25.8.14

Hollustuhugleiðingar í USA

Þar sem ég vinn sem fjarþjálfari og við að kenna öðrum hollan og heilbrigðan lífsstíl, þá kemst ég ekki hjá því að taka eftir þessu og sömuleiðis hjá fólkinu í kringum mig.

Það er mjög algengt að þegar fólk fer í frí að það bæti á sig, enda er oft byrjað strax í Leifstöð að smella sér á einn kaldan eða eitthvað í þeim dúr.
Strax í fríhöfninni eru kræsingarnar á hverju horni !
Ég er mjög hlynnt því að fólk fari í frí og njóti, slappi af og svo framvegis, en það er samt gott að hafa bakvið eyrað að allt er gott í hófi, bæði hollt og óhollt.
Eins og ég sagði í Instagram póstinum sem ég setti inn í gær, þá í rauninni snýst þetta allt um hvaða formi þú sækjist eftir í lok ferðarinnar.

Dags daglega og þegar ég fer erlendis er ég alltaf meðvituð um að velja betri kostina hverju sinni af því það er sá lífstíll sem ég hef kosið að lifa.
Maður má alvega fá sér allt í heimigeiminum en ég vel að fá mér betri kostina af því ég vil vera í eitthverju ákveðnu formi.
Hinsvegar þegar ég er í fríi leyfi ég mér samt yfirleitt aðeins meira en vanalega enda ekki oft sem maður fær tækifæri til þess að slappa af og njóta á þann máta.
Þegar maður 
er í því formi sem maður vill vera í, alltaf að velja betri kostina og duglegur að hreyfa sig er ekkert mál að leyfa sér í hófi.

Það er því mikill misskilningur að það sé ekki hægt að komast hjá því að bæta á sig þegar maður er erlendis, þá finnst mér það oft einkennast við USA.
Hér er jú hægt að fá sveittasta mat í heimigeimi og kræsingar á hverju strái en þetta snýst bara um að velja og hafna.
Þar sem að ég er þar núna að lifa lífinu ákvað ég að taka það fyrir og koma með nokkra punkta sem vonandi nýtast þeim sem eiga leið þangað.


Eitt af því sem ég elska við USA eru ávextirnir, það fyrsta sem fór í körfuna mína var því jarðaberjapakki á 200 kr ásamt fleirum uppáhalds ávöxtum.
Það var verulega svekkjandi að koma heim seinast og kaupa jarðaberjabox á 700 kall.
Þegar ég er hér borða ég jarðaber og hindber á hverjum degi.


Að sama sinni kosta frosnir ávextir heldur ekki mikið og veit ég fátt betra en að græja mér gúrmei smoothie úr frosnum ávöxtum, vatni og klaka til að svala þorstanum í tanmissionum dagsins.



Smoothie gærdagsins:
Frosin jarðaber sirka 1 og hálfur bolli

Hálfur frosin banani
Nokkrir ananas bitar
Kreisti sítrónu ofan í
Slatti af vatni og klakar




Úrvalið hér er alveg
GÍFURLEGA mikið í þessum helstu supermarkets og tala nú svo ekki um Whole Foods, þar sem þú getur fengið ofurhollustu og lífrænan mat.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara í búðir að skoða og kynna mér það sem er til, enda í raun hluti af mínu starfi sem þjálfari (stundum þarf alveg að draga mig úr búðunum haha).
Hér er nánast allt til fituminna, án þessa efna, með þessu viðbættu, lágt í kaloríum og svo framvegis.

*Ég tek alltaf með mér prótein og próteinstykki að heiman, snilld að geta grípið í hvort tveggja á ferðinni... eins og t.d. í löngum verslunarleiðangrum, þá eru próteinstykku lifesaver (tala af reynslu sjáðu til haha).
*Úrvalið af morgunkorni hér er endalaust og fann ég til að mynda prótein Cheerios sem er eitt það besta sem ég hef smakkað.
*Það er ekkert smá ýrval af mjólkurvörum sem eru low fat og ekki háar í hitaeiningum, uppáhalds mitt er Yoplait með hvítu súkkulaði og jarðaberjabragði.
*Svo er hægt að kaupa sér rískökur með endalaust af bragði, mínar uppáhalds eru frá Quacker með súkkulaðibragði.
*Ég elska egg og eru þau snilld til að redda sér í hollustunni, þá finnst mér best að eiga þau til harðsoðin eða smella í eitt stk ommulettu.

*Það er reyndar ekki á myndinni en hér eru til enn hollari vefjur en heima sem eru low fat, fann gúrmei beyglur sem eru alls ekki slæmar og fullt af annari snilld.
*Hér eru fullt af veitingastöðum og er alltaf hægt að sneiða framhjá þessu og hinu og velja holla kosti.
*Kjötið og kjúklingabringur hérna kosta ekki neitt, það er hægt að fá pakka af ágæis nautakjöti fyrir 4 manna fjölskyldu á einungis 600 kall... hversu ljúft!


Það er svo mismunandi eftir hvernig aðstæður eru, hvort þú sért á hóteli eða ekki.
Geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að elda þegar maður er á hóteli.

En þegar uppi er staðið þá er þetta eins og ég sagði...snýst allt um hvaða formi þú sækjist eftir í lok ferðarinnar, það er ekki nauðsyn að bæta á sig en ef þú ferð með því hugarfari þá er það ekkert mál líka.
En þá er líka ekki að svekkja sig á því, heldur gera eitthvað í því þegar heim er komið !

Ég ætla að gera mitt besta til að vera dugleg en njóta líka.
Og brainstorma líka eitthvað spennandi sem ég get deilt með ykkur á likesíðunni eða á blogginu, hvort sem það eru matar eða aðrar hugleiðingar.

Komst einmitt að því að ég er orðin háð hafraklöttunum mínum og smellti í eina uppskrift með rúsínum, er að spá í að prufa eitthvað annað spennandi út í þá sem ég mun að sjálfsögðu deila hér með ykkur.



Þannig stay tuned
LOVE ALE
<3

3 ummæli:

  1. Takk fyrir skemmtilegt blogg! Fylgst með í nokkur ár. Allavega, bý sjálf í USA og hef mikið spáð í matarmálum, með lítil börn. Yoplait jógúrtið er kannski ekki það hollasta, þrátt fyrir kaloríufjólda. Þeir voru með aspartam í því, hættir með það en eftir standa litarefnin og artificial ingredients fyrir bragðið! Best er bara hrein Fage, ávextir og stevia :) Kjöt er best að versla annarsstaðar en í Walmart, uppá hormóna o.fl. Mæli með Trader Joe's, æðisleg búð, allt hollusta og þú getur treyst innihaldsefnunum í öllu + allt ódýrt, ódýrara en Whole Foods. Annars fullt gott sem hægt er að versla í Walmart, versla sjálf þar dagsdaglega.

    SvaraEyða
  2. Langar svo að bæta við, Quacker rís kökurnar, þær eru auðvitað með artificial flavours og þess vegna svona góðar. Betri kostur eru Lundberg rískökurnar :) Tel sjálf artificial flavours ekki sem heilbrigðan valkost, en þau eru í ansi mörgu hér í USA. Besta leiðin er að lesa alltaf innihaldslýsinguna og ekki láta textann framan á pakkanum plata sig. Njóttu þín í USA og takk aftur fyrir skemmtilegt blogg :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæhæ og takk svo mikið fyrir að pósta á bloggið mitt, þykir alltaf jafn vænt um það <3

      Einmitt það leiðinlega er að hér er flest allt með mikið af aukaefnum.. jafnast ekkert á við hreina matinn á klakanum.
      Ég les frekar vel utan á innihaldslýsinguna og spái mest í að það sé ekki mikill sykur (sem er mjög erfitt að passa hér í USA), kaloríufjöldinn sé ekki mikill og lágt í fitu.
      Var einmitt í Publix áðan og fann svona Fage jógúrt sem ég keypti til að smakka.
      Trader Joe's er einmitt eitt uppáhalds en hún er talsvert í burtu þar sem ég er og já er sammála um að steikur og slíkt er mun betra þar en þetta sem fæst í Walmart.

      En allavega gott að vera meðvituð um betri kostina og leyfa óhollustunni og skyndibitanum að bíða fram á nammidag.
      Ég vildi að ég gæti bara borðað ávexti hér í hvert mál.

      Takk innilega fyrir það mun svo sannarlega njóta :*

      Eyða