28.4.13

smásvona

Er alveg upp með mér hvað margir like-uðu seinustu færslu og virkilega gaman að fá komment á og heyra skoðanir frá öðrum :)
Fékk líka mjög dúllulega hringingu frá ömmu minni.
Hún á ekki facebook og langaði til að sjá hárlitinn minn þegar ég breytti honum um daginn, svo ég sagði henni linkinn að síðunni minni og núna er hún farin að fylgjast með mér reglulega.. svo gaman :D

Að gefnu tilefni langaði mig líka að óska ykkur lesendur góðir gleðilegs sumar þar sem sumardagurinn fyrsti var nú í vikunni sem leið.
Ég man nú ekki alveg hvernig veðrið var hér fyrr á tímum þegar þessi dagur var ákveðin sem fyrsti dagur sumars, en mér líður nú bara eins og það sé haust þegar ég lít út akkúrat núna haha

EN HEY :)


Var að googla myndir til að setja með í bloggið af sumrinu og almáttugur minn hvað mig langaði bara til Spánar eða annars sólarlands og sitja á ströndinni, slaka á og taaaaaana.
Er ekki búin að fara í slíka slökunar og sólarlandaferð síðan 2009 !!

Ég er smá fyndin ég á mjög erfitt með að skrifa bara um eitthvað eitt eins og bloggið fyrir neðan, en reyndar er ég ekki búin í viku eða svo... 
Þannig ég er stútfull af hugmyndum.
Það væri samt gaman að fá álit frá ykkur, hvað þið væruð til í að lesa meira af??
OG ekki vera hrædd við að kommenta, þarf ekki einu sinni að koma nafn undir :D

Sjálf er ég með hugmyndir af t.d. make up bloggi, setja saman lúkk og birta, fleira í kringum mataræðið og svoleiðis skemmtilegt.
Seinasta blogg datt mér í hug þar sem ein stelpa kommentaði og spurði hvort ég gæti ekki komið með hugmyndir af millimáli.

Annars var nýjasta OPI línan að mæta í verslanir.. ég ætlaði að vera mjög sterk og ekki versla þessi tvö lökk sem svoleiðis kölluðu á mig.
En svo var sannfæringarmáttur Rósu vinkonu mjög sterkur og ég skellti mér á tvö stykki.
Enda hafði ég fína ástæðu til að bæta í safnið.
Gaf sjálfri mér í sumargjöf..

Fyrir valinu.. okei tek það fram að línan er með The Bond girls.
Svo að lökkin eru skírð eftir þeim.
Pussy Galore er bleikt og Honey Ryder er gyllt..
Mögulega einn fullkomnasti ljósi bleiki litur sem ég hef keypt því hann nær að vera svo þéttur og svo er gyllta líka svona fullkomið, eins og glitrandi skartgripur.


PUSSY GALORE OPI 


HONEY RYDER OPI

Svo er ég komin með nýtt áhugamál..
Hef alltaf fundist gaman að dúlla mér við að teikna, mála og gera eitthvað svoleiðis.
Þess vegna leiddist ég út í það að fara að farða sem ég elska, það er bara ákveðin list finnst mér..
Get verið tímunum saman að skoða á pinterest lúkk og núna líka föt til að fá hugmyndir af fatasamsetningum, en nýjasta nýtt er dálkurinn decorating the home.
Ég væri til í að vinna við að setja upp stelpuherbergi, barnaherbergi og þannig gaman..
Fullkomnunaráráttan mín og hugmyndaflugið spilast mjög vel saman í slíku.
Var að gera GIRL ROOM volume 2 fyrir mig, auðvitað þurfti ég að koma fyrir make up aðstöðunni þar sem að það styttist í útskriftir og gaman.

Ég veit að ég er 24 ára og get verið durgur í ræktinni og svona, en svo er þarna hlið sem er alveg MJÖG SVO stelpuleg hihi..
Ætli bleikur sé eitthvað í uppáhaldi hjá mér!?


Margt hægt að gera með töfrum frá Ikea,Tiger, Six og svo má ekki gleyma fallega textanum sem ég fékk hjá Art&Text.
Finnst þessi nýjasta hilla frá Ikea algjör snilld, bleik háglans hilla.
Er in love with this room
<3

Allavega ég er farin að gera eitthvað vitsamlegt og bíð spennt eftir að einhver skelli eins og einu kommenti með hugmyndum, það myndi gleðja mitt litla hjarta :)

Þangað til næst
LUV ALE :*

7 ummæli:

  1. Þetta bleika naglalakk er bjútífúl!
    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Ale :)
    væri alveg til í að sjá blogg með hugmyndum af sniðugu og hollu millimáli :D

    SvaraEyða
  2. Það er án djóks MUST buy þetta bleika, það er svo algengt að þau séu ekki nægilega þétt á nöglinni svona ljós lökk þannig þetta er perfect.
    Get svo sannarlega komið með hugmyndir af fleira millimáli og takk fyrir hrósið og að fygljast með Anna :D

    SvaraEyða
  3. Svo gaman að lesa bloggið! Mér finnst snilld að lesa um mataræði og æfingar hjá þér :)
    Kv, María L

    SvaraEyða
  4. Alltaf gaman að lesa bloggin hjá þér! Þú ert svo mikil fyrirmynd! Væri til í að sjá meira af bloggum tengdum mataræði :D

    SvaraEyða
  5. Les alltaf færslurnar þínar og lýt mjög mikið upp til þín :)
    Ég væri til í að þú gætir fjallað aðeins um sjálfsagann og hvatninguna sem þú gefur sjálfri þér til þess að halda svona hreinu og góðu matarræði. Ég hef sjálf keppt 1x og fannst mér köttið bitna mjög mikið á mínum nánustu og var skapið ekki alltaf tipp topp haha ;) ég væri til í að sjá þína hlið á þessu og fjalla um hvort að maður hafi ekki betri stjórn á skapinu eftir því sem mótunum fjölgar :)

    SvaraEyða
  6. skemmtilegt blogg.. mér finnst mjög gaman að lesa færslurnar um heimilið, nýja sniðuga hluti, mat eða búðir :)

    SvaraEyða
  7. Takk kærlega fyrir öll kommentin stelpur, mikið var gaman að lesa yfir.
    Mun klárlega koma inn á eitthvað af þessum punktum, er líka virkilega til að skrifa færslu um þetta sem þú nefnir Heirðún..

    Takk aftur <3 :*

    SvaraEyða