5.8.15

Góðan og blessaðan ágúst

Jæja krakkar mínir komiði sæl !

Það eru eflaust flestir að skríða heim og saman eftir þynnku helgarinnar hoho..

En svo er ekki hjá undirritaðri.. Ég viðurkenni fúslega að ég hefði viljað detta í dólg og vera smá flippuð þessa helgina. Það var því miður ekki í boði þar sem að húðlyfin sem ég er á bjóða ekki upp á það. Þau hafa sannarlega sett strik í reikninginn hvað þetta sumar varðar, eeeen því fer nú að ljúka bráðum. Ekki það að ég held að ágúst verði einn besti mánuður sumarsins, ef marka má veðurfarið seinustu daga. Ég verð bara inni í kósý og bíð spennt eftir næsta sumri haha..

Í stað þess að vera dólgur um helgina var helgin nýtt í að hlaða batteríin fyrir komandi tíma í vinnunni og að sjálfsögðu rækta líkama og sál eins og alla hina daga ársins. Ég var einmitt mega glöð að ná að mastera markmið ágúst mánuðar strax á fyrsta degi, í uppáhalds æfingunni minni. Ég fæ alltaf svona æði fyrir eitthverri æfingu hverju sinni og set mér markmið með þyngdir. Þessi æfing er algjört grjót og þvílík snilld fyrir rassinn þar sem að rasskinnarnar loga eftir á, sé hún framkvæmd rétt. Hana getur þú fundið HÉR. Náði einmitt að taka allan rekkann vúhú !

Það var svo gaman að mæta í vinnuna í gær og hafa nóg fyrir stafni, enda allt farið á fullt fyrir komandi tíma. Vorum að bæta við dagsetningum í ágúst í gær. Og í tilefni þess var smellt í eitt stykki myndartöku, ég var hinsvegar hinumegin við myndavélina að þessu sinni. Hægt er að skoða skráningarsíðuna HÉR.Það sem ég vinn með myndarlegum eintökum ! :D

Mér finnst alltaf fleiri huga að bættum lífsstíl eftir sumartímann, frekar en á meðan sumrinu stendur. Enda oftast nær talsvert meiri rútína sem fylgir haustinu, þegar skólarnir hefja starfsemi á ný ásamt leikskólum og flestir hafa klárað sumarfríið sitt. Ég tók einmitt þessar hugleiðingar fyrir á nýjustu síðunni hjá Ræktardurgsa, sem kom út í morgun. Þar hvet ég ykkur meðal annars til að setja niður markmið fyrir komandi haust og deili einnig góðum ráðum til þess að koma sér aftur í gang.. klárlega skyldulesning fyrir þá sem vantar pepp fyrir komandi tíma.

Sjálf set ég mér markmið reglulega í ræktinni til þess að halda mér við efnið og vinna að bætingum. Til þess að hvetja mig áfram og fylgjast með bætingum, mælum við Team Betri Árangur okkur á sirka 4 vikna fresti og tökum myndir. Ekki frábrugðið því sem við gerum í þjálfuninni.

... MARKMIÐIN MÍN sem stendur er að halda áfram að móta og tóna kroppinn. Lyfin sem ég er á draga reyndar smá úr árangri og gera erfiðara fyrir. En ég reyni eftir bestu getu að vinna með það og er því dugleg að teygja og mæta reglulega til kírópraktors, þannig ég geti æft. Enda gerir það algjörlega daginn minn að æfa... svo mikiðmikiðmikið best í heimi.
Er mjög sátt þegar ég ber saman formið mitt núna og fyrir ári síðan. Á seinasta ári æfði ég lítið vegna magakasta og rannsókna. Ég hef því bætt talsvert af vöðvamassa á mig síðan þá. Ég ætla að gerast svo djörf og bjartsýn og setja stefnuna á að vera í mínu besta offseason formi þegar ég klára lyfin í október og get orðið ÉG aftur.. EN fyrst og fremst ætla ég að sjálfsögðu að vera sátt í eigin skinni og líða vel.

Það sem ég hlakka til !

Hlakka til að vera duglegri í blogginu og deila með ykkur ýmsum fróðleik eftir sumarfríið mitt frá bloggheimum.

Enda þetta á góðu ráði frá Miss Nicole Wilkins, fannst það meika svolítið sens á skemmtilegan hátt.Þangað til næst,
LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli