19.1.15

Halló þú grái mánudagur


Það má alveg segja að síðastliðin vika hafi verið tekin með trompi, var alveg úrvinda í gær eftir átökin !
Þar af leiðandi var fyrsta bugun morgunins tekin út í morgun og ákvað ég að sofa lengur og mæta seinna á æfingu... algjört must að kunna að hlusta á líkamann.
Þetta veður var ekki að vinna með því að maður væri til í að hoppa ferskur framúr hehe

Er farið að langa að fara sofa klukkan níu eða tíu á kvöldin...
 ( Já þú last rétt, er farin að sækja um á Elliheimili Grund kannski bara!? ).
En hvað sem því líður þá er ný og skemmtileg vika framundan með fullt af spennandi verkefnum til að takast á við.Þessi gíraffi veit hvað hann syngur !

Ætlaði að fara svekkja mig á því að vera haugur.. en heyyyy ég er bara mannleg og keyrði þennan dag í gang á jákvæðninni.. ég er orðin svona óþolandi jákvæða manneskjan þessa dagana.
Hér á árum áður reyndi ég örugglega að finna allt neikvætt við hluti en nú er sagan önnur.

Finnst einmitt fyndið að Katrín kallar mig alltaf Pollýönnu útaf ég sé alltaf það jákvæða í öllu.. með því er hún að vitna í barnabækurnar um Pollýönnu.
Það vill einmitt til að það var með uppáhalds bókunum mínum þegar ég var lítil en ég viðurkenni að ég er alveg búin að gleyma söguþræðinum.
Þess vegna kippti ég henni með mér úr seinustu heimsókn til mömmu og set stefnuna á að byrja á henni í kvöld.
Er komin á koddan og tilbúin til lesturs !

Framan á henni stendur að þetta sé bókin um stelpuna sem kom öllum í gott skap.. það er svo sannarlega skemmtilegt og hrós sem mér þykir vænt um.Eins og ég sagði frá í seinasta bloggi þá var stefnan myndataka fyrir Perform.is og Amino Energy..
Fór í hana seinasta fimmtudag og var auglýsingin reddí daginn eftir.
Hallmar auglýsingagúru og snillingur með meiru var með yfirhendina á henni og ég verð að segja að fyrir mér er hún flottari en allar á undan..
Er ofurspennt fyrir því að hún fari í loftið !Mynd frá tökunni :)

Um helgina tók ég mig svo til og bakaði eitthvað annað en elsku hafraklattana mína, ekki það að ég bakaði þá reyndar líka.. 1 á dag kemur lífinu í lag.. :)
Og meðan ég man þá er sefnan að setja inn uppfærða útgáfu af þeim í vikunni hér á bloggið.. er aðeins búin að fínpússa uppskriftina eftir að hafa bakað þá svona oft.

Það var annars góð ástæða fyrir bakstursmissioni helgarinnar þar sem ein af mínum uppáhalds varð 1 árs núna um daginn og hélt upp á það í gær.
Engin önnur en ungfrú Birta Bess.
Að sjálfsögðu var ég ólm að leggja mína hönd fram, enda ekki oft tilefni til baksturs..
Í stað þess að gefa henni bol sem hún kannski passar í 5 mín, fannst mér miklu meiri snilld að geta bakað afmæliskökuna sjálfa, þar sem miss Katrín Eva Bess er ekki eins mikill gúrmari og undirrituð.
Þemað var Mína Mús og var ég að sjálfösgðu búin að vinna smá heimavinnu og finna hugmyndir á Pinterest og Google fyrr í vikunni.

Fékk svo mömmu krútt til að joina mig í missionið og gerðum við úr þessu hið fínasta laugardagskvöld ásamt gúrmei kvöldverði.
Ef að ég ætti lítið kríli værum ég og mamma stórhættulegar saman í bakstrinum þar sem við elskum að baka.. það væru kökuafgangar í matinn næstu tvö árin eftir á.. hahaHefði viljað eiga svartan matarlit í Mínu Mús, en mér fannst hún takast alveg þokkalega vel miðað við að ég skar hana út sjálf, gerði upphleypta slaufu og fríhendis í þokkabót.
Múffurnar voru í svona mini formum með súkkulaðibragði og ég bætti við hvítu Toblerone til að gera þær meira djúsí.

Útkoman varð þessi og vakti að sjálfsögðu mikla lukku í veislunni.
Svo ótrúlega gaman að geta glatt aðra
<3


Birta&Bella Bess ásamt mér í afmælinu..
Katrín feilaði samt að kaupa alveg eins kjól á mig fyrir myndatökuna, setur smá strik í reikninginn... djók.
En vá þessi mynd fær mig til að brosa !

Ég held ég þurfi að setja stefnuna á setja upp mitt eigið BABY BUISNESS þar gúrma ég fram dýrindis barnaafmælisveislur og svo myndi ég líka innrétta barnaherbergi.. ég held ég yrði ofur í þessu tvennu.
Leyfi þá innra barninu í mér að njóta sín :D

Smá brot af bakstrinum.. þarf að prufa mig áfram með fleiri fígúrur.

Elska allt sem viðkemur því að dúlla sér og gera með höndunum og því að hugsa út hvernig framkvæma á verkið.. ofpælarinn mikli !
Rakst einmitt í eitt gott kvót sem ég póstaði á Instagram um daginn sem mér finnst alveg magnað þar sem ég gat hakað við allt þetta.EN ég hafði í rauninni ekki mikið að segja.. mér finnst bara svo gaman að blogga og halda mér við efnið þannig.
Ætla setja inn uppfærða klattauppskrift í vikunni og langar að setja saman nýjan ræktarplaylist er komin með svo mörg gúrmei lög í pokahornið.
Þannig um að gera að fylgjast með..!

Eigðu ljúfa og góða viku
Þangað til næst

LOVE ALE
<3

2 ummæli:

  1. Katrín Eva19/1/15 20:03

    Finnst svo öfga fyndið að þú hafir lesið þessa bók jafnoft og ég litla Pollýanna mín :)

    SvaraEyða
  2. Væri rosa til í uppskrift af hello kitty kökunni :) frábær síða hjá þér eins og alltaf!

    kv. guðrún

    SvaraEyða