23.8.13

Haustið og Figure Olympia qualified

Ég er orðlaus yfir hvað tímanum líður hratt!
Það er komin ágúst og allir að byrja í skólanum og sumarið sem aldrei kom farið og það er komið haust..
Ég fór í gær í Hagkaup og sá fullt af skóladóti, óskaði þess smá að ég væri ennþá lítil.
Ég man hvað það var gaman að kaupa allar bækurnar og plasta þær inn, ég var sko plöstunarpro og ég tala nú ekki um pennaveskin, límið og litina sem maður þurfti að versla inn.. svo gaman :D

Þar sem dagbókin mín er á síðasta séns og korter í að detta í sundur splæsti ég í eina stílabók í tilefni þess að hún var eitthvað svo mikið ég.
En ég er svo gamaldags að ég verð alltaf að skrifa allt niður til að muna það, með penna en ekki í tölvuna.


Af því ég er í haustfíling setti ég líka á mig naglalakk í stíl við það svona fyrir svefnin.
Elska svart naglalakk.


Þetta var annars ekki megin ástæða bloggsins, heldur ætlaði ég að taka saman þær sem hafa fengið boð til að keppa á Figure Olympia en í seinasta bloggi voru það bikinibomurnar sem ég tók saman.
Figure er sem sagt sami flokkur og kallast fitness hér heima og bodyfitness erlendis.
Þetta er því sami flokkur og ég keppi í :)

Einn daginn ætla ég að vera með í þessari færslu hjá mér hehe..
Sem ég hef gert að svona árlegu hjá mér síðan ég byrja að blogga.

Þær eru samtals tíu og tók ég saman myndir af þeim frá öllum nýjustu mótum.

Heather Dees


Mallory Haldeman


Candice Keene


Camala Rodriguez


Erin Stern


Gennifer Strobo


Alea Suarez


Ann Titone


Nicole Wilkins

Þá eru þær komnar enn sem komið er, geta alltaf einhverjar bæst við listan þar sem að það er núna mánuður í mót.
Langar að heyra ykkar pælingar með sætin, það er óþarfi að vera feimin við að kommenta.
Svo gaman að sjá hvað aðrir segja :D

Það eru tvær þarna í uppáhaldi hjá mér en ég er ekki viss hvernig formi þær munu mæta í á komandi móti.
Flestar myndirnar eru frá því fyrir sumartímann.. þetta verður spennandi viðureign.

Þangað til næst
LUV ALE :*

6 ummæli:

 1. Held að Alea Suarez eigi eftir að koma á óvart og að Heather Dees lendi ofarlega...annars er bara spennandi að sjá ;)

  SvaraEyða
 2. Kristín Sveiney23/8/13 21:34

  Hæ, flott færsla :) Mér finnst Mallory Haldeman klikkað flottur skrokkur! Eiginlega bara betri en Nicole finnst mér og Erin.

  SvaraEyða
 3. Andrea Rán23/8/13 22:03

  Mér finnst Gennifer Strobo mjög flott ... og finnst eitthv heilla mig við Heather Dees! But u never know :)

  SvaraEyða
 4. Takk fyrir kommentin stelpur svo gaman :D
  En mér finnst einmitt Mallory Haldeman vera langflottust, vann einmitt Tampa Pro um daginn og svo sækjir Alea fast á eftir fyrir mig :D
  En maður veit aldrei

  SvaraEyða
 5. Miðað við myndirnar sem að Nicole er búin að vera að pósta þá ætti hún að vera ovarlega, ég segi að top 3 verði Erin, Nicole & Mallory. Reyndar finnst mér Candice alltaf flott líka .. en ég veðja samt á hinar í fyrstu 3 :) Ég verð hér í Tampa með hvíta m&m-ið mitt að fylgjast með í beinni ;)

  SvaraEyða
 6. ég er sammála Ólínu :)

  SvaraEyða