25.9.13

hárnördið

Það fer kannski ekki framhjá neinum sem les bloggið mitt að ég er mikill snyrtivöruperri.
My guilty pleasure
að bæta einhverju nýju í safnið.
Ekki bara förðunarvörum, heldur líka fyrir líkamann og hárið.
Það mikill að ég er með sér hillu í herberginu mínu með fullt af allskonar þannig dóti til að velja úr hverju sinni :D

Það er bara svo gaman að spá í mörgu tengdu hárinu á Pinterest og svona.
 Stundum fáum við spurningar í í þjálfunina sem tengjast þjálfuninni ekki neitt heldur t.d. varðandi hár, snyrtivörur og annað, finnst það mikið hrós og krúttlegt.

Fengum inn eina varðandi hár um daginn og af því ég er alltaf að prufa mig áfram varðandi það ákvað ég að skella í eitt stk færslu, en það má alveg segja að hárið mitt sé búið að ganga í gegnum sitt.

Ég tók ákvörðun fyrr á árinu að beila á ljósa hárinu og prufa eitthvað nýtt.
Þar sem að það fer ekki vel með hárið að vera mikið ljóshærð eins og ég var á tímabili og ég þráði breytingu.


Ég fór í gegnum nokkra hárliti sem ég var virkilega ánægð með en mér fannst alltaf vanta eitthvað og ég var einhvern vegin að leita af sjálfri mér á þessum tíma.. eins fáranlega og það hljómar :D

Þannig ég tók U-beygju og fór hægt og rólega aftur yfir í þann ljósa lit sem ég er með núna og er virkilega sátt með.
Ég er eflaust ekki auðveldasti kúnnin þar sem ég ofpæli allt og spái en ég fann mynd með nákvæmlega þeim lit sem mig langaði í og snillingurinn hún
Kristín Egils á Höfuðlausnum græjaði það kombó saman.

Var svona að hugsa í smá Blake Lively stíl en aðeins ljósari.
(myndin sem ég fann fyrir neðan)

Er inluuuv ! :)




En yfir í það sem ég ætlaði að gera..

Taka saman það sem ég nota í hárið mitt þessa dagana, ég þurfti að særa vel af því og vera dugleg að hugsa um það eftir litabreytingarnar.
Það var líka svo þægilegt þegar ég var út á Krít, gat ég verið algjörlega ómáluð, nært á mér hárið og verið í kósýfíling allan daginn.


Ég er búin að prufa hin og þessi hárvítamín og datt inn á þetta um daginn, fann það í Apótekinu í Garðabæ.
Konan sagði að hún væri búnar að sjá svakalegar árangursmyndir frá þessu vítamíni, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Er ekki búin með skammtinn en ég er ekki frá því að ég fer minna úr hárum :D


Svo setti ég náttúrlega inn færslu um daginn um laxerolíu á augnhár og augabrúnir sem næringu og það er alveg að gefa virkilega gott.. getur lesið færsluna HÉR :)

Ein mesta snilldaruppfinning sem ég veit er olía í hárið.
Af hverju var það bara að komast í tísku núna !?
Ég er búin að prufa þær nokkrar og finnst þær flestar mjög góðar, það er bara mismunandi áferðin á þeim.
Olíur sem eru í uppáhaldi eru Moroccan oil og Luxeoil frá Wella.
Þá er ég að tala um svona olíu sem þú setur í hárið þegar það er blautt.



En svo er það nýjasta nýtt sem ég er búin að vera prófa og bjargaði hárinu mínu úti á Krít.
Yfirleitt er hárið mitt alltaf ógeð úti í útlöndum en í stað þess að verða það fékk það trítment allan daginn :D
Smelltu mér á lítinn ferðapakka frá Philip B sem eru nýjar hárvörur á Íslandi.
Fyndnast finnst mér að hún Blake Lively notar þessar vörur en ég hef alltaf dáðst af hárinu hennar og það sem ég elska er að þetta eru lúxus hárvörur og því mikið lagt upp úr góðu hráefni.

Fékk mér þennan pakka hér, lítið ferðasett.




Olíuna bar ég í þurrt hárið annan hvorn dag meðan ég var að tana en þegar hún hitnar er meiri virkni í henni og svo þvoði ég það bara á kvöldin með sjampóinu og næringunni, sem er gúrmei góð lykt af í þokkabót, þetta er svo hægt að gera bara yfir nóttu í daglegu lífi.
Spreyjið er svo algjör snilld til að tóna og fríska upp á hárið.
Er virkilega spennt fyrir því að prófa meira og mæli með að kíkja inn á heimasíðuna hjá þeim www.philipb.is .

Er svo einmitt að fara til Kristínar að fríska upp á hárið mitt og gera mig fína þar sem ég mun ná stórum áfanga næstkomandi mánudag og detta í 25 árin.. þrátt fyrir að ég vilji ekki eldast og verða helmingurinn af fimmtugu haha :D

Ætla hafa það sem mission að koma fyrir einu bloggi um helgina.
OLYMPIA verður og er ég svo viiiiiiirkilega spennt að sjá hvernig úrslitin fara.

Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Hæhæ Hvar kaupir maður þessar hárvörur?

    SvaraEyða
  2. Þú getur verslað þær á heimasíðunni :D
    http://philipb.is/

    SvaraEyða