13.8.11

Spaghettireim VS. Ræktardurgur!

Ræktardurgurinn á klárlega vinningin hjá mér!
Þetta er stór ákvörðun sem ég tók einn daginn! En ef það væri ekki fyrir þessa ákvörðun og allt það góða fólk í kringum mig, þá væri ég klárlega ekki hér í dag. 
Var orðin mega þreytt á að hanga á brennslutækjunum og ekki þorði litla spíran ég að fara labba yfir á lyftingarsvæðið að rífa í einhver lóð og gera mig að algjöru fífli!

Held að þetta einkenni margar stelpur! Þær hreinlega þora ekki af því að þær hafa ekki kunnáttuna, það og að sumar búast við að verða Hulk eftir að hafa lyft í mánuð sem er sko aldeilis ekki raunin. 
Það að byggja sig upp kostar sko blóð, svita og tár. Ég veit ekki hversu oft mig langaði að gefast upp og ég hreinlega skil ekki hvað fékk mig til að halda áfram því þegar ég skoða fyrir og eftir myndirnar mínar sem sjá má á síðunni hennar Katrínar Evu þá hlæ ég að fyrir myndinni minni. Ég gleymi aldrei fyrstu almennilegu lyftingaræfingunni minni, ég hugsaði hvað ég væri eiginlega búin að koma mér út í.
En ÞRJÓSKAN og METNAÐURINN var það sem keyrði mig áfram. Og ekki skemmir að hafa trú á sjálfum sér og þolinmæði!



Ég tala nú ekki um eftir fyrsta mótið, þegar sú ákvörðun var tekin að halda áfram og ég þurfti að fara úr því að kötta yfir í að bulka mig upp. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað.. að fara úr því að vera lítil spaghettireim í sveittan durg í ræktinni og þyngja allt eins mögulega mikið og ég gat! úffff! Þá var sko stutt í hlátur og grátur get ég sagt ykkur..

Sem kemur að því sem mig langaði að tala um.. 
Það er svo mikið um að stelpur vilji koma sér í form, hangi á brennslutækjunum, borði lítið og haldi að hendurnar og allt heila klabbið verði flott þannig..
Ég tala af reynslu að sú er ekki raunin, helsta og mesta ástæðan fyrir því að ég þorði loksins að koma mér í þjálfun var sú að mig langaði að læra almennilega á lóðin og ég vildi styrkja líkamann. Þrátt fyrir að vera tannstöngull þá var allt saman í slappara lagi. 

Við stelpur erum dálítið hræddar við að borða mikið, horfum of mikið á tölurnar sem koma upp á vigtinni og viljum líka helst að allt gerðist í gær, nema það virkar ekki þannig.
Maður þarf að vinna fyrir hlutunum og það sem skiptir mestu máli sem vantar hjá svo mörgum að læra að borða almennilega..

Mæli eindregið með að byrja hjá þjálfara ef þið hafið áhuga á að komast í form, til að læra almennilega að lyfta og borða. 
Svo er snilldin ein að taka myndir frá upphafi en þannig sést mestur árangurinn og í árangrinum er mesta hvatningin.
Gleymi aldrei þegar ég sá virkilega að öll harða vinnan væri að skila sér á þessari mynd hér, sem tekin var um jólin eftir mótið í fyrra.


Svo er þetta líka þrælgaman og núna er uppáhalds tími dagsins að fara á æfingu og taka virkilega vel á  því, enda verður þetta ákveðin lífstíll þegar maður byrjar.

Ég rakst akkúrat á gamlar myndir af mér fyrir rúmlega ári síðan og get ekki sagt að spaghetti hendurnar hafi verið að gera sig... Það er svo mikið fallegra að hafa kjöt utan á sér:)


 Lengst til hægri að flippa í skinkupósunum úff


smá munur og enn meiri munur daginn í dag..

kveðjur
Frá fyrrverandi spaghettireiminni 
LUV Ale:*


P.S. er komin með formspring hérna til hliðar ef það eru einhverjar spurningar sem ykkur langar að spyrja mig í sambandi við það sem ég er að blogga. Kv gellan sem ætlaði aldrei að fá sér þannig!



7 ummæli:

  1. Ógeðslega góð frærsla! Það er einmitt svo miklu fallegra að vera með stæltan og vel tónaðan skrokk heldur en bara slappa vöðva og skinn og bein. Það er líka svo miklu skemmtilegra í ræktinni þegar maður er að vinna að því að þyngja og bæta sig, en ekki bara hjakkandi í sama farinu á hlaupabrettinu dag frá degi.

    SvaraEyða
  2. Eins og JNL segir... Strong is the new skinny! :D

    SvaraEyða
  3. Þú ert svo mikið æðisbiti Ale mín :)

    SvaraEyða
  4. Það er svo gaman að lyfta+þyngja í lóðunum og uppskera eftir því:)
    Góð færsla hjá þér og mótíverandi, þú ert lifandi dæmi um "strong is the new skinny"!

    Ég á einmitt svona granna vinkonu sem finnst þú svo ótrúlega mótíverandi, hún trúði ekki að það væri hægt að bæta sig svona mikið og gera svona flottar línur, en þú sýndir henni fram á það og nú langar henni að byrja lyfta! :D

    SvaraEyða
  5. Takk fyrir það stelpur :)vona að þetta komi einhverjum af stað..

    Katrín þetta er svo mikið beint til þín að eiga góða að:D

    En ég á akkúrat á bol frá Jennifer Nicole Lee sem þetta stendur á, enda á það vel um það sem ég er búin að upplifa síðastliðið ár:)

    Annars vá ég fer alltaf hjá mér við svona hrós, ekkert smá gaman að geta hvatt aðrar stelpur í að lyfta og borða almennilega! haha:D

    SvaraEyða
  6. Ísabel Petra :)14/8/11 00:10

    Flotta blogg hjá þér elsku systir :-) svo satt og rétt! og það er ekkert lítið erfitt að hafa verið með spaghettíreimar fyrir hendur og þurfa svo að bæta á sig! , ekkert smá hvetjandi skrif fyrir aðra að lesa! stolt af þér og keep it going! ást á þig! <3

    SvaraEyða
  7. Tanja Mist14/8/11 12:17

    Algjör innblástur ! Komst mér af stað út í alvöru lyftingar og ekta át :D Takk fyrir það ;)

    SvaraEyða