20.8.13

Bikini olympia qualified

Það eru tvö ár síðan ég sat við tölvuna og var nýbyrjuð að blogga, ég var enn smá feimin við að tjá mig svona á netinu og var oft að velta því fyrir mér um hvað ég ætti að skrifa.

Eimhvern vegin datt mér í hug að taka saman þær sem væru að fara keppa á Olympia, það er stærsta mótið í fitnessbransanum.
Að sjálfsögðu haldið í USA og þarf viðkomandi að eiga svokallað PROcard og hafa unnið sérstakt mót til að fá boð til þess að geta keppt.

Það er mjög erfitt að vinna sér inn procard ef maður er ekki búsettur í Bandaríkjunum.
Á þessu móti eru viðkomandi að keppast um heiðurinn á þessum mikla og stóra titli og eru peningaupphæðir í verðlaun.
Mér finnst heiðurinn af því að bera slíkan titil vera mest heillandi við þetta allt saman, bara það að fá að stíga á svið þarna væri eitthvað sem ég er til í að gera í náinni framtíð..

Á maður ekki að láta sig dreyma?


Allavega þá byrjaði ég á því að taka saman keppendur í bikiniflokki þar sem að minn áhugi á þeim tíma lá mest þar, því þá var ég enn módelfitnesskeppandi.
En mér fannst svo gaman að kynna mér keppendurnar að ég gerði líka blogg með þeim sem keppa í figure sem er fitnessflokkur hér heima og sá flokkur sem ég keppi nú í.

Mótið er sýnt LIVE á netinu og hef ég horft á það seinustu tvö ár til að fylgjast með.
Það er yfirleitt sýnt í gegnum bodybuilding.com og eru manneskjur með reynslu, oft keppendur úr þeim flokkum sem eru að stíga á svið sem tala og lýsa því sem er að gerast, sem mér hefur fundist mjög áhugavert að hlusta á, eins og komment á skurðin og formið á viðkomandi..
Því jújú ég er nörd og spái mikið í hverju er verið leitast eftir í hverjum flokki :D

Yfirleitt er þetta á ókristilegum tíma fyrir okkur hér á klakanum þar sem mótið fer fram í Vegas og er keppt í vaxtarrækt karla og öllum flokkum sem í boði eru.
Fer fram helgina 26-29.september.
Ég á einmitt afmæli þann 30.september og væri meira en lítið til í að fá það í afmælisgjöf að horfa... fjarlægur draumur en samt :)

Hér eru þær sem hafa unnið sér inn réttinn til að keppa í Bikini Olympia 2013


Stacey Alexander


Jennifer Andrews


Narmin Assria


Jaime Baird


Michelle Brannan


Candice Conroy


Ashley Kaltwasser


Courtney King


Vladimira Krasova


Amanda Latona


Ashley LeBlanc


Nathalia Melo


Pollianna Moss


Justine Munro


Nicole Nagrani


India Paulino


Yeshaira Robles

Þá er ég búin að telja þær sem komnar eru með keppnisrétt upp, það getur þó alltaf bæst við, þar sem það eru mót aðra hvora helgi í USA.
Lagði mig fram að finna myndir af þeim frá seinustu mótum sem þær hafa keppt á, þannig er hægt að ímynda sér hvernig formi þær mæta með á komandi mót.
Mun skella Figure skvísum í blogg í vikunni :)

Væri gaman að fá komment frá þér um hverjar þér finnst eiga heima í toppsætunum og sigur skilinn.

Þangað til næst.
LUV ALE :*

4 ummæli:

 1. Mida vid tessar myndir fila eg mest Vladimira Krasova og Ashley LeBlanc. Fila lika bodyid a Justine Munro

  SvaraEyða
 2. Ég held að Courtney King eigi eftir að koma sterk inn, en annars held ég að Nathalia Melo, India Paulino og Justine Munro eigi eftir að raða sér í topp sætin. Er ekki að fýla lúkkið á Nicole Nagrini núna, en hún á örugglega eftir að lenda í einu af topp sætunum.

  SvaraEyða
 3. Ú... við eigum sama afmælisdag :)

  SvaraEyða
 4. Ég rakst á final listan á netinu i dag, það koma mér pínu á óvart að Nicole Nagrani er ekki á þeim lista. Veistu afhverju það er?
  kv,
  diggur lesandi

  SvaraEyða