9.8.15

Það sem ég elska snyrtivörur


óbbosssí....Ég er svo mikill snyrtivöruperri að ég á erfitt með mig !
Er búin að vera skoða mér svolítið til á Pinterest og fá innblástur. Rósa vinkona kom í heimsókn um daginn og sýndi mér nýjustu palletturnar sem hún var að fá sér, Naked pallettuna frá Urban Decay sem heitir Smoky og aðra pallettu með sem heitir Tartelette. Um leið og ég vissi að Naked væri að gefa út nýja pallettu, langaði mig til þess að eignast hana. Augnskuggarnir frá þessu merki eru í miklu uppáhaldi, á nú þegar Naked 1 og 3, ásamt nokkrum stökum augnskuggum. Hinsvegar eftir að hafa skoðað báðar þessar sem Rósa keypti sér, er ég eiginlega frekar á því að kaupa þessa Tartelette palletu...
 I'm soooo in loooove !

Naked Smoky pallettanTartelette pallettan
Hugsa að þetta verði hluti af afmælisgjöfinni í ár.. styttist óþægilega mikið í 27 árin.


Förðun með Tartelette pallettunni.. svo fallegir litir og einmitt svona sem ég fíla.

Ég er eitthvað svo mikið fyrir svona matta liti núna, með smá svona brúnum og bleikum tónum. Keypti mér einmitt tvö slík naglalökk í seinasta mánuði frá Essie, litina Lady Like og Island Hopping. Ég reyndar fór til þess að kaupa þetta seinna, en virðist ekki geta keypt bara eitt í einu og alltaf enda fleiri naglalökk í körfunni. Af því ég á einmitt ekki fulla hillu heima. Er annars búin að prufa bæði og notað þau til skiptis síðan ég keypti þau, svolítið sátt með kaupin og þau svo sannarlega að skila sér.


Þegar ég mála mig sjálf er ég alltaf með hugan við að heildarlúkkið spili saman, læt oftast nær kinnalitinn, varalitinn og naglalakkið vera svona í svipuðum fíling.

Naglalökkin voru því keypt með uppáhalds varalitakombóin mín í huga.


Ég er einnig svolítið í bleikbrúnum tónum þar á bæ.

Þessir eru uppáhalds þessa stundina:
MAC Please me varalitur
MAC Faux varalitur
Artdeco varablýantur númer 19, nota hann við báða varalitina.
Make up Store varablýantur Faboulos Rose, nota hann við Please me þegar ég vill ýkja upp bleika tóninn.
NYX buttergloss Tiramisu

Er spennt að sjá betur hvernig förðunartískan verður með haustinu og enn spenntari fyrir því að eignast þessa pallettu. Klárlega litir sem ég mun vinna með í haust.

Þangað til næst,
LOVE ALE snyrtivöruperri með meiru <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli