11.1.15

My dream house hugleiðingar

Þegar ég get ekki sofnað á kvöldin er snilld að eiga snjallsíma og flétta í gegnum hin ýmsu forrit sem eru í uppáhaldi.
Hvað ég gerði fyrir komu hans, það veit ég ekki!?!..
Þessir blessuðu snjallsímar hafa gjörsamlega umbreytt heiminum, en það er reyndar ekki ástæðan fyrir þessari færslu.

Það sem ég
eeelska að flétta í gegnum Pinterest eða finna ræktarmotivation og æfingamyndbönd á Instagram fyrir svefnin.. vakna þannig vel tilbúin í slaginn haha.
Systir mín er alltaf að hlægja af mér því þegar hún vaknar eru alltaf pins á Pinterest sem ég er búin að senda á hana eða tagga hana í eitthvað á Instagram.

Hér áður fyrr pinnaði grimmt föt, gúrmei mat og kvót, en nú heillar mest allt sem viðkemur því að eiga heimili... ekki það að fötin heilla alltaf hehe..
Leyfi huganum að reyka og dreymi stóra drauma um
MY dream house <3
( Íbúð reyndar, en hver hengir sig á slík smáatriði ).

Fyrsta sem ég ætla að eignast þegar sá draumur verður að veruleika er
NÝTT RÚM.
Ég og Ísa fengum að passa húsið hennar Katrínar eða Bessastaði eins og við köllum það, meðan hún og restin af Bess family naut áramótanna í Eyjum..
Við vorum eiginlega ekkert á því að fara skila því til baka eftir að hafa tekið 13 tíma kærkominn svefn þar eitt skiptið haha..
VÁ hvað það var einstaklega gott og ljúft !Ég og Ísa í nýárskúrinu okkar :D

Þess vegna er
Tempur rúm þar efst á innkaupalistanum fyrir íbúðina.
Þyrfti ekki neitt annað nema það og
KitchenAidið og þá er ég all set í lífið, svona næstum.

Það halda eflaust allir að allt væri bleikt, en ótrúlegt en satt þá fengi mögulega einungis einn veggur að vera þannig og þá í drauma makeup/fataherberginu mínu.
Já eða ef ég myndi einhvern tíman eignast stelpu á lífsleiðinni, þá væri það náttúrlega must að mínu mati :)
Allir bleikir hlutir væru inni í makeupfataherberginu, nema náttúrlega KitchenAidið sem verður bæði eldhússkraut og hrærivél heimilisins..
Það sem heillar mig mest er flottur viður, hvítt, svart og gull og bjart og opið rými.


Ef ég fæ einhvera flugu í hausinn þá verð ég bara húkt og get ekki hætt að láta mig dreyma... var alveg veik að skoða öll blöð um helgina því það eru útsölur allstaðar.
Myndir segja langmest þannig hér eru nokkrir dagdraumar í boði mín :)Það er eitthvað við stjörnur sem heilla mig.. hversu rómantískt bað


Þarf klárlega svona hillur þar sem skórnir mínir eru allir í bunka inni í skáp, á gólfinu og undir rúminu haha 


Þarf eitthvað svona fínt makeupborð með alvöru spegil.


Finnst þetta herbergi ekki svo falleg hvað þá rúmið en þessar stjörnur í loftinu eru að heilla.


Fíla hvað allt er bjart og svolítið töff hérna


Finnst þetta svo fyndið.. mun setja svona upp í þvottahúsinu mínu hehe


Well hello.. what a beautiful closet this is !
En held að hann eigi bara heima í draumum mínum til frambúðar, nema ég gerist stjarna í Hollywood.. þetta er svona týpískur þannig skápur.

Ef þig langar að fylgjast með mér á Pinterest þá getur þú gert það HÉR.
Set stefnuna á smá keppnishugleiðingablogg, tala um myndböndin sem ég er búin að vera pósta inn á likesíðuna og fleira spennandi í vikunni.

Þangað til næst

LOVE ALE <3

2 ummæli:

  1. Af því þú ert í þessum pælingum og pinterest sjúk eins og undirrituð, þá fílarðu örugglega þessa http://www.pinterest.com/thedecorista/ mjög glamúrös en samt stílhrein og fab!

    SvaraEyða