! Ógeðslegt flugið frá Madrid til Spánar, hef aldrei lennt jafn illa og akkúrat þá.

Annars var ferðin sjálf frábær og geðveikt gaman, það voru sko vel æfðir magavöðvarnir með hlátri og bröndurum.. þrátt fyrir að hafa ekki náð lengra en þetta.

Eins og ég sagði áður hér í einu blogginu mínu, þá snýst þetta fyrst og fremst um að sigra sjálfan sig sem ég tel mig hafa gert fyrir þetta mót og gott betur..!
Ég hef aldrei verið í jafn góðu formi og akkúrat núna og aldrei mætt jafn góð á mót hingað til.. enda finnst mér hálf ótrúlegt að líta til baka og hugsa til þess hvernig ég leit út fyrir ári síðan.. en þetta gat ég!
Mér finnst skipta mestu máli að ég var ánægð með mig á sviðinu og er þetta í fyrsta skipti sem ég get virkilega sagt það, sú tilfinning er ólýsanleg.

Það sem ég er líka búin að læra á þessu eina ári um sjálfan mig og um allt í kringum þennan lífstíl er svakalegt og ég tala nú ekki um þetta frábæra fólk sem ég er búin að kynnast og það fólk sem hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er núna.

Ég er samt langt því frá hætt og nú er stefnan bara sett á að gera enn betur því mig hungrar enn í þá tilfinningu að sigra mót.
Hvaða mót ég mun taka mér næst fyrir hendur er ekki komið á hreint en þangað til er það bara harkan sex eins og alla daga hjá metnaðarfullum ræktardurgsnaggi eins og mér :)

Ætla enda þetta á myndum frá myndatöku sem ég fór í á sunnudeginum áður en ég fór hjá Kristjáni Frey  - en kærastan hans, vinkona mín Sigga hjálpaði mér að pósa.
Sjúklega ánægð með þessar flottu myndir!

*
*

Þangað til næst!

LUV Ale:*

6 ummæli:

  1. Tanja Mist14/10/11 09:32

    Súper mega flott ertu :D Æðislegt bikiníið þitt líka ! En oj hvað mér finnst þetta asnó með að banna steina og tvílitt bikiní. Er það bara fyrir þær sem komast í topp sex ? Þá er maður að eyða hellings monní í bikiní sem maðir fær KANNSKI að nota :/

    SvaraEyða
  2. aftan á lærin hjá þér eru orðin svo flott! svo er bikini-ið to die for, til hamingju með árangurinn alexandra og haltu þessu bara áfram þú ert svo æðisleg fyrirmynd :)

    SvaraEyða
  3. Takk Tanja mín. Þetta voru eitthvað svakalega nýskráðar reglur hjá þeim sem átti bara um mótið í heild sinni. Það var bara lélegt skipulag að keppendur fengu þessar upplýsingar ekki í hendurnar. En þá veit maður það:D

    Og hver sem þú ert takk innilega fyrir þetta komment, gaman að einhver tekur eftir þessu því það fór svoooo mikil vinna í að ná þessu þannig ég væri ánægð og það hafðist á endanum.. ég og Katrín vorum allavega mega sáttar:D
    Og takk fyrir hrósið, ótrúlegt að hugsa til þess að maður sé fyrirmynd fyrir aðra, sú tilfinning er góð:)

    SvaraEyða
  4. Elín Rún Kristjánsdóttir15/10/11 01:14

    Til hamingju með árangurinn þinn Ale!! Þú ert allavega fyrirmyndin mín :) ert ekkert smá flott!! :)

    SvaraEyða
  5. Unnur Kristín15/10/11 18:20

    Þessari ferð verður seint gleymt! :D FRÁBÆR og SKEMMTILEG í alla staði :D....við getum allar verið stolltar af okkar árangri :)síjú inda sporthás, knús :*

    SvaraEyða
  6. Innilega til hamingju með árangurinn, þið voruð allar þvílíkt flottar! Rosalega gaman að fá að sjá myndir frá ferðinni :)

    SvaraEyða