9.8.11

Pretty little liars eyeliner

Einn af mínum uppáhalds þáttum þessa stundina eru Pretty little liars..LUV IT!

Uppgötvaði þá samt ekki fyrr en í sumar þegar ég þurfti að liggja heima eftir að hafa farið í jaxlatöku og ég get svo svarið það ég kláraði fyrstu þáttaröðina á þremur dögum, var svo spennandi!
Eitt sem mér finnst svo gaman að fylgjast með í þáttunum er make upið, hárið og klæðnaðurinn! Þær eru alltaf svo sætar og fínar:)


Ég er mjög mikill kisueyeliner fan og á oft erfitt með að sleppa því að setja hann á mig fyrir djammið, en hann getur verið oft mikið dags daglega. 
Ég tók  eftir að þær eru oft með frekar soft kisueyeliner og ákvað því að prufa og sýna ykkur!

Skref eitt, það sem þú þarft.     

-Ég notaði blýant frá Make Up Store, Silver Soil brúnn með smá glimmeri í.
-Skáskorin bursta, einnig frá Make Up Store nr 110

Skref 2.Þá nuddaru endanum á burstanum upp að vel ydduðum blýantinum, nokkrar ferðir fram og til baka, þannig þú sérð að það er kominn litur á burstann.

Skref 3.
Þá notar þú burstan og dregur línu yfir augnlokið, reynir að komast eins nálægt augnhárunum og þú kemst.

Skref 4.
Hægt er að draga línuna aðeins upp á við út á enda, þar sem við viljum fá smá kisueyeliner.

Útkoman. 
Að lokum setti ég smá lit með burstanum við neðri augnhárin og passaði að efri og neðri eyelinerinn tengdust.

Spencer í Pretty Little Liars með svipaðan eyeliner
Á svo kannski eftir að setja inn fleiri skemmtilegt tips, elska líka krullurnar sem þær eru oft með.

LUV Ale;*

7 ummæli:

 1. Vá töff! Eru þetta þín eigin augnhár Alexandra eða ertu með augnháralengingu eða gerviaugnhár - ef þá hvernig og hvar? Ótrúlega flott og eðlileg allavega :)

  SvaraEyða
 2. Það væri óskandi að þetta væru mín en nei ég prufaði að fara í augnháralengingu þar sem ég bý nánast í ræktinni og finnst mjööööög svo leiðinlegt að þrífa að mér maskarann. Algjör snilld:D

  http://www.facebook.com/profile.php?id=100001714571262

  SvaraEyða
 3. Já ég hef einmitt fengið mér svoleiðis, mér fannst mjööög þægilegt að hafa þetta á meðan þetta entist! Ætla bókað í svona, þetta er mega flott :)

  SvaraEyða
 4. Tanja Mist9/8/11 11:51

  Ótrúlega flott ! :D Ég ætlaði einu sinni að fá mér svona lengingu en svo voru allir að segja að þetta væri þvilikt vesen... Er ekkert vesen að vera með svona ?

  SvaraEyða
 5. Ekkert smá flott hjá þér :)

  SvaraEyða
 6. Takk:*
  en já mæli með þessu er ekkert smá ánægð með þau:) ég sem var ekki að þora fyrst!

  SvaraEyða
 7. Alls ekkert vesen þau eru bara þarna. Er ekki búin að maskara mig í viku sem ég er að elska!

  SvaraEyða