5.10.13

kottur,nammi og gledi

Góðan og blessaðan nammidag... ó hve lengi ég hef beðið eftir þér ! :D

Sest fyrir framan tölvuna að skrifa áður en dagurinn hefst formlega á einni dúndur handaæfingu með minni elskulegu systir.
Eitt mitt fyrsta verkefni áður en ég geri það samt er að fara út í bakarí og kaupa mér snúð með LÖÐRANDI súkkulaði.. hef kreivað þannig síðan á mánudaginn.



Sá dagur var merkisdagur þar sem engin önnur en ég átti afmæli og er ég þar af leiðandi orðin 25 ára.. vúhú !
Seinustu þrjú árin er ég alltaf svo flottur auli að ég er að kötta þannig ég hef ekki fengið að njóta þess neitt hrikalega, svo kjúklingabringur var það sem ég fékk að gæða mér á þetta árið þar sem sú ákvörðun var að detta í hús að ég er að fara keppa í nóvember.

Mjög stórt skref fyrir mig að viðurkenna það, því mér finnst svo gaman að vera lúmsk og mæta bara upp á sviðið..
EN ég mun ekki fara upp á sviðið nema vera 100% sátt með formið, pósur og allan pakkan, þannig endanleg ákvörðun verður tekin deginum áður.

Katrín póstaði þessari einmitt á Betri Árangur facebookið í gær.
Með þessum texta :)

"Smá" munur á "ástandi" okkar þjálfaranna. Tveir og hálfur mánuður í stóra viðburðinn hjá Katrínu … 5 vikur í stóra viðburðinn hjá Ale… pínku ólíkir viðburðir 

Kannski núna þori ég að pósta inn myndum af því hvernig mér gengur í undirbúningnum.. en held ég sé enn of feimin við það.

Seinustu helgi var svo Olympia og fylgdist ég þar mest með Figure og Bikini.. það eru þeir flokkar sem heilla mig mest.
Var mjög sátt með stelpuna sem van í bikiniflokknum, Ashley Kaltwasser, hún hefur einungis verið að keppa sem PRO í rúmlega ár en hefur svo sannarlega fikrað sig fljótt upp á toppinn.
Í figure var það svo Nicole Wilkins sem mætti vel durguð á því og köttuð í strimla, ólíkt því sem hún hefur gert á seinustu mótum og tók titilinn sinn til baka, en hún tapaði honum á seinasta ári, sem gaf henni heldur betur spark í rassinn.
Formið var mjög gott og átti hún sigur fullkomlega skilin en bikiniið hennar var ekki að gera sig að mínu mati og hún er orðin svolítið stór fyrir minn smekk...
Smelli myndum af þeim tveimur hér fyrir neðan.


Ashley Kaltwasser


Nicole Wilkins

Ætlaði bara að hafa þetta stutt og laggott í þetta skipti.
Ætla dressa mig fyrir æfingu og taka almennilega á því ogogogog fá mér gott að borða víjj

Þangað til næst
LUV ALE :*

4 ummæli:

  1. Alexandra Sif!! þvílíka þvottabrettið.. þessi magi er til að drepa fyrir ! Það er líka ekkert smá sem Katrín Eva er glæsileg með þessa nettu kúlu.. úss!
    OG hvað er að þér barn að vera feimin við að posta myndum og láta vita hvernig gengur í undirbúningnum það er bara gaman og hvetjandi :D en skil að þú vilt forðast umtal, enda eftir að hafa unnið í Perform þá veit ég að það er sjuklega mikið velt sér upp úr því hvað aðrir eru að gera haha!
    Gangi þér vel í undirbúningnum :)

    SvaraEyða
  2. ÆJJJ takk elsku Jóna mín fyrir fallegu orðin og hvatninguna :* <3
    Ég skal peppa mig upp í þetta haha.. bara gaman að fá komment og takk fyrir þetta aftur :*

    SvaraEyða
  3. Okei þessi kviður er to die for, guð minn hvað þú ert flott!!!! Það er bara gaman að sjá þig pósta einhverju frá sjálfri þér, þvílík hvatning fyrir aðra að sjá hversu langt þú hefur komist á dugnaðinum :)

    En má ég vera forvitin og spyrja, er snúðurinn eina óholla sem þú færð þér á nammideginum í kötti, eða færðu þér eitthvað annað óhollt líka?:)

    Kv. Guðrún:)

    SvaraEyða
  4. Takk innilega fyrir fallegu orðin Guðrún :*
    Ég er að vinna í því að þora að setja eitthvað inn.
    En nei snúðurinn er ekki það eina sem ég fæ mér, reyndar borða hann aldrei allan.
    Það er svo mismunandi eftir hvernig statusinn á forminu og svona er hvað ég geri.

    En yfirleitt fæ ég mér eitthvern góðan kvöldmat og eitthvað smá nammi.
    Borða nokkuð hollt og reglulega yfir daginn :D

    kv.Ale

    SvaraEyða