3.3.16

Hafragrauturinn og próteinpannsan mín af Snapchat


Það hafa margir verið að leita af uppskriftinni af hafragrautnum mínum og próteinpönnsunni minni hér á blogginu. Ég deildi þeirri snilld einungis á Snapchattinu mínu, en mér fannst hvort tveggja eiga skilið að vera hér á blogginu þar sem að Snapchat er aðeins skammlífara.

Dembum okkur fyrst í grautinn..


Ég er mjög hrifin af því að gera hafragrautinn minn deginum áður. Það sparar mér bæði tíma og hann er líka sömuleiðis svo mikið betri svona kaldur. Ég á það til að hrissta stundum upp í meðlætinu, en grunnurinn er ávallt hinn sami. Sem sagt kanill með höfrum og lítið af vatni. Með því að nota vatn í litlu magni, verður grauturinn svona klessukenndur og extra gúrm. Mér finnst líka nauðsynlegt að grauturinn innihaldi annaðhvort rúsínur eða döðlur.

Kaldur möndlusmjörsgrautur

-morgunmatur

Það sem að þú þarft er:
- 35 g tröllahafrarar og venjulegir hafrar blandað saman
- Hálfur stappaður banani
- 1 tsk rúsínur
- Smá vatn
- Kanill eftir smekk
- 1 tsk möndlusmjör

Aðferð:

Ég byrja á því að stappa bananan vel við hafrana í skál. Því næst set ég vatnið og kanillinn út á og að lokum rúsínurnar. Ég bíð með að setja möndlusmjörið og hræri þetta allt vel saman. En það er gott að hafa það bakvið eyrað að vatnið mun minnka við upphitun. Grauturinn er settur inn í örbylgju í um 1 mín og þegar hann er tekinn út er möndlusmjörinu hrært við.
Best er að setja grautinn í gott næstisbox og leyfa honum að kólna aðeins áður en hann er geymdur í kæli yfir nóttu.

Hafrapróteinpannsa
-millimál eða morgunmatur

Það sem að þú þarft er:
- 30 g Whey prótein 
- 20 g haframjöl
- 30 g eggjahvítur
- Smá vatn
- Pam sprey

Aðferð:

Ég byrja á því að þeyta eggjahvíturnar og hafrana saman í skál með gaffli. Því næst bæði ég próteinduftinu við hægt og rólega og þeyti vel við blönduna. Ég bæti svo við vatni eftir smekk, en mér finnst gott að hafa pönnukökuna ekki of þunna.
Þegar ég hef blandað hráefninu vel saman, spreyja ég pönnuna með PAM spreyinu og steiki pönnukökuna á lágum hita. Ég passa að gera það ekki of lengi af því að þá getur hún orðið of þurr, gott að hafa hana smá mjúka.

Tips:

Eins og ég segi fyrir ofan, hentar þetta vel sem millimál. En hinsvegar má gera þetta að morgunerverði og þannig sömuleiðis meira gúrm. Það má gera með þunnu lagi af hnetusmjöri, ávöxtum (bananar henta mjög vel), smyrja skyri eða eitthvað í því lagi ofan á.
Njótið vel,
ALE <3


0 ummæli:

Skrifa ummæli