3.7.13

keppnis og gledi

Ég var svo mikið búin að plana að hoppa upp í rúm og kúra Bamba þegar ég kæmi heim eftir langan vinnudag, en ég fékk þá flugu í hausinn að blogga og settist frekar við tölvuna.
Ég sem sá rúmið mitt í hyllingum þegar ég var að keyra heim ! :)
Byrjaði að skrifa þessa færslu og steinrotaðst.. haha

Seinustu tvo daga höfum við fengið til okkar stelpur sem eru í þjálfun hjá okkur og stefna á mótið í haust, seinna mót ársins í fitnessheiminum á Íslandi, Bikarmót.
Þar sem að þetta ferli er mjög langt og strangt er mikilvægt fyrir okkur að hitta þær og klípumæla þær en sömuleiðis leggja línurnar fyrir það sem framundan er.
Mótið er alltaf í nóvember en verður nú tveimur vikum fyrr en vanalega, þannig einungis 18 vikur eru til stefnu.
Algengt er að undirbúningur fyrir mót, niðurskurðurinn sjálfur, hefst yfirleitt 12 vikum fyrir settan dag :)
Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða og styttist óðum í það að litlir kettir fari á stjá í gymminu.



Ég og litlu dólgarnir mínir, eða litlu músinar þeirra Katrínar og Magga á fullu í mælingum hehe..

Það að taka ákvörðun að keppa á svona móti og leggja undirbúningin á sig er ekkert lítið, því það er ekki bara mataræðið og lúkkið á sviðinu sem maður þarf að spá í heldur svo mikið mikið mikið meira.
Það sem okkur finnst skipta mest máli er andlegi þátturinn, það reynir mest á hann í þessu öllu saman og ekki fyrir alla til að leggja á sig.

Á seinasta ári í kringum þetta leyti var ég einmitt að byrja að skera niður eftir uppbyggingartímabilið mitt.
Trúi varla að það sé komin svo langt síðan og að ég sé á þeim stað sem ég er núna.
Það er aldrei eitthvað auðvelt að kötta, en að þurfa að gera það yfir sumartímann er enn meira challenge.
Það var svolítið leiðinlegt að geta ekki farið út í búð og fengið sér ís með öllum hinum og hollan og góðan mat eins og af Ginger eða Saffran.
Ég sem fór með kjúllabringur í tösku á mínu fyrstu Þjóðhátíð.. það er keppnis !! haha
En þetta er alltaf ÞÍN ákvörðun og ÞÚ tekur ákvörðun um að leggja þetta á þig svo að ég ætla ekki að kvarta :)

Ég er kannski bara orðin of föst í mínum þægindarramma og að geta notið þess að borða mikið af góðum og hollum mat, ekki köttfæði, en samt verið í nokkuð góðu formi .
Þegar ég borða köttfæði er ég yfirleitt ekki að njóta heldur hugsa ég bara um það sem einskonar eldsneyti til að halda mér gangandi, veit ég þarf að borða þetta til þess að ná árangri.

Þannig núna er bara stóra spurningin hvað skal gera í haust!?
Er mikið að velta þessu fyrir mér.
Næsta mót sem kæmi til greina er Arnold Classic Europe.. það eru 14 vikur í það mót og er flottur hópur að fara frá okkur í Betri Árangri.
Spurning hvort ég láti slag standa og taki svo Bikarmótið eftir það !?! :)
Ætla leggja höfuðið í bleyti og athuga hvort ég sé ready í að gerast köttur á næsta leyti.. hihi


Ég með uppáhalds í fyrra á Arnold.. formið sem þarf að toppa.
Af því eitt af mínum markmiðum er alltaf að keppast við að bæta sjálfa mig.
Þangað til ætla ég að njóta þess að borða góðan mat :)

Við stelpurnar áttum einmitt glaðan dag á laugardaginn..
Byrjaði fyrst á því að gera hana elsku Katrínu mína fína fyrir afmæli.
Kom til mín í förðun og ég krullaði hárið hennar.


Katrín eins og Hollywoodstjarna

Skelli hér nokkrum myndum af kvöldinu hjá okkur stelpunum.
Vá hvað ég elska að dansaaa :)


Fengum mojito á Tapas.. það sem ég elska kjúklingaspjót í Alioli NAMM!


Fallega systir mín


Svo gaman að taka sig fínt til


Hahaha


Armböndin mín og naglalakk kvöldsins... of nett kombó


Ég og Svenný að vera massar 


Ég og Ísa með pizzu í leigubíl.. basic !

Já ætlaði að skrifa svo mikið meira.. höfuðið á fullu í miklum pælingum hihi..

Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Guðrún4/7/13 22:11

    Gaman að fylgjast með blogginu þínu, ert flott og dugleg stelpa :) En svo langar mig svo að forvitnast, með hvernig járni þú gerðir krullurnar í Katrínu vinkonu þína? Finnst þær svo mega flottar :)

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir hrósið Guðrún, ekkert smá gaman að fá svona falleg orð.
    Þetta er sem sagt bara keilujárn en ég skipti hárinu vel niður og krullaði skref fyrir skref til að fá þær svona miklar og flottar :)

    SvaraEyða