3.10.14

meistaraseptemberoktóber

Mitt fyrsta blogg sem 26 ára UNG dama.. halló heimur !

Já mikið rétt, undirrituð átti afmæli í vikunni, nánar tiltekið þriðjudaginn 30.september.
Ég myndi segja að þetta sé einn uppáhalds dagur ársins.. svooo gaman að eiga afmæli!
Ég er enn með harðsperrur í kinnunum og króníska gæsahúð eftir að hafa lesið kveðjurnar sem ég fékk á facebook, ómetanlegt að eiga svona góða að.
Það gerði daginn, sem var yndislegur fyrir, enn skemmtilegri !
<3



Stefnan er svo sett á dinnerdate á morgun ásamt smá dólg&gleði með mínum allra bestustu ogogog ég get hreinlega ekki beðið !
Ég er að upplifa afmælisdaginn minn á svo nýjan hátt, þar sem ég hef alltaf verið í niðurskurði fyrir mót á þessum tíma ( að sjálfsögðu hefur það verið mitt val og bara gott mál ).
Ég hef hinsvegar komist að því að það er langtum skemmtilegra að geta notið hans í DÖÐLUR !

Er líka spennt að dressa mig upp og vera fín svona í eitt skipti fyrir öll.. miklar pælingar hjá tískunördinu í mér hverju ég ætla vera í.
Alltof þægilegt að vera bara í kósýgallanum þegar það kólnar svona í veðrinu.
Ég held ég sé ein mesta kuldaskræfa sem ég veit, þarf greinilega að búa í heitara loftslagi.


Kósýsokkar, hlýjar buxur og sloppurinn minn er staðalbúnaður þessa dagana..
Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að rífa mig úr fötum dagsins og vippa mér í the comfort zone hehe :)




Það vill svo skemmtilega til að ég og systur mínar eigum allar afmæli innan við tveimur vikum og erum þar af leiðandi allar vogir.
Ég hlakka til að gúrma eitthvað gott saman  í tilefni þess, þarf að fara brainstorma.
Ég náttúrlega baka svo ekki neitt nema deila með ykkur á likesíðunni minni eða hér.. þannig stay tuned!

Þarf að tríta þessar prinsessur almennilega!



Vogirnar þrjár <3

Annars yfir í annað eins og mér einni er lagið.. þá er október svokallaður Meistaramánuður.
Ég hef ekki kynnt mér þetta nægilega vel, en hver ákvað bara að sá mánuður væri THE meistaramánuður!?!

Bíðum aðeins...
Í þessum töluðu orðum er ég búin að henda þessu upp í google og fann upplýsingar um hann HÉR fyrir ykkur sem eruð að hugsa það sama og ég.
Þetta er svolítið sniðug hugmynd upp á það að kenna fólki að setja niður markmið í lífinu almennt... ég elska markmiðasetningu.

Seinustu ár ekki sett mér nein meistaramarkmið, kýs frekar að hafa alla mánuði ársins meistaramánuði.. djók.
Ég allavega set mér alltaf markmið fyrir hvern mánuð sem hvatningu og sem áminningu fyrir sjálfa mig, hef einmitt bloggað um það áður HÉR.
Kannski þetta nýtist einhverjum fyrir markmiðasetningu Meistaramánuðar.

Ég hugsa að ég setji niður markmið til að fylgja þennan mánuð og deili svo á blogginu mínu í komandi viku fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa.

Ætlaði annars að hafa þetta stutt og laggot í þetta skipti.
Eigið góða helgi !




Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli