Það eru eflaust margir sem hugleiða hvernig best sé að tækla komandi hátíð með tilheyrandi gúrmi og gleði og í rauninni er engin ein rétt leið.
Þegar uppi er staðið snýst þetta allt um hvaða árangur þú ert að sækjast eftir og hvernig þú vilt koma undan þessari hátíð.
Fyrir mér finnst mér bara afrek að halda sér í sama formi og allur auka árangur mikill sigur í gegnum þessa hátíð.
Tala ég því hér út frá mínum hugleiðingum og því sem ég geri í samræmi við það sem ég kenni ásamt Katrínu og Magga í Betri Árangri.
Í þjálfuninni vorum við Katrín byrjaðar að fá spurningar um jólamatar hugleiðingar inn í nóvember og mikið stress fyrir komandi tímum.
Með þetta eins og flest annað þá finnst mér hinn gullni millivegur mikilvægastur
(elska hinn gullna meðalveg) <3
Allt er gott í hófi !
Þegar uppi er staðið snýst þetta allt um hvaða árangur þú ert að sækjast eftir og hvernig þú vilt koma undan þessari hátíð.
Fyrir mér finnst mér bara afrek að halda sér í sama formi og allur auka árangur mikill sigur í gegnum þessa hátíð.
Tala ég því hér út frá mínum hugleiðingum og því sem ég geri í samræmi við það sem ég kenni ásamt Katrínu og Magga í Betri Árangri.
Í þjálfuninni vorum við Katrín byrjaðar að fá spurningar um jólamatar hugleiðingar inn í nóvember og mikið stress fyrir komandi tímum.
Með þetta eins og flest annað þá finnst mér hinn gullni millivegur mikilvægastur
(elska hinn gullna meðalveg) <3
Allt er gott í hófi !
Fyrst og fremst finnst mér algjört MUST að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar, það er ekki oft sem tilefni er til þess.
Það sem mér finnst einmitt svo skemmtilegt og einstakt við þessa hátíð er að þá koma flestir saman, fjölskyldur sem jafnvel hittast ekki nema einu sinni á ári við þetta tilefni.
Einstaklingar sem búa erlendis koma heim til þess að vera með sínum nánustu og eiga saman gleðistund.. það finnst mér eitthvað sem vert er að njóta án samviskubits :)
Eins og ég kom inn á þá er þetta hinn gullni meðalvegur...
Oft eru reyndar kræsingar hægri vinstri þennan mánuð, á vinnustöðum, hjá ættfólki sem maður heimsækir og svo framvegis.
Sem er visst challenge, en þá hef ég það sjálf einmitt sem leiðarljós að velja mér bestu kostina í hófi og ekki fá mér nema mig langri sjálfri í, ekki fyrir einhvern annan.. þá er ég ekkert að njóta þess.
Ég legg fyrir mér að desembermánuður sé bara að vera nokkuð venjulegur fram að jólum, þú hefur alltaf þennan nammidag í hverri viku framundan hornið sem þú getur geymt smákökur og annað jólagotterí fram að...
Ég hef það sjálf alltaf frammi fyrir mér að stunda þennan holla og heilbrigða lífsstíl allan ársins hring.. enda skiptir MESTU máli hvað þú gerir alla hina dagana á árinu.
Af því ég borða svo hollt alla daga þá leyfi ég mér alveg að smakka eins og eina piparköku eða söru á virkum degi.. en stoppa líka þar.
Margir hugsa að um leið og þeir hafa fengið sér eitthvað eitt er dagurinn ónýtur og því voðin vís það sem frameftir er að honum.
Það er mjög röng hugsun, þá ekki einungis í þessum mánuði heldur alltaf.
Svo eru aðrir sem bara geta ekki leyft sér eitt án þess að tapa sér, þannig þá er gott að geyma þetta fram til betri tíma og þekkja sjálfan sig.
*Jólahátíðina sjálfa.. þessa þrjá daga:
/// Aðfangadag, jóladag og annan í jólum
Kýs ég að njóta án samviskubits með minni fjölskyldu enda gúrmarar af guðs náð !
Mér finnst maturinn ekkert sérstaklega spes, nema hamborgarahryggurin.
Ég er hinsvegar veik fyrir súkkulaðinu, smákökunum og öllu jólanamminu.
... NAMM !
*Sjálfri finnst mér gott að æfa smá um jólin þar sem að flestar líkamsræktartöðvar eru nú opnar einhverja daga, bara fyrir líkama og sál og af því það er hluti af mínum lífsstíl.
Elska t.d. að mæta í ræktina með síams á Aðfangadag og koma heim í bakkelsi, það er svona okkar thiiiiing.
Jóladag hef ég hinsvegar alltaf sem hvíldardag og nýt þess svo sannarlega að sofa út, enda ekki margir slíkir dagar hjá mér á árinu.
Svo finnst mér algjör snilld að nýta sér það að fara í göngutúra með fjölskyldunni og anda að sér frísku lofti, allir sem hafa gott af því og enn betra að fara á sleða og koma svo inn í heitt kakó !
*Ég passa mig alltaf þegar ég tek nammidag og á það því líka við þessa daga.. að borða nokkuð hollt og reglulega yfir daginn eftir því hversu svöng ég er til þess að fá almennilega næringu með öllu sukkinu og er dugleg að drekka vatn.
Ég borða aldrei þannig að ég standi á blístri, heldur hlusta ég á líkamann og borða mig þannig að mér líður vel og ég sé temmilega södd.
*Þegar uppi er staðið bara að hafa bakvið eyrað hvaða árangri þú sækjist eftir að lokum hátíðarinnar, manni líður heldur ekkert vel í sálinni og hvað þá líkamanum að vera á beit öll jólin.. og hugsa að það sé hægt að taka þetta af sér í janúar.
Eftir hátíðarnar er svo bara að halda áfram að stunda þennan lífsstíl alla daga ársins.. því það er það sem skiptir máli <3
Ég bloggaði einmitt smá MOTIVATION blogg um daginn sem gæti nýst öðrum vel þar sem að æfingarandinn á til að detta niður í öllu jólastressinu og gleðinni.
Mæli með því að lesa það yfir ef þú hefur ekki gert það nú þegar.. það má finna HÉR.
Ég læt þetta gott heita í bili en vona jafnframt að þessar hugleiðingar geri öðrum gott.
Og set ég stefnuna á eins og eina aðra færslu fyrir jólin enda er ég að detta í ofurjólagír!
LOVE ALE JÓLARÆKTARDURGUR <3
0 ummæli:
Skrifa ummæli