Þeir sem hafa fylgst með mér í gegnum tíðina vita hversu sterk ást mín á kanil er. Ég nota hann mögulega í óhófi, en ég bara ræð ekki við mig þegar það kemur að því að nota hann á grautinn eða í uppskrftir.
Verandi þessi kanilperri sem ég er, þá hef ég vissulega prufað mig áfram og smakkað fleiri en eina tegund. Minn allra uppáhalds kanill er Saigon kanill og fæst í Ámunni, það eina er að ein dós af honum er frekar lítil og kostar sitt. Það getur safnast fljótt saman fyrir einstakling sem elskar kanil sjáið til.
Ég var því í skýjunum og hoppandi skoppandi glöð þegar ég fór í Kost um daginn og fann sömu týpuna frá öðru merki. Eins og flest sem fæst í Kosti var hann í ofurpakkningu fyrir Amerísk heimili og hentaði mér því mjög vel.
Ég festi kaup á einni dollu sem kostaði einungis 800 kr sem ég tel gjöf en ekki gjald fyrir þessa snilld.
Munurinn á þessum kanil og til dæmis venjulegum kanil í Bónus er að hann er töluvert sætari og ekki eins þurr og gefur því betra bragð.
Mæli með þessum fyrir aðra sem elska kanil
Kveðja,
Ale Sif
http://aman.is/Vorur/Kanill_Saigon_Cinnamon/
SvaraEyða