14.3.14

Mataralbúm og annað skemmtilegt

Ég er alveg í skýjunum og virkilega ánægð að geta glatt aðrar!

Setti inn mataralbúm núna í upphafi vikunnar á likesíðuna mína.
 Ég hef stundum verið dugleg að taka myndir af matnum mínum og sett inn á instagram og likesíðuna, hugsaði að það væri nú skemmtilegra að hafa þetta allt á einum stað, þannig er líka auðveldara aðgengið að þessu fyrir þær sem vilja nýta sér.

Það eru virkilega góðar undirtektir og falleg hrós.. takk svo mikið
<3

Þarna ætla ég að setja inn fleiri hollustuppskriftir, sósutips, millimálstips, pre workout mat, að sjálfsögðu líka óhollustu og fleira spennandi..
Núna er bara að vera með myndavélina á lofti þegar ég græja eitthverja snilld og deila með á síðunni, þannig endilega fylgstu með.
Það verður smá challenge fyrir mig þar sem ég er svo vanaföst með minn mat yfir daginn, fer yfirleitt alltaf í það sama, en ég er jafnframt spennt að fylgja þessu albúmi eftir.
Óraði ekki fyrir að þetta myndi vekja svo mikinn áhuga :)

ALBÚMIÐ er hægt að skoða HÉR.Ég er svo ótrúlega spennt þessa dagana, á mánudaginn fékk ég nýtt svaðalegt prógram frá Katrínu og nú loks hef ég getað sett allt mitt í æfingar og tekið almennilega á því íhaaa !
Þrátt fyrir að ég og systir mín höfum átt erfitt með gang þá er það totally worth it og bíð ég bætingar VELKOMNAR.
Og svona af því ég er að því þá get ég lagt inn pöntun í leiðinni fyrir þeim rassi sem ég væri til í.. þessi bikinistelpa er með rugl flottan afturenda.. vil þannig takktakktakk.

Heitir Justine Munro, er reyndar ekki að pleisa hátt á mótum en þessi RASS!!
Er búin að dást af honum aðeins of lengi og tími til komin að henda í eitt eintak á mig haha
Hægt að fylgjast með henni á facebook HÉR.

En svo lofa ég að gleyma ekki makeuptipsunum hér á síðunni og fleira skemmtilegu.
Talandi um makeuptips!
Ég er svo fyndin, ef mér finnst eitthvað snilld sem fæst út í USA, þá verð ég að eiga lager af því til þess að eiga nóg þegar ég þarf nýtt og svo veit ég aldrei hvenær ég fer aftur.
Prufaði tvo nýja liti í augabrúnirnar, annars vegar þennan hér:Eyebrow pencil frá STILA, ljóasti tónninn, þetta er sem sagt svona túss eiginlega og ég er að digga hann í tætlur, mótar augabrúnirnar ekkert smá vel á mjög náttúrulegan hátt.
Er líka þægilegur í notkun :)

Svo hinsvegar þennan:Þessi er frá merki sem heitir Anastasia, en ég var einmitt búin að lesa mér til um að makeupidolið mitt með meiru hún Kim K notar alltaf þennan, svo ég varð að sjálfsögðu að prufa.
Keypti mér litinn Ash Blonde sem er að koma virkilega vel út.
Öðru megin er pensill og hinu megin er greiða.
Algjör snilld !

En þeir voru búnir í báðum þeim búðum sem ég fór í, þannig ég á enga á lager :(
Mæli samt með því að tékka á þessu ef þið eruð að fara til USA eða London, hlítur að fást í London líka..
Erfitt líf að vera svona makeupnörd en mikill kostur að þurfa nýta þetta sem vinnutól svo ég hef afsökun hehe :)

Leyfi einni mynd af fylgja sem ég setti inn á Instagram í gær.
Fyrsta skipti sem ég gerist flippkisi og hendi í svona Throw back Thursday.
Svo skemmtileg sagan á bakvið þessa uppstillingu.. ég var sem sagt í myndatöku fyrir mót hjá Lalla Sig þegar hundurinn minn barst í tal, stuttu seinna var hann kominn og joinaði mig og bleika bakgrunnin sem ég valdi mér.. útkoman varð þessi í Legally Blonde stíl.
Sakna smá litla krílisins, hann setti sannarlega svip á lífið
<3


Eigðu góða helgi og njóttu í botn.. 
ó hvað ég ætla gera það eftir átökin í ræktinni þessa vikuna !

Þangað til næst
LOVE ALE <
3

11 ummæli:

 1. SJITT SJÁ ÞENNAN RASS !
  Ef við verðum ekki komnar með svona fyrir næstu keppni hjá þér þá skal ég hundur heita !

  SvaraEyða
 2. Elska bloggið þitt, alltaf jafn skemmtileg og einlæg! :)
  Væri gaman í framhaldi af pælingunum þínum um að keppa og svona að fá smá blogg um markmiðin þín, hvort sem það er eitthvert risa markmið eins og að keppa eða bara eitthvað lítið markmið eins og t.d. að maxa einhverja æfingu eða svoleiðis. Alltaf gaman og hvetjandi að fá að sjá hvaða markmiðum aðrir eru að vinna í ;)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takkkk svo mikið fyrir virkilega flott og falleg hrós.. markmiðabloggið er komin inn :D

   Eyða
 3. Hæ elsku Alexandra. Ég hef svo gaman af blogginu þínu. Þú ert ótrúlega flott. Mig langaði svo að spyrja þig hvort þú gætir komið með góðar uppástungur á bakpokum í ræktina! Ég verð svo þreytt á því að vera með hliðartösku. Veistu um einhverja góða með nóg af plássi fyrir allt draslið? :):)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takkkk svo mikið, elska hvað fleiri þora að kommenta núna.
   Ég er reyndar sjálf alltaf með hliðartöskur og keypti eina hæfilega stóra frá Under Armour, ætla skoða þetta betur og finna eitthvað sneddí ! :D

   Eyða
  2. Víj já takk!!!

   Eyða
 4. Verð að tjekka á þessu Anastasiu merki. Uppáhalds make-up artistinn minn Linda Hallberg er voða oft að nota contour kit frá þessu merki.
  -Agata

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hæhæ Agata, já elska að fylgjast með henni!
   Myndi tékka á þessu á Instagram ég var líka að finna síðuna á facebook, fullt að spennandi og skemmtilegu þar inn á :D

   Eyða
 5. Flott blogg =D en áttu ekki lengur hundinn þinn =O ?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nei hann fór frá okkur á seinasta ári.

   Eyða