15.6.16

Hrós dagsins fær Sculpt farðinn frá Make Up Store


Færslan er unnin í samstarfi við Make Up Store og var farðinn gjöf

Frá því að ég byrjaði að hafa brennandi áhuga á förðun hefur Make Up Store verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég fór svo að vinna þar nokkrum árum seinna var það draumur sem varð að veruleika. Ég vann þar í nánast fjögur ár og lærði því á vörurnar frá þeim. 

Ég hef prufað ýmsar snyrtivörur eftir að ég hætti þar en það eru fáar sem að hafa komist með tærnar þar sem að Make Up Store er með hælana. 

Ég var því mjög spennt fyrir því að prufa nýjasta farðan frá þeim sem var að koma á markaðinn þar sem að Matt Foundation frá þeim hefur verið minn farði í gegnum tíðina. Hann heitir Sculpt Excellence og er farðinn olíulaus, crueltyfree og parabenfree.

Ég valdi mér litinn Corn sem er litur númer tvö í röðinni. Farðinn er fljótandi og einstaklega silkikenndur. Það góða er að hann endist líka mjög lengi og veitir ótrúlega góða þekju. Maður þarf einungis að nota örlítið af honum þar sem að það dreifist mjög vel úr honum. 

Á myndinni fyrir neðan má sjá farðann í dagsbirtu án filters. Ég bar hann á með duo foundation brush, sem gefur örlítið léttari þekju heldur en flatur bursti. 
Það kom mér eiginlega á óvart þegar ég leit á myndina hversu fallega farðinn kom út. Ég vissi að hann væri góður en hann fór alveg fram úr mínum væntingum.Þarna er ég að taka mig til fyrir fínna tilefni en ég hef einnig prufað að farða mig með honum fyrir vinnu og er endingin yfir daginn mjög góð.

Farðinn fær því hrós dagsins frá mér og mun taka við af Matt Foundation sem minn reglulegi farði.


Kveðja,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli