12.8.13

alltmogulegt


Það sem ég elska að dúlla mér á kvöldin á netinu og skoða ýmislegt.

Einmitt núna sitjum ég og systir mín í sitthvorum sófanum að lana og senda á milli myndir og annað á facebook og blasta lögum...
Eðlilegt fjölskyldulíf :D

Þessi helgi var round two í kósýtime !
Taka því rólega fyrir komandi viku, en það verður einmitt brjálað að gera í vinnunni.
Í þessari viku eru nákvæmlega 12 vikur í næsta fitnessmót hér heima og því eru margar að fara byrja að kötta fyrir það og mæta því ferskar í mælingu til okkar...
spennandi :)




Laugardagar eru líka svona systradagar hjá mér og Ísabel systir minni.. elskaþað! :)
Svo gott að vakna snemma, fara á æfingu, stússast, og fá okkur gott að borða.
Fengum okkur gúrmei Saffran bökur á laugardaginn, það má segja að við séum ástfangnar af piripiri sósunni en það fengu fjórar sósur að fylgja með, tvær á mann að sjálfsögðu.


Þumall upp fyrir því

Svo verð ég nú að taka það fram að ég loksins lét verða af því að fara í Valdísi að smakka þennan blessaða ís sem ég hef kreivað.
Ætluðum um verslunarmannahelgina en röðin þar er oft ómannleg.
Ég smakkaði að sjálfsögðu Toblerone (nýttuppáhaldssúkkulaði) og svo cookies og Reeses.
Fannst ísinn mjög góður en það sem gerði þetta alveg fyrir mig var brauðformið..!!!!
Það var það gott að ég myndi leggja leið mína bara til að fá mér eitt þannig.

Annars yfir í aðra gleði.. þá heldur niðurtalningin fyrir Krít áfram.
3 vikur í sól og strönd :D
Ætla að halda áfram að vera dugleg í ræktinni og mataræðinu til að njóta mín í fallega bleika bikiniinu mínu frá Freydísi sem ég póstaði hér í bloggi fyrir neðan.


Svo hafði ég nú hugsað mér að gera blogg um Olympia sem er stærsta fitnessmótið í heiminum.
Á hverju ári hef ég tekið saman myndir af keppendum í bikini og figureflokki og sett hér inn..
Svo gaman að sjá þær allar á myndum, því svo er hægt að horfa live á mótið á netinu og þá veit maður betur hver er hvað.
Mótið er haldið þann 26.-29.september í Las Vegas.. einn daginn ætla ég að horfa á það eða enn frekar bara keppa þar :D

Um helgina var Tampa Pro og renndi ég aðeins yfir myndirnar.
Var svo ánægð að sjá vinningshafan í figure, Mallory Haldeman.
Er búin að fylgjast svolítið með henni því mér finnst svo skemmtilegt hvað hún er ekki með jafnmikin vöðvamassa og allar hinar, heldur mjög kvennleg, virkilega flott tónuð og svo er hún með mjög flotta útgeislun.


Hér er mynd af henni með thumbs up að taka á móti verðlaununum sínum haha..

Hér er svo sú sem að vann bikiniflokkinn - Courtney King.
Hef ekki séð hana mikið áður en var að byrja að fylgjast með henni hér.


Ég ætti nú annars að fara henda mér í háttinn..
Langaði bara að koma því að hvað mér fannst innilega gaman að kíkja á instagramið mitt í kvöld og sjá að ég var komið með fleiri en 1000 followers..
Svo gaman og takk svo mikið fyrir að fylgjast með mér 


Fékk einmitt beiðni um að setja mynd af öllum naglalökkunum mínum..
Ætli ég geti ekki smellt einni þannig á insta á komandi dögum :D

Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Hæhæ, finnst þú svo mega flott stelpa! Alveg með líkamann í lagi :) En nú er ég forvitin, hvernig er mataræðið þegar halda á í vöðvana? T.d hvað ertu að taka inn margar hitaeiningar á dag til að maintaina? Finnst það oft vanta svoleiðis upplýsingar því maður fær bara að vita hvað fólk tekur inn sem er að kötta :)

    SvaraEyða
  2. hæhæ :)

    Takk fyrir fallegu orðin!

    Gaman að þú nefnir þetta með mataræðið því jú það þarf einmitt að borða mun meira til þess að halda í vöðvana.
    Það er eitthvað sem ég hef þurft að læra.. hvaða skammtar henta mér, en stundum líður mér eins og algjörum trukki, magnið sem ég borða af mat er ekkert lítið haha..
    Systir mín hlær oft þegar fólk spyr hana hvort ég sé ekki alltaf að kötta bara til að halda mér í formi.

    Ég spái aldrei neitt hrikalega í kaloríum og slíku nema að sjálfsögðu í köttinu.
    Þá þarf ég að vera svo meðvituð um það.

    Það sem ég geri samt er að ég elska að borða hollan og góðan mat, þannig líður mér bara lang best, þannig að skammtanir geta líka verið stærri.
    En eins og ég segi þá er það algjörlega eftir tilfinningu og getur verið mjög mismunandi eftir dögum.

    En það er eitthvað ágætlega yfir 2000 kaloríur sem ég borða en ég er líka með ágætan vöðvamassa sem ég þarf að halda í :)
    Myndi ekki alveg mæla með skömmtunum mínum fyrir nokkuð venjulega manneskju.

    Vonandi nýtast þessar upplýsingar þér eitthvað :D

    kv.Ale

    SvaraEyða