Ég er svo mikið að stíga út fyrir þægindaramman þessa daga og er svo sannarlega að fíla þessar breytingar og bætingar, bíð þær svo sannarlega velkomnar.
Það er bara svolítið mikið gaman að vera til ! :)
Það er mikið til komið útaf staðsetningu minni þessa stundina, þetta blogg er ég ekki að skrifa heima í gráu Reykjavíkinni eins og vanalega, heldur sunny TAMPA FLORIDA újéé..
Það er bara svolítið mikið gaman að vera til ! :)
Það er mikið til komið útaf staðsetningu minni þessa stundina, þetta blogg er ég ekki að skrifa heima í gráu Reykjavíkinni eins og vanalega, heldur sunny TAMPA FLORIDA újéé..
Ég er að taka virkilega stórt skref í lífinu mínu með þessu semí fríi.
Fyrstu tvær vikurnar verða hinsvegar bara alveg sama rútínan og heima að frátöldum TANSESSIONS sem tekin verða grimmt við sundlaugarbakkan everyday.
OG í fyrsta skipti í 4 ár
EIN VIKA í FRÍI
Átti bara erfitt með að bara skrifa þetta haha..
Það verður svolítið skrítið að stíga frá tölvuskjánnum og vera frá öllum yndislegu konunum í þjálfuninni í viku en jafnframt eitthvað sem ég þarf að gera :)
Fínasta framlengin á sumrinu sem í rauninni aldrei kom heima.
Og ekki leiðinlegt að gera það á einum af mínum uppáhalds stöðum í heiminum.. enda USA LOVER með meiru!
Hér var tekið á móti mér með opnum örmum, enda ekki við öðru að búast af svona golden manneskjum eins og Olinu og Árna.
Ég er því virkilega spennt fyrir komandi vikum !
Ég og Árni eigum líka óklárað verkefni sem við lofuðum okkur í seinast þegar ég var hérna #MISSION HUSBAND fyrir Olinu.
Erum búin að hafa góðan tíma til að peppa þetta mission allverulega og spennandi hvernig það fer að lokum.
Það sem ég hlakkaði til að fara að kaupa mér jarðaberjapakka á 200 kr, þannig fyrsta stoppið var að sjálfsögðu í Walmart að kaupa gúrmei mat, þýðir ekkert að skilja metnaðinn eftir heima :D
Var einmitt að klára að vinna, búin að mæta í rækt dagsins og er komin með tanvesku ásamt tilheyrandi græjum og tilbúin að sleikja sólina eins og mér einni er lagið.. hversu ljúft bara !!
Í gær fórum við meira segja í skútsiglingu og varð burrito fyrir valinu sem fyrsti kvöldmaturinn að sjálfsögðu.
Það má svo sannarlega segja að ég sé in for a treat <3
Ég ætla samt að halda áfram að blogga er með ýmsilegt spennandi í pokahorninu og verð dugleg að smella eitthverju inn á Instagramið, þannig stay tuned !
Þangað til næst
LOVE ALE <3
Þangað til næst
LOVE ALE <3
0 ummæli:
Skrifa ummæli