14.1.15

Smá status og pælingar á þessum fína miðvikudegi


Það sem tímanum flýgur..
Finnst þessi mánuður nánast á enda komin.
Okei..
Ég er kannski aðeins að fara fram úr mér, hann er einungis rétt hálfnaður.
Þetta er svona þegar maður vinnur á túrbóspeed og er búin að græja æfingaplön fyrir komandi vikur, þá er dagsetningin á æfingaplönunum komin yfir í febrúar (hvert plan er fjórar vikur) sem gerir það að verkum að ég hálf ringluð í þessum dagsetningum.

Svo er ég reyndar búin að gera svo mikið á þessu ári að ég verð bara að segja að ég er nokkuð stolt af sjálfri mér..
Kósýgallanum hefur verið lagt á hilluna og nú nýti ég kvöldin til að gera eitthvað skemmtilegt.

Bauð meðal annars minni krúttlegu mömmu í bíó og langþráð Culiacan deit.. það sem það gladdi hana.. svo gaman!
Framvegis fastur liður að bjóða mömmu í eitthvað gúrm.

Fyrrverandi ungfrú kósý er því búin að fara tvisvar í bíó á árinu og það eru bara liðnar tvær vikur af árinu.. þetta er met !


Mamma sæta glöðust á deitinu okkar 
<3


Mikið til í þessu, mæli með því að stíga út fyrir þægindaramman :)

Og yfir úr einu í annað eins og mér einni er lagið hehe..


Eftir langan tíma í peppun ákvað ég að skella inn myndbandi á Instagram af uppáhalds rassaæfingunni minni þessa dagana.
Það kom mér virkilega á óvart hversu mikil áhorf og komment hún fékk, komment sem meðal annars hvöttu mig til að pósta inn meira af slíku efni.
Mér þótti ekkert smá vænt um það enda er svo lítið sem þarf til að gleðja mig.
Ég mun að sjálfsögðu taka þessi komment til mín og gera þetta að reglulegum lið !
Er nú þegar búin að koma með tvær BOOTAY workouts inn, fáum ekki leið á því að móta enn frekari rass.

HÉR má finna fyrsta myndbandið, mín uppáhalds.

HÉR má finna myndband númer tvö af systrabootay snilld.

Svo er hægt að fylgjast með þessu öllu saman á likesíðunni minni & Instagram.

Rassaæfingar eru í algjöru uppáhaldi þessa dagana og fannst mér einstaklega mikið pepp að sjá fyrir og eftir mynd af einum flottasta rassi sem ég veit.
Bikini PRO miss Tawna Eubanks skartar drauma skottinu !
Fyrri myndin af henni er frá því 2010 og seinni 2014.. VÁVÍVÁVA

Líkt og í þjálfuninni hjá Betri Árangri, þá fylgjumst við Katrín með okkar bætingum með því að mæla okkur og taka myndir reglulega.
Smelltum í eitt stk mælingu seinasta föstudag til að tékka stöðuna á forminu, ekki það að við metum það alltaf fyrst og fremst út frá því sem við sjáum.
Mælingarnar nýtum við svo sem viðmið, enda eigum við mælingarnar mínar alveg frá því ég labbaði inn um dyrnar hjá henni fyrst árið 2010... mér finnst það alveg magnað.


Þrátt fyrir að keppa upp á sviði í bikniinu einu klæða finnst mér þessi myndataka og mæling alltaf jafn mikið challenge.. tala nú ekki um eftir mesta sukkmánuð ársins.
Þær komu mér þó virkilega á óvart, ég er OFUR sátt með góðar og jákvæðar bætingar og mun nú hafa það bakvið eyrað hvort ég setji stefnuna á mótið um páskana... er enn óviss.

Þangað til er alveg nóg að gera hér á bæ..
Á morgun er t.d. myndataka fyrir
Perform.is og Amino Energy næsta verkefni á dagskrá.. spennandi !
Alveg komin tími á slíka uppfærslu þar sem ég er um 8 kg massaðri á seinustu mynd og með dekkra hár.

Fyrri myndin frá því 2011, þegar Amino kom fyrst á markaðinn.
Sú seinni frá árinu 2013.
Ég er mjög spennt að sjá hvernig sú nýjasta verður :)Eitt af mörgum spennandi verkefnum sem ég er með í pokahorninu.
Lífið er ljúft og skemmtilegt þessa dagana.
Hlakka til að deila frekari snilld með ykkur.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

2 ummæli:

 1. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, svo hvetjandi og skemmtilegt. Fylgist líka með á insta og fannst frábært að sjá æfingarnar.
  kv Ása Lára- ræktarungi

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha vá hvað mér finnst þetta gott orð.. ræktarungi :D
   Og takk svo mikið fyrir fallegu orðin elsku Ása <3

   Eyða