15.8.11

Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt

Ójá það fer kannski ekki framhjá neinum við heimsókn á þessa síðu að ég er mikið fyrir bleika litinn..

Og það er sko engin undantekning í ræktinni haha:D

Bleikar grifflur, strappar, peysa, taska,i-pod,drykkur og merkingarnar í stíl:D
Smá bleikt fyrir utan reyndar beltið en mér finnst það bara svo nett af því að það er sérmerkt mér, þannig það fékk að fylgja með. 
Þegar ég mæti í ræktina með systir minni og vinkonu minni er eins og mesta litasprengja hafi mætt.
En þar sem maður mætir nú reglulega í ræktina og er þar í dágóðan tíma þá elska ég að eiga eitthvað fallegt og litríkt til að fara í, enda mun ég bráðum eiga fleiri ræktarföt en venjuleg föt..
 
Ætla annars að reyna að vera duglegri við að updeita bloggið og minni á formspring hérna til hliðar ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja mig um, svo að sjálfsögðu er líka gaman að fá komment og sjá hverjir eru að lesa:) 
Mun smella einni gúrmei uppskrift hér inn í vikunni svo að endilega fylgjist með!
 
Svo verð ég að deila þessu með ykkur! Fór áðan í Hagkaup að kaupa Weetabixið mitt elskulega og ég rak augun í súkkulaði Weetabix, klárlega ekki það hollasta en mikið er ég nú til í að smakka það! 
Annars er ég ekki þessi Coco Puffs týpa og hef aldrei borðað neitt súkkulaðimorgunkorn, en þrátt fyrir það fer þetta samt á to do list þegar ég er ekki lengur köttur.
 
Fann líka chocolate chips og hunangs Weeatbix á netinu en það er ekki til hér.
 
 Yummie!
LUV Ale:*



9 ummæli:

  1. bleikur gerir mig hamingjusama! haha:D

    SvaraEyða
  2. Hvernig er með sykur innihaldið í venjulegu weetabix er það í góðu lagi?

    Kv, Árný

    SvaraEyða
  3. Hötum ekki bleika litinn:D

    En mér sýnist vera 1,7 gr af sykri í einum kubbi. Þetta er á matseðli fyrir stelpur í niðurskurði þannig þetta er í góðu lagi:D

    SvaraEyða
  4. Sæl

    Hildur Hödd heiti ég og ég les bloggið þitt :)
    Ég rakst á það í gegnum Betri Árangur hjá Katrínu og Magga. Ég var að byrja í fjarþjálfun hjá þeim. Verð að segja, frábær árangur hjá þér :)

    Ég er líka forfallinn aðdáandi bleika litsnins.

    Kkv Hildur Hödd

    SvaraEyða
  5. Sara Ragnheiður15/8/11 11:31

    Hæ (:

    Ég var að spá, ég er líka algjör ræktarrotta og mig langaði að forvitnast um hvar þú fékkst beltið þitt og lést merkja það svona fínt =D

    SvaraEyða
  6. Ein spurning! Hvaða fæðubótarefni tekuru inn? Tekur þú einhverjar fitubrennslutöflur?

    SvaraEyða
  7. það eru 1,7 gr sykur í per serving sem eru 2 kubbar :)

    SvaraEyða
  8. Hæhæ og takk fyrir öll kommentin:D og Rósa er með þetta:D

    En ég fékk beltið hjá Magga Bess, manninum hennar Katrínar:) costume made!:D

    Ég skal gera blogg um fæðubótarefnin sem ég er að taka inn.. náttúrlega mismunandi hvað hentar hverjum en ég hef aldrei tekið inn brennslutöflur:)

    SvaraEyða
  9. Heyrðu það er hægt að fá weetabix súkkulaði í krónunni :)

    SvaraEyða