16.3.14

Markmið, gaman og gleði


Ofurglaða Ale er mætt á ný með blogg !! :)

Það var ein hér sem talaði um og spurði um markmiðin mín fyrir komandi tíma vegna hugleiðinga minna um að skipta um flokk.
Ég hef ekki enn tekið ákvörðun... en ég hallast meira að bikiniflokknum sem stendur.

Er í fyrsta skipti í langan tíma búin að eiga virkilega góða æfingarviku eftir að ég fékk MAGNAÐ æfingaplan í hendurnar frá Katrínu minni.. takk svo mikið
<3
Það var komin tími á það að ég fengi harðsperrur og tæki rækilega á því.

Ég eeeeeelska að setja mér markmið og mæli með því fyrir aðra, ekki endilega bara með formið heldur bara hluti sem þú vilt afreka í lífinu.
 HÉR er virkilega góð færsla frá Katrínu um markmið með líkamsformið.
Í þjálfuninni okkar leggjum við mikið upp úr markmiðasetningu, bæði skammtíma og svo til lengri tíma, sjálfar gerum við það líka.

Mín markmið sem stendur eru að halda mér nokkurnvegin í því formi sem ég er í núna, en samhliða því vinna að enn frekari fínpússun og auðvitað fyrst og fremst eins og ég sagði frá í seinustu færslu að fá eitt stk rass eins og Justine Munro Bikini Pro .

Mér finnst virkilega gaman að geta sýnt fram á það sé hægt að vera í formi með hollum og góðu mataræði OG án þess að vera kötta allan ársins hring.
Sömuleiðis finnst mér ég geta deilt þekkingu minni betur núna en áður, því ég er ekki í keppnisundirbúningi. eins og t.d. með matarlbúminu mínu.
Og það gefur mér svoooo mikið að geta kennt öðrum .. loveit
<3


Núverandi form, ég í rosa nettum náttfötum alveg hreint !

Stefnan er því að halda því áfram í einhvern tíma, það er líka gott að taka smá pásu, bæði fyrir líkama og sál eftir 3 ár í keppnishugleiðingum.
Það að keppa er ekki allt, ég hef þjálfunina, farðanirnar og svo mikið annað.
Því tel ég gott að stíga smá út frá keppnisundirbúning og hugleiðingum, enda er ég fyrst og fremst að gera þetta af því mér finnst þetta gaman og ég elska að móta líkaman með STÓR markmið í huga.
Keppnis-Ale er samt alltaf handan við hornið, svo það kæmi mér ekki á óvart að eftir sumarið yrði stefnan sett á eitthvað mót, ég hef mjög góðan tíma til að hugleiða það.
Það er því mitt langtímamarkmið!
Svo fæ ég líka að eiga smá þátt í komandi móti þar sem ég mun farða nokkrar skvísur fyrir það :)

Að öðruuu af því mér finnst svo gaman að skrifa um fleiri en einn hlut í einu, get stundum ekki staðið á mér þegar ég er í bloggfíling.
Í seinustu viku fékk ég mjög krúttlegan og fallegan póst frá stelpu á mínum aldri sem fékk mig til að brosa og fá gæsahúð !
Í framhaldi af því byrjaði hún í þjálfun hjá okkur og mun hún blogga um það ferli á bloggsíðunni sinni HÉR ásamt því að mynda í svipuðum dúr og mynd sem hún sá sem hvatti hana til að taka stefnuna á bættan lífsstíl.
Er virkilega spennt og jákvæð fyrir þessu og mæli með því að fylgjast með :DAnnars er margt í vinnslu, fékk meðal annars ábendingu um að ég ætti að halda áfram að setja inn outfitta myndir á instagram, blogg um íþróttadóterí, fleiri makeuptips og annað skemmtilegt..
Svo ég hef nóg framundan sem bloggefni :)
STAY TUNED !

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli