14.3.16

Úr Ræktardurgi yfir í Ale Sif


Blessuð og sæl kæru lesendur,

Ég er enn í fullu fjöri hér hvað bloggið varðar. Því miður koma stundum svona tarnir inn á milli. Eins og seinasta vikan var, hafði ég engin tök á að opna tölvuna eftir vinnu. Ég sé fram á að það verði þannig eitthvað fram að páskum, en geri mitt besta að sjálfsögðu.

Annars langaði mig til þess að nýta þessa færslu og leyfa ykkur að fylgjast með mér. Þannig er mál með vexti að eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með, þá hef ég skrifað sem Ræktardurgurinn fyrir DV og Bleikt.
Þegar það tækifæri bankaði upp á dyrnar þurfti ég að finna heiti á dálkinn minn og varð Ræktardurgurinn fyrir valinu, það kom einhvern vegin ekki neitt annað til greina á þeim tíma.
Ég byrjaði að skrifa fyrir DV í febrúar í fyrra og færði mig svo yfir til Bleikt þegar þeir hófu útgáfu á blaði sem kemur út annan hvorn laugardag.
Nú hef ég einnig skrifað þar sem Ræktardurgurinn, en ýmist verið að skrifa um farðanir, heilsu, andlega líðan og fleira efni sem er mér kærkomið.. eins og t.d. innanhúsarkitektúr og annað sem að er kannski ekki svo Ræktardurgslegt.

Þar sem að allir mínir samfélagsmiðlar tengjast nafninu mínu.
Instagram: alesif

Snapchat: alesifnikka
Facebook likesíðan: Ale Sif

Ætla ég framvegis að segja skilið við Ræktardurgsnafnið í skrifum mínum fyrir Bleikt og mun því einfaldlega skrifa þar undir nafninu mínu Ale Sif.
Engar áhyggjur.. Ræktardurgurinn mun ávallt vera til staðar og deila með ykkur æfingum og annari snilld í kringum hollan og heilbrigðan lífsstíl.
Það eru fleiri sem tengja við seinna nafnið og mér finnst það sýna meira þá persónu sem ég ber að geyma.

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með mér.
Næsta blað af Bleikt kemur út næstkomandi laugardag :)
ALE SIF <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli