30.12.14

Settu niður markmið fyrir komandi ár


Ég vona að þið séuð að eiga góða hátíðarviku.

Það er svolítið skrítið þegar hátíðarnar skerast svona inn í miðja viku, það styttir vikuna alveg svo um munar þegar horft er í vinnu og annað.
Eins og núna seinustu helgi var annar í jólum á föstudegi og við duttum strax inn í helgina.
En það þýðir engin pása hér á bæ, þar sem að matardagbækur og annað streymir inn hjá okkur í þjálfuninni.. eins og ég sagði í seinasta bloggi þá er aldrei pása á hollum og góðum lífsstíl :)

Ég er svo sannarlega búin að hafa það ljúft í faðmi fjölskyldunnar og fór til að mynda á sleða upp á Langjökli, fékk yndislegar gjafir, gúrmei mat og dansaði með vinkonum mínum.
Ég verð samt eiginlega að viðurkenna að ég er spennt að þessi hátíð klárist þar sem að ég er búin með minn sukkskammt.. skammtímagleði og miklu betra að borða hollt og hreyfa sig... þessar Sörur mínar eru bara svo lúmskt góðar!

ANNARS yfir í ástæðu þessa bloggs !! ....spennandi :)

Ég ætla að setjast niður og gefa mér góðan tíma í að skrifa skemmtilega færslu um árið sem er að líða og markmiðin sem mig langar til að vinna í á komandi ári í byrjun janúar.

Í lok hvers árs fer ég og fjárfesti í nýrri dagbók, hana nota ég til að skipuleggja mig dag hvern á gamla mátan.
Einnig skrifa ég markmið komandi árs aftast í dagbókina og les ekki yfir aftur fyrr en árið er að líða.. las einmitt yfir markmið þessa árs og hló smá yfir sjálfri mér, skemmtileg lesning.

Mig langaði til þess að hvetja aðra til að setja niður markmið, ekki bara nýjársheit.. heldur markmið sem eru raunhæf og geta því orðið að veruleika.
Til þess að rækta líkama og sál og verða besta útgáfan af sjálfri þér.

Ég fékk til liðs við mig Perform.is og efndum við til leiks á likesíðunni minni sem er nú í fullum gangi fram til mánudagsins 5.janúar.
Þar skrifar þú niður helstu þrjú markmiðin þín fyrir komandi ár á færsluna HÉR.
VIð drögum út eina heppna sem fær "pakkan minn" frá Perform.is sem eru Amino Energy og Lean Whey próteinið frá ON, vörurnar sem ég nota frá þeim dags daglega.


Er búin að fá ótrúlega góðar viðtökur og gaman að lesa hvert einasta komment.
Þau hafa meðal annars gefið mér hugmyndir af markmiðum sem mig langar að setja niður fyrir sjálfa mig.

Mig langaði ótrúlega mikið að taka saman færslu með ýmsum spennandi makeup hugmyndum, naglalakka kombóum og kjólum fyrir GAMLÁRS.
Enda kvöldið sem hægt er að fara ALL IN í glimmeri og glingri.
En vikan er komin og áramótin á morgun.. tíminn flýgur !

Ég mun standa vaktina í makeupinu frá hádegis til kvöldmatarleytis á morgun en næ vonandi skemmtilegum myndum og get tekið mig fínt til.

Hlakka til að halda áfram á komandi ári.
Hef nokkuð góða tilfinningu fyrir framtíðinni enda fullt af spennandi hugmyndum ásamt fleiru í pkahorninu

Þangað til næst elskurnar.
"Sjáumst" á nýju ári ;)

LOVE ALE
<3


24.12.14

jólajólakveðja Ale og meðððí


Stundin er runnin upp !!

Þetta er bara að fara gerast.. í dag er
Aðfangadagur, sem hefur pottþétt ekki farið framhjá neinum, en gott að minna á það og peppa stemminguna :)

Ég hef ekkert verið villt í færslunum þessa dagana þar sem ég held að fæstir sitji á rassinum við tölvuna og lesi blogg á svona stundu.
Allir á þeytingi að shoppa seinustu gjafirnar, matinn og tilheyrandi jólastúss.


ANNARS ætlaði ég ekki að detta í þennan bloggír, stundum þegar maður byrjar þá er ekki aftur snúið og ég er í svo miklum jólagír að ég leyfi smá pælingum að fylgja.
....EN fyrst að máli málanna!

ELSKU
lesendur mínir <3
Mig langar til að óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það ljúft yfir hátíðarnar í faðmi fjölskyldunnar.. enda tími til að njóta, hvílast og hafa gaman :)
Ég mun svo sannarlega gera það sjálf og er spennt að fara á sleða og hafa gaman yfir hátíðarnarnar.


EKKI GLEYMA að lesa jólóræktarhugleiðingarnar mínar.




Hér áður fyrr var ég ekki svo mikið fyrir jólin en í seinni tíð er ég orðin algjört jólabarn og hvet fjölskylduna til að bæta inn skemmtilegum hefðum.
Desember er búinn að vera ljúfur þar sem ég fékk að vinna heima fyrir í þessum mánuði og hef því verið að baka, pakka inn og dúlla mér, á milli þess sem ég fer yfir matardagbækur og græja æfingaplön, það hættir engin að rækta líkama og sál þrátt fyrir að það séu jól.


Af bakstrinum er helst að frétta þessir sex innkaupapokar af
AleSörum og Marsdöðlugotti sem ég smellti í hér eina kvöld- og næturstund.
Bakaði aðeins yfir mig eins og sjá má..



Gerði þessar basic sörur með dökku súkkó ásamt Perrasörum fyrir lengra komna.
Það köllum við systurnar sörurnar með mjólkursúkkulaðinu og hvíta súkkulaðinu NAMM.


Döðlugottmountainið mitt þessi jólin.
Ef vel er litið á myndina sést 2 cm lag af súkkulaði ofan á þessum kvikindum.

Ég ætla greinilega seint að læra að ég hef enga ofurkrafta !!
Þetta bökunarmission endaði fimm um nóttina og enn voru nokkrar Sörur eftir til að græja sem ég kláraði svo daginn eftir.
Toppaði alveg allt saman að kremið þurfti ég að hræra með gaffli sökum þess að handþeytarinn var við það að andast við átökin.
EN það sem skiptir mestu máli er ánægjan af því að gleðja aðra með gúrmi, þannig þetta var bara hluti af allri jólastemmingunni.

Eftir þessa þvílíku lífsreynslu rættist svo draumur sem mig hefur svo sannarlega dreymt lengi, alveg nokkur ár.

JÁ krakkar mínir, ég eignaðist
bleika Kitchenaid.. þvílík GLEÐI og ÞAKKLÆTI í mínu hjarta.
Amma mín gekk í þetta mission eftir að hafa lesið á blogginu að mig langaði í slíkan gersema.

Finnst svo sætt að þú lesir og fylgist með mér á blogginu þannig ef þú ert að lesa þetta  
ELSKU AMMA þá þykir mig svo innilega vænt um þig <3


Þrátt fyrir að segja henni að þetta mætti alveg bíða betri tíma, þá fékk hún son sinn og föður minn með sér í verknaðinn og ég borgaði svo restina.
TRÖNUBERJABLEIK varð fyrir valinu og mun það fyrsta sem ég set stefnuna á baka verður kaka handa fallegu og unglegu móðir minni og afmæliskisa með meiru annan í jólum.

Ég var það glöð að ég táraðist þegar ég keyrði sáttust í heimigeimi með bleika Kitchen í skottinu.. lúðinn ég.



Glöðustust


Þvílík fegurð á einni mynd.

EITT af ÁRAMÓTAHEITUM mínum mun svo vera ,ásamt Rósu vinkonu minni, að kaupa alvöru fullorðins skvísu jólapappír sem lítur ekki út fyrir að við séum 5 ára að gefa vinkonum okkar gjafir hehe..



Var svo ánægð að klára allar gjafir og pakka inn í óveðrinu, það er ekkert grín að pakka inn, frekar krefjandi verkefni.

Annars eru ekki fleiri jólahugleiðingar frá mér að þessu sinni.
Er ofurfersk eftir að hafa kickstartað þessum aðfangadegi með smá brennslu inn í hátíðina.
Næsta verkefni á dagskrá er að keyra út jólagjafir og gúrm til minna nánustu.



Svart og hvítt á aðfangadagsæfingu !
Grjótaðar haha


Þangað til næst
YKKAR EINLÆG
LOVE ALE
<3

18.12.14

JÓLÓræktarhugleiðingar Ale

Það eru eflaust margir sem hugleiða hvernig best sé að tækla komandi hátíð með tilheyrandi gúrmi og gleði og í rauninni er engin ein rétt leið.
Þegar uppi er staðið snýst þetta allt um hvaða árangur þú ert að sækjast eftir og hvernig þú vilt koma undan þessari hátíð.
Fyrir mér finnst mér bara afrek að halda sér í sama formi og allur auka árangur mikill sigur í gegnum þessa hátíð.
Tala ég því hér út frá mínum hugleiðingum og því sem ég geri í samræmi við það sem ég kenni ásamt Katrínu og Magga í Betri Árangri.


Í þjálfuninni vorum við Katrín byrjaðar að fá spurningar um jólamatar hugleiðingar inn í nóvember og mikið stress fyrir komandi tímum.

Með þetta eins og flest annað þá finnst mér hinn gullni millivegur mikilvægastur
 (elska hinn gullna meðalveg) <3
Allt er gott í hófi !




Fyrst og fremst finnst mér algjört
MUST að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar, það er ekki oft sem tilefni er til þess.
Það sem mér finnst einmitt svo skemmtilegt og einstakt við þessa hátíð er að þá koma flestir saman, fjölskyldur sem jafnvel hittast ekki nema einu sinni á ári við þetta tilefni.
Einstaklingar sem búa erlendis koma heim til þess að vera með sínum nánustu og eiga saman gleðistund.. það finnst mér eitthvað sem vert er að njóta án samviskubits :)




Eins og ég kom inn á þá er þetta hinn gullni meðalvegur...
Oft eru reyndar kræsingar hægri vinstri þennan mánuð, á vinnustöðum, hjá ættfólki sem maður heimsækir og svo framvegis.

Sem er visst challenge, en þá hef ég það sjálf einmitt sem leiðarljós að velja mér bestu kostina í hófi og ekki fá mér nema mig langri sjálfri í, ekki fyrir einhvern annan.. þá er ég ekkert að njóta þess.

Ég legg fyrir mér að desembermánuður sé bara að vera nokkuð venjulegur fram að jólum, þú hefur alltaf þennan nammidag í hverri viku framundan hornið sem þú getur geymt smákökur og annað jólagotterí fram að... 

Ég hef það sjálf alltaf frammi fyrir mér að stunda þennan holla og heilbrigða lífsstíl allan ársins hring.. enda skiptir MESTU máli hvað þú gerir alla hina dagana á árinu.
Af því ég borða svo hollt alla daga þá leyfi ég mér alveg að smakka eins og eina piparköku eða söru á virkum degi.. en stoppa líka þar.
Margir hugsa að um leið og þeir hafa fengið sér eitthvað eitt er dagurinn ónýtur og því voðin vís það sem frameftir er að honum.
Það er mjög röng hugsun, þá ekki einungis í þessum mánuði heldur alltaf.
Svo eru aðrir sem bara geta ekki leyft sér eitt án þess að tapa sér, þannig þá er gott að geyma þetta fram til betri tíma og þekkja sjálfan sig.


*Jólahátíðina sjálfa.. þessa þrjá daga:
///
Aðfangadag, jóladag og annan í jólum 
Kýs ég að njóta án samviskubits með minni fjölskyldu enda gúrmarar af guðs náð !
Mér finnst maturinn ekkert sérstaklega spes, nema hamborgarahryggurin.
Ég er hinsvegar veik fyrir súkkulaðinu, smákökunum og öllu jólanamminu.
... NAMM !


*Sjálfri finnst mér gott að æfa smá um jólin þar sem að flestar líkamsræktartöðvar eru nú opnar einhverja daga, bara fyrir líkama og sál og af því það er hluti af mínum lífsstíl.
Elska t.d. að mæta í ræktina með síams á Aðfangadag og koma heim í bakkelsi, það er svona okkar thiiiiing.
Jóladag hef ég hinsvegar alltaf sem hvíldardag og nýt þess svo sannarlega að sofa út, enda ekki margir slíkir dagar hjá mér á árinu.

Svo finnst mér algjör snilld að nýta sér það að fara í göngutúra með fjölskyldunni og anda að sér frísku lofti, allir sem hafa gott af því og enn betra að fara á sleða og koma svo inn í heitt kakó !

*Ég passa mig alltaf þegar ég tek nammidag og á það því líka við þessa daga.. að borða nokkuð hollt og reglulega yfir daginn eftir því hversu svöng ég er til þess að fá almennilega næringu með öllu sukkinu og er dugleg að drekka vatn.
Ég borða aldrei þannig að ég standi á blístri, heldur hlusta ég á líkamann og borða mig þannig að mér líður vel og ég sé temmilega södd.


*Þegar uppi er staðið bara að hafa bakvið eyrað hvaða árangri þú sækjist eftir að lokum hátíðarinnar, manni líður heldur ekkert vel í sálinni og hvað þá líkamanum að vera á beit öll jólin.. og hugsa að það sé hægt að taka þetta af sér í janúar.
Eftir hátíðarnar er svo bara að halda áfram að stunda þennan lífsstíl alla daga ársins.. því það er það sem skiptir máli
<3



Ég bloggaði einmitt smá MOTIVATION blogg um daginn sem gæti nýst öðrum vel þar sem að æfingarandinn á til að detta niður í öllu jólastressinu og gleðinni.
Mæli með því að lesa það yfir ef þú hefur ekki gert það nú þegar.. það má finna HÉR.


Ég læt þetta gott heita í bili en vona jafnframt að þessar hugleiðingar geri öðrum gott.
Og set ég stefnuna á eins og eina aðra færslu fyrir jólin enda er ég að detta í ofurjólagír!


LOVE ALE JÓLARÆKTARDURGUR <3



16.12.14

Hvað mótiverar þig í ræktinni?

Ég er mikill ofpælari og get oft gleymt mér í mínum eigin hugleiðingum.
Ég fór einmitt til heilunarmiðils í fyrsta skipti fyrr í haust og það fyrsta sem hún nefndi var þetta, sagði að heilinn minn fengi aldrei hvíld, væri stöðugt að vinna og pæla.
Þarf víst að vinna í að finna gullna millivegin í því eins og flestu öðru.. 
Kv. Allt eða ekkert týpan !

Ég er mikið búin að hugsa eftir mót... um hitt og þetta.
Það er náttúrlega skrítin tilfinning að fara úr því að vera heeeeltanaður og köttaður í það að fölna og bæta smá á kroppinn aftur (sem er samt náttúrlega bara MJÖG eðlilegt ástand og algjört must).
Sjálf kýs ég að gera það bara hægt og rólega, halda áfram svipaðri æfingarútínu og bæti hægt og rólega inn í mataræðið á nýjan leik.
Það er samt alltaf smá challenge að koma réttri rútínu á og finna út hvað hentar best, tala nú ekki um þegar maður er með svona óþekkan maga !

Svo eru kræsingar á hverju horni þessa dagana þar sem það eru korter í jólin og ég skil ekki hvernig ég get stundum farið yfir matardagbækur alla daga, hjálpað öðrum með sjálfan sig og samt verið hér í dag.. það er nokkuð magnað ef ég hugsa út í það.
Það getur stundum verið erfitt þar sem ég er alveg mannleg og er langt því frá fullkomin eins og sumir halda.

Með því að vera búin að ná langt í þessu sporti, er maður orðin opinber persóna fyrir þá sem fylgjast með sem er smá challenge ásamt því að vinna samhliða því í þessum geira og vera stanslaust að vinna með útlit, mat og annað því tengt.

Gleymi því aldrei þegar Katrín sagði við mig fyrst þegar ákvörðun var tekin um að stíga upp á svið að ég yrði að átta mig á því að þarna væri ég að gefa öðrum mikið færi á að gagnrýna mig..
En svo lengi sem ég get leitt eitthvað gott af mér og snerti aðra með því sem ég geri þá er það ávallt það sem hvetur mig áfram þegar illa gengur og rífur mig aftur á bak.
Því það er ómetanlegt að vita að maður geti haft slík áhrif og þegar uppi er staðið þá veit maður alltaf betur sjálfur og það er það sem skiptir mestu máli
<3



Við fáum oft inn spurningar í þjálfuninni um hvað mótiverar okkur áfram í ræktinni.
Ég hef stundum pælt í því, en aldrei fundið svona eitthvað eitt sem virkilega hvetur mig áfram, nema þá hvatningu að vita að það sé verið að fylgjast með mér.
Núna seinustu daga hef ég mikið pælt í þessu og í kjölfarið skoðað Instagram hjá fullt af erlendum og íslenskum stelpum sem eru í svipuðum sporum og ég..

Ég tók eftir því þegar ég svo renndi yfir mitt Instagram að það sést varla að ég sé fitnesskeppandi fyrir utan nokkrar myndir sem leynast þarna inn á milli, svo það er klárlega eitthvað sem ég ætla að bæta úr.
Þarf smá að stíga út fyrir þægindaramman og pósta inn öðru í þeim dúr með öllum gúrm baksturs og matarmyndunum mínum.. mætti halda að ég væri ungur og upprennandi bakari sem vill samt meina vel og kenna hollan og heilbrigaðn lífsstíl í bland við smá jákvæðni frekar en fitnesskeppandi haha..
Er bara eitthvað feimin við að pósta myndum af mér í ræktinni og hvað þá gera æfingar.

Það sem mótiverar mig áfram þessa dagana....

/// Mér finnst virkilega hvetjandi að skoða Instagram reikninga hjá keppnisstelpum sem sýna það að það er ekki eðlilegt að vera í keppnisformi allan ársins hring og pósta því myndir af forminu ON season og OFF season, kenna hollan og heilbrigðan lífsstíl og sýna skemmtilegar nýjar æfingar ( þá helst rassaæfingar mitt uppáhald ).

///
Svo er alltaf must að hafa gúrmei góðan peppunar playlist sem kemur manni í gírinn þegar maður hitar upp fyrir lyftingaræfinguna og komandi átök.

/// Það að hafa markmið til að vinna að finnst mér algjör nauðsyn sem hvatningu til þess að halda áfram og taka almennilega á því.
Ef ég er ekki með markmið er ég bara ómöguleg..
Gott er að skrá þau niður og hafa þau alltaf þar sem maður sér þau reglulega sem áminningu.

/// Setja mynd á desktopið á símanum eða tölvunni af draumaforminu, oft set ég líka mynd frá seinasta móti sem áminningu um að gera betur fyrir það næsta.

/// Svo er aldrei leiðinlegt að kaupa sér ræktarföt og mér finnst alltaf hvetjandi að mæta vel til höfð í ræktina (engar öfgar) bara þannig ég líti þokkalega vel út, þá líður mér vel og ég tek betur á því.
Mér er reyndar sama þótt ég sé nýskriðin úr rúminu fyrir morgunbrennslur, það er bara kósý.

/// Að hafa góðan ræktarfélaga getur verið hvetjandi ef að báðir aðilar geta gefið af sér. Ég hef verið að mæta með Ástu vinkonu minni á nokkrar æfingar og svo síamsinu mínu henni Ísu í bootayyyworkouts síðustu vikur og það er ótrúlega gaman að fá önnur sjónahorn, tilbreytingu og líka bara að eiga góða stund.

/// Ég setti einmitt inn mynd á likesíðuna mína og Instagram fyrir helgi af jólagjöfinni minni frá mér til mín.
Eitt það dýrmætasta sem þú getur fjárfest í er heilsan.. þess vegna gaf ég sjálfri mér rúllu til að vera duglegri að rúlla og teygja (sem er eitt af mínum markmiðum og ég þarf nauðsynlega að bæta) ásamt púlsmæli.
Ég hef oft fengið spurningar um púlsmælinn í vinnunni en aldrei prufað sjálf.
Nú hef ég verið með þennan fína bleika púlsmæli á mér í viku og hann er alveg einstaklega peppandi og mótvierandi til að taka almennilega á því og gefa ekkert eftir á æfingum.

Mig langar mikið til að heyra hvað mótiverar aðra ????
Megið endilega deila því með í kommentum á færsluna sem hvatningu fyrir aðrar sem lesa og mig að sjálfsögðu :)


Ræktarsíams og jólagjöfin fína, bleikt að sjálfsögðu


Elska að vera á skíðavélinni og blasta þessu í botn í bleiku Beats !


Peppmyndin á símanum mínum.. formið til að bæta ef markmiðið verður mót.


Hef yfirleitt alltaf æft í peysu þegar ég tek fætur til að geta beygt án þess að stöngin nuddi mann, en Ísa snillingur kynnti mér fyrir svona langermabol sem er algjör snilld og því nýjasta viðbótin í ræktarsafnið... var spennt að taka æfingu í svona fínu dressi.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en datt hér í ágætishugleiðingar og set stefnuna á smá JÓLÓræktarhugleiðingar í komandi bloggi.. flestar smá smeykar við komandi hátíð en vonandi get ég komið með góða punkta og pælingar :D

ÞANGAÐ TIL NÆST
LOVE ALE
<3
7.12.14

Jóladaydreaming



Staðan á K69 eftir OFURjólahreingerninguna sem við síams tókum hér í morgun.
Kickstörtum flesta sunnudaga á morgunbrennslu til að byrja nýja viku, svo tókum við round two í brennslunni ásamt smá hafrakökubakstri sem lét íbúðina ilma eins og kanil...
Bara kósý !

Ég segi annars alltaf að hugurinn ber mann hálfa leið, þar sem það hefur sýnt sig og sannað í gegnum tíðina.
Þá reyndar hvað árangur, rétt hugarfar og annað varðar.. en ætli það virki líka á þá hluti sem manni langar í !? 



Það er allavega hægt að dreyma og leyfa huganum að reyka.
Geri það oft fyrir í símanum á elsku Pinterest þegar ég er að detta í svefninn.

Ég er yfirleitt þessi týpa sem fær eitthverja flugu í hausinn um að langa í eitthvað, get þá ekki hætt að hugsa um það og kaupi mér það bara sjálf eftir að hafa sparað fyrir því..
Fer samt allt eftir hvað það kostar.. ýmislegt spennandi sem situr á hakanum hehe..
En ég má allavega eiga það að vera ofpælari mikill og spái þá mikið í öllu áður en ég læt kaupin verða að veruleika, það hefur komið í veg fyrir mörg draslkaup.

Sjálf elska ég að gefa gjafir.. það er svo mikið gaman !
Mér finnst ofur mikilvægt að hver gjöf komi frá hjartanu og skiptir verð mig engu máli.
Þá finnst mér algjört MUST að fá persónulegt og krúttað kort með, finnst það oft mikið skemmtilegra en gjöfin sjálf.


Ég get svoleiðis misst mig í pappírs, korta og gjafabandavali.. þetta þarf allt að vera í stíl.
(sem er mjög fyndið því þetta er nú yfirleitt rifið upp á núll einni).
Það má því segja að ég sé alveg í essinu mínu yfir þennan tíma.. bakstur, pakka inn pökkum, skrifa á kort, versla og ekkert nema gleði

Ég ákvað að leyfa huganum að taka smá daydream rúnt..
<3

Það kemur kannski engum á óvart að mig dreymir enn bleika Kitchen Aid og fær hún því að tróna efst á listanum.




Well hello there beautiful !

Ég einmitt bráðnaði þegar Amma krúttkisi með meiru hringdi áðan til að spyrja hvað mig langaði í jólagjöf og hvað Kitchen Aid kostaði af því hún hefur séð á blogginu mínu að mig langar í þannig og hvort það væri ekki hægt að leggja í púkk fyrir mig.. hversu mikil dúlla!


Dreymir rauða skó.. helst svona Reebook Hi tops 




Einu sinni var ég þessi silfurtýpa en núna elska ég gylltan.. langar svo mikið í svona krúttaðan og petite gylltan hring og hálsmen í stíl til að vera alltaf með.




Það er aðeins búið að ganga á birgðirnar sem ég kom með heim frá seinustu USA ferðinni minni og maður á aldrei of mikið af góðri lykt.
Þrái svona Warm Sugar Vanilla lykt, á hana reyndar ekki sjálf en fann hjá vinkonu minni og ég þrái hana svo gooood og hefði ekki á móti að eiga allt í þeirri línu ásamt Oahu línunni þeirra, spreyjið mitt er að klárast :(




Á svona vesti nema ekki með loði.. finnst það svo fínt og svona húfa er must fyrir kuldaskræfu í stíl við vettlingana sem ég fékk í jólógjöf frá Katrínu og Bess family í fyrra.


Þrái hvíta ferðaburstasett frá MAC, svona mini size og algjör snilld.

Gæti reyndað talið upp fleira misgáfulegt.. eins og Protein Cheerios kassa til að eiga á lager, meira makeupstöff, fleiri föt og annað í þeim dúr en þetta er svona top of my mind.

Svo er bara bakstur og annað skemmtilegt framundan víjjj !

Þangað til næst
LOVE ALE
<3
4.12.14

keppnis, gleði, little things


VÁ hvað ég er eitthvað glöð í hjartanu mínu í dag <3


Ég er svo allan daginn mikið þessi týpa og þarf því rosalega lítið til að gleðja mig.
Bara það að koma heim og Ísa hefur kannski keypt handa mér uppáhalds súkkulaðið mitt, einhver kommentar eitthvað fallegt á mynd hjá mér eða segir eitthvað fallegt... þannig hlutir bara make my day stundum.
Þykir svo vænt um svona hluti sem koma beint frá hjartanu eða hitta beint í hjarta stað :)

Ég las einu sinni kvót sem Larissa Reis póstaði inn eftir mót sem hún keppti á fyrir um tveimur árum og náði ekki toppsæti í sínum flokki ( hún keppir í Figure eða Fitness í USA).
Það hefur fylgt mér síðan því mér finnst þessi orð koma svo inn á það hugarfar sem ég hef ávallt farið með inn í undirbúning fyrir mót og á keppnisdaginn sjálfan að sjálfsögðu.

"
I'm competitive with myself, but not with other people. I set goals for myself. I don't really care about winning or losing as long as I do my best "

Mér finnst fátt leiðinlegra að svara spurningum þegar fólk hittir mig hvort ég sé svekkt, sár, ósátt eða fúl eftir að hafa ekki lennt í fyrsta sæti á seinasta móti.
Auðvitað stefnir maður alltaf að fyrsta sæti þegar maður keppir og er það alltaf markmiðið, en svo er það undir dómurum komið og þinni framistöðu að sjálfsögðu hvernig úrslit enda, þú getur ekki beint hlaupið fyrstur í mark þegar keppt er í sporti eins og þessu.

En ég myndi líka ekki halda áfram að gera þetta, nema að því að mér finnst þetta gaman og þetta fellur vel við OFUR metnaðinn sem ég hef.
Ef það kæmi að því að ég þyrfti að breyta mér einhvern vegin á þann hátt sem mig langar ekki, þá yrði það endapunktur fyrir mig.

Því mér finnst mikilvægt í hvert skipti að vera SÁTT með sitt og að sjálfsögðu sigra sjálfan sig og gera betur en seinast.
Ég vil ekki geta litið til baka og svekkt mig á einhverju sem ég hefði mátt gera betur.
Þess vegna er ég líka bara ALLIN í undrbúningnum frá degi eitt og tek aldrei ákvörðun um þáttöku nema rétt áður en skráningu lýkur.
Útgeislunin á sviðinu stjórnast svo ótrúlega mikið út frá eigin líðan.

Til þess að svara þeim vangaveltum um hvort ég sé ósatt eða annað í þeim dúr, þá er svarið svo algjörlega á þann veg að ég er langt því frá ósátt.
Réttar sagt hef ég aldrei verið jafn ánægð með árangurinn minn hingað til.

Í dag setti hann Konni þjálfari myndband frá mótinu núna í nóvember.
Verð að bæta hrósi við áður en ég held áfram á þá vinnu sem hann leggur í þetta sport.
Ekkert smá gaman og ómetanlegt að geta fengið að horfa á þetta eftir á, alveg til fyrirmyndar :)



TENGILL Á MYNDBANDIÐ MÁ FINNA HÉR

Fyrir mér er í rauninni ekkert mál að mæta á æfingar hvort sem það er að brenna eða lyfta því ég nýt þess í botn, bæði fæ ég mikla útrás í brennslunni og lyftingunum.
Veit fáar tilfinningar sem eru jafn ljúfar og að labba rennisveitt útaf æfingu.
Mataræðið er svo einnig nokkuð auðvelt fyrir mig enda örugglega komin með procard í yfiferð matardagbóka, að sama sinni eru aldrei neinar öfgar í því og ég borða hollt allan árasins hring og þarf því einungis rétt að skerpa á því fyrir mót.

HINSVEGAR hef ég átt ótrúlega erfitt með að sinna því að teygja, labba á hælum, pósa og vera full sjálfstrausts á sviðinu.. þrátt fyrir að eiga ekkert mál með að kenna öðrum það.
Fyrir þetta mót ákvað ég að vinna í þessu og fékk miss Síams, mína litluSTÓRU systir Ísabel til að hjálpa mér, enda hefur hún keppt sjálf og getur verið alveg brútal honest.



Síams saman á góðri stundu!

Það er því henni að þakka ásamt Katrínu, sem stimplaði það inn í hausinn á mér að ég fengi ekki að keppa nema vinna að þessum bætingum.
Að ég er virkilega sátt og get horft á myndbandið frá mótinu með bros á vör, gæsahúð og eiginlega bara í skýjunum yfir bætingum frá því allra fyrst... kom mér virkilega á óvart hversu örugg ég er á sviðinu.. svo mikill sigur.
Það eru þessir hlutir sem gera þetta allt þess virði og mig glaða í hjartanu !
Ég vissi ekki að ég hefði þessa bombueiginleika í mér :)

Gott má samt alltaf gera betur og því bara markmið í náinni framtíð að bæta það sem bætast getur ef stefnan verður aftur sett á sviðið í náinni framtíð.

Ykkar einlægi glaði ræktardurgur og fitnessnaggur
ALE
<3
30.11.14

Jólógleðin í hæðstu hæðum

Gleðilegan fyrsta í aðventu kæru lesendur <3

Undirrituð vaknaði í þessum líka svaðalega jólafíling..!
Fór út í búð að versla í matinn ásamt síams og við mættum heim í fullskreytta íbúð..
Elska hvað jólin eru svona tíminn sem þjappar fjölskylduna meira saman.. það er eitthvað svo ljúft og gott fyrir sálina.

Ég fékk þá flugu í hausinn að henda saman í aðventueitthvað í tilefni dagsins, af því ég hef aldrei verið með aðventukrans í gegnum tíðina.. Pabbi var ekkert voða sáttur með útkomuna, en ég er svo stolt af þessu meistaraverki sem er vægast sagt með smá Barbieívafi og tók mig einungis 5 mínútur að græja.



Hráefnið verlsaði ég í Rumfó og kostaði einungis 3000 kr :)
Diskur - bleikt tré - 4x stjörnukerti - 3 pk af kúlum og VOILA!

Við síamst getum svo verið lúmskt krúttaðar í okkur.
Erum búnar að kreiva að fara kaupa okkur heitt kakó saman eftir að við sáum auglýsingu frá
Kaffitár og í framhaldinu taka röltið niðrí bæ eða Kringlunni.
Ég er samt svo dugleg að vinna þegar ég á að vera í fríi, þannig það hefur smá setið á hakanum.. þess vegna tókum við málin í okkar eigin hendur.


Umrædd gúrm auglýsing.. þetta súkkulaði lengsti niðrí til hægri NAMM!


En við splæstum í Jólóbolla fyrir meðlimi K69 ásamt alvöru chocolate og sykurpúðum (ég er þessi týpa sem vill hafa mikið af þeim, týndi alltaf upp úr Swiss miss dollunni til að fá meira hehe ).. eiginlega sykurpúðar með smá kakói.. gott að hafa þetta í grillstærðinni þá.

Þegar maður dettur í svona shoppingspreegír er erfitt að komast hjá því að setja meira ofan í blessuðu körfuna.. náði að hemja mig og endaði einungis með eina bleika seríu til viðbótar.


Þessi var eiginlega bara merkt mér.


Reyndar ekki margir staðir í boði til þess að koma henni fyrir, en hún fékk svona svaðalega fínt pláss hjá skartgripunum mínum.

Svo til að toppa allt þá er pabbi búinn að gefa grænt ljós á að elsku fallega jólatréið mitt megi vera uppi þessi jólin.. WHAT A MAN !
Þar sem það er bleikt, hvítt og fjólublátt hafði ég enga trú á að fá JÁ.
Daddy Yankee og Ísa fengu það verkefni að sjá um tréið í fyrra og skitu verulega upp á bak þar sem við enduðum með 200 kr blikkandi plastjólatré úr Rumfó sem upprunalega átti að vera borðskraut.


FLOTTUST og vel sáttust við tréið.

Hlakka líka mikið til að fara til mammsí Gúrm eins og ég kalla hana og taka roundið í jólabakstrinum.. held þetta verði ekkert flókið þetta árið, heldur set stefnuna á SÖRUR ala Ale, döðlugott og svo uppáhalds kókostoppa <3


Við gúrmararnir á góðri stundu.

Svo náttúrlega kannski mæti ég einn daginn heim og það er bara bleik Kitchen Aid við dyrnar.... #dagdraumar hehe :)

Þangað til að ég dett í alvöru SÆLKERA bakstur, þá læt ég elsku hafraklattana mína duga og ég ákvað að setja þá í Hátíðarbúning í tilefni desembermánuðar.
Smellti sem sagt í tv- hátíðarkombó.. ekkert mikil breyting frá upprunalegu uppskriftinni sem finna má HÉR nema að ég sleppi núna sykurlausa sýrópinu og eggjaskammtinum breytti ég í 1 heilt egg og eina hvítu.



Fyrra kombóið fyrir ofan er sem sagt bara sömu hollustuklattarnir nema ég dreifi smá möndluflögum ofan á til að gera meira djúsí og gúrm.. í blönduna fyrir neðan setti ég hálft rautt epli með í uppskriftina..
Það er eitthvað við epli, kanil og möndlur sem er svo JÓLÓ :)
OG það besta er að þetta má borða með hreinni samvisku fram að jólum.. en um jólin eru eiginlega þjálfararáð að smella smá súkkulaði með líka ;)

Ég held ég hafi jólað yfir mig í þessu bloggi og gott betur en það.. þannig ég læt þetta gott heita..

Þangað til næst
LOVE ALE jólabarn
<3