8.1.15

Amen fyrir rútínu

AMEN og HALLELUJAH fyrir heila viku af engum hátíðum !

Ég saknaði þess svo mikið mikið mikið að hafa góða rútínu.
Desember með vinnu heima og tilheyrandi jólastússi var ekki að vinna með henni.
Mér líður eins og nýrri manneskju og vikan er ekki einu sinni á enda komin, held samt að mér muni líða eins og lest hafi keyrt yfir mig þegar hún er liðin eftir grjótaðar æfingar í þessari viku en ég tek þeirri tilfinningu fagnandi haha

Í tilefni þess að höfuðstöðvar
Betri Árangurs fluttu úr Grafarholtinu, nánar tiltekið úr næstu götu við mig, yfir í Hafnafjörðinn.. fannst mér ég þurfa að breyta til og nýta daginn betur, til að njóta meira með mínum nánustu og sjálfri mér almennt.
Hefur verið á dagskrá lengi, en þetta var gott spark í rassinn til þess að láta það verða að veruleika :)

Því ákvað ég að hagræða deginum aðeins betur og er búin að vera prufukeyra æfingar klukkan 6 á morgnana.
Það þýðir rise klukkan 5:20 eða 5:30.. fer allt eftir hversu lengi snoozið teygist sjáið til ;)

Þvílík og önnur eins SNILLD.. þarna er ég komin með tvo auka tíma í sólahringinn og á þá allt kvöldið eftir þegar ég klukka mig út úr vinnunni seinnipartinn.

Þetta krefst alveg smá aga og skipulags til að allt gangi smurt fyrir sig, smella öllu í tösku fyrir svefnin og svo framvegis... líður helst eins og ég sé að flytja að heiman á morgnana miðað við farangurinn.
En maður aðlagar sig bara aðstæðum og út úr þessu er svo góður ávinningur sem gerir þetta allt þess virði :)Fyrsti dagurinn var tekinn með trompi.. hafraklattar fyrir vikuna, nesti og allt að gerast.

Aðeins of ljúft að fara heim eftir vinnu og dunda sér, horfa á mynd, hafa tíma til að hitta vini eða annað í þeim dúr... þarf að finna mér eitthvern spennandi þátt til að fylgjast með.
Hér áður fyrr var ég kannski að komast loksins á æfingar klukkan sex um kvöldið og því að klára seint, borða kvöldmatinn seint og varla að nenna að koma mér í sturtu vegna þreytu. Íhugaði marg oft að fá svona manneskju eins og gamla fólkið til að sturta mig..
Ég finn einnig gífurlegan mun á mér yfir daginn, ferskari til að takast á við mission dagsins.
Er spennt að halda þessari rútínu áfram (smá ofurjákvæðni í gangi en það má)

Er meðal annars búin að mæta á æfingar með Aldísinni minni og LOKSINS þorði ég á Fitnessbox æfingu sem er búið að vera eitthvað sem ég ætlaði að gera eftir mót... fékk hana Auði mína með og er stefnan sett á að fara aftur næsta föstudag.
Þeir hjá box.is eru einmitt með svona frvíku í gangi núna.
Tókum OFUR VEL á því og að sjálfsögðu voru bleiku boxhanskarnir sem miss Tampa græjaði fyrir mig með í för.. grjóthart !


Klikkum ekki á bleiku !Já ég er eitthvað ofurpeppuð fyrir því sem koma skal... var það svo innilega ekki í desember hvað æfingar varðar en jákvæða hugarfarið er að skila sér ! ;)Þangað til næst
LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli